Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2008 | 14:40
Dagur tvö
Hér í Japan er margt skrítið. Fólk gengur um með maska fyrir vitum á vorin eins og við íslendingar með trefla á veturna. Annar hver japani virðist vera með frjóofnæmi og þetta er óbrigðult húsráð segja þeir. Ég reyndi að festa þetta fyrirbæri á filmu án þess að móðga og vonandi sjáið þið þessa hvítu fallegu maska skýrt á myndunum, minnir mig á síðustu öld er ég vann á spítalanum.
Ég bendi vinum og vandamönnum á að Nokiasíminn minn er réttindalaus hér í Japan (var meira að segja með tvo) og ekki fékk ég leyfi fyrir að kaupa mér síma er ég hafði haft fyrir því að finna símaverslun í Tokio ... vantaði ID,...jæja þá spara ég allavegna þann kostnað (:
Ég kom til Shigaraki í gær og verð hér næstu tvo mánuði að vinna við list mína á The Shigaraki Ceramic Cultural Park þar sem listamenn af ýmsum þjóðernum dvelja um lengri eða skemmri tíma. Enginn af hinum listamönnunum þekkti Ísland en þegar ég benti á það á landakortinu í eldhúsinu þá var hrópað upp af kóreiskum gæja ..Björk ofcourse !! ....sú er fræg...verst að ég þekki hana ekki persónulega.
Það er heldur að hitna í herberginu mínu svo ég sleppi úlpunni í nótt. Ætla nú að henda mér á harðan grjónapúðann sem þeir kalla kodda, hann er lítill eins og margt annað hér á bæ ... ef heili minn væri stærri næði hann út fyrir. Sennilega er hann hannaður til að skemma ekki fínu greiðsluna mína líkt og trékubbarnir sem geisurnar sváfu á í den.
Bless í bili...H
Ég bendi vinum og vandamönnum á að Nokiasíminn minn er réttindalaus hér í Japan (var meira að segja með tvo) og ekki fékk ég leyfi fyrir að kaupa mér síma er ég hafði haft fyrir því að finna símaverslun í Tokio ... vantaði ID,...jæja þá spara ég allavegna þann kostnað (:
Ég kom til Shigaraki í gær og verð hér næstu tvo mánuði að vinna við list mína á The Shigaraki Ceramic Cultural Park þar sem listamenn af ýmsum þjóðernum dvelja um lengri eða skemmri tíma. Enginn af hinum listamönnunum þekkti Ísland en þegar ég benti á það á landakortinu í eldhúsinu þá var hrópað upp af kóreiskum gæja ..Björk ofcourse !! ....sú er fræg...verst að ég þekki hana ekki persónulega.
Það er heldur að hitna í herberginu mínu svo ég sleppi úlpunni í nótt. Ætla nú að henda mér á harðan grjónapúðann sem þeir kalla kodda, hann er lítill eins og margt annað hér á bæ ... ef heili minn væri stærri næði hann út fyrir. Sennilega er hann hannaður til að skemma ekki fínu greiðsluna mína líkt og trékubbarnir sem geisurnar sváfu á í den.
Bless í bili...H
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2008 | 14:45
Lent í Japan
Ótrúlegt en satt, ég er lent í Japan ósködduð eftir langt svefnlaust ferðalag. Japanir eru þvílíkir englar upp til hópa og gera bókstaflega allt til að hjálpa náunganum. Í fluginu frá Íslandi sat ég við hlið japanskrar konu sem bauð mér í heimsókn til heimaborgar sinnar í tvo daga!! Á Naredavelli í Tokio bauð kurteis japanskur maður mér bílfar inn í borgina, bauð upp á lunch á sushirestaurant, verslaði með mér hárþurrku og skutlaði mér síðan brosandi á lestarstöðina þar sem ég var á leið til Kyoto. Þar vantaði mig adressuna á hótelinu mínu. Ég leitaði aðstoðar hjá japanskri ungfrú sem talaði ekki stakt orð í ensku en samt fann hún leigubíl fyrir mig, fór MEÐ MÉR í honum þrátt fyrir hávær mótmæli mín , leitaði að hótelinu (ásamt úrillum leigubílstjóra) og fylgdi mér alla leið upp á HÓTELHERBERGI...brosandi og auðmjúk án þess að þiggja krónu fyrir !!! geri aðrir betur. Það margborgaði sig greinilega fyrir mig að biðja bænirnar mínar (:
Ferðin byrjar alveg dásamlega og lofar góðu um framhaldið.
Ferðin byrjar alveg dásamlega og lofar góðu um framhaldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2008 | 14:38
Flókið ferðalag
Ég upplifi mig eins og eina af skvísunum úr Tungunum er ég hugsa um fyrirhugað ferðalag mitt til Japans. Þær voru þó tvær saman og gátu stutt hvor aðra...en ég greyið er ein á flugi. Ég er enn að reyna að finna út hvaða leið er einföldust fyrir mig frá Nareda flugvelli til Shigaraki.....lestir,flug og lestir, eða lestir og lestir??? ....vantar góðan engil sem er til í að bera mig á vængjum sér alla leið á leiðarenda.....ég redda töskunum sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 18:07
Æfing
Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart...byrjuð að blogga...ég sjálf sem hræðist tölvu meira en risaeðlu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)