Eiga alla mína aðdáun

Ég undra mig sífellt á hve sumir eru viljugir að fórna sér fyrir góðan málstað, ..en segi sem betur fer nenna þessir "sumir". Vildi að ég hefði þessa elju að liggja úti í íslenskri náttúru henni til bjargar. Undra mig þó enn meira á hve margir " gera grín" að þessum baráttujöxlum sem hugsa ekki með dollaramerkin í augunum eins og flestir gagnrýnendur þeirra. Ef fólk velur lifandi fjársjóði landsins fram yfir fjársjóði bankanna ( sem eru fallvaltari en sjálf fallvötnin ) fellur það ekki inn í "normið" og "normala" fólkið dæmir það gjarnan "ónormalt" ...jafnvel hættulegt ! ....Hvað er að óttast ?
Já "það er svo undarlegt með þetta líf..það er svo skrýtið, skrýtið " ...hve margir sem vinna að því að vernda og hlúa að lífinu sjálfu uppskera vanvirðingu í reynd... sjáum það t.d. á starfslaunum ljósmæðra.
mbl.is Styðja Saving Iceland á hljóðlátan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Málefnið er göfugt en þessi hópur/samtök hafa sett svartan blett á íslenska náttúruvernd með hegðun sinni. 

Pétur (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er flott að fórna frítíma sínum fyrir málstaðin. En stundum gleymist bara að hugsa fyrst: er þetta góður málstaður, hvað gerist ef okkur verður af óskinni ?  Hvað gerist ef þeir byggja ekki álver á íslandi ?      En sumir eru bara á móti öllu, því það er sexy að vera 'rebel'.. Það er ekki sexy að horfast í augu við raunveruleikann, heldir bara vefja sig inn í útópíu draumóra.    Hvað ætli eigi eftir að koma út úr þessum mótmælum, kalt mat: ekkert! Tímasóun! Fáið ykkur vinnu!

Viðar Freyr Guðmundsson, 13.7.2008 kl. 21:57

3 identicon

Guðmundur Páll, ég þekki ekki þessa 'ræfla sem eiga ríka foreldra eða lifa á sósíalnum'. Hvaða fólk ertu eiginlega að tala um?

Ragnar Örn, getur þú upplýst mig um það hvaða kolaknúnu álver í veröldinni hafa verið aflögð eða hætt við að byggja vegna stóriðju á Íslandi? 

Viðar Freyr, er sexý að vera rebel? Frábært, ég vissi það ekki. Ein ástæðan enn, kærar þakkir fyrir ábendinguna. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:47

4 identicon

Eva, þú snýrð alltaf útúr enda partur af þessum samtökum.  Ótrúverðug og skítug samtök sem hafa fengið landsmenn gegn umhverfisvernd vegna skemmdar og öfga.  Þetta fólk kemur hér til þess að vera í náttúrunni og flýja svo tjaldbúðirnar eftir fyrsta regndropa.  Hvílíkar hetjur eða hitt þó heldur.  Sammála ræðumönnum að ofan, fáið ykkur vinnu og gerið gagn.  Umhverfisverndar er ekki þörf hér á landi í ykkar öfga skilngi.  Hér er virkjað af skynsemi þó svo sumt sé á gráu svæði.  Málið er hinsvegar bara einfalt, þessi samtök eru ekki trúverðug.  Sá viðtöl við forsvarsmenn í fréttum, drottinn minn dýri. 

Pétur (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 22:55

5 identicon

Það er sorglegt viðhorf sem viðrist gegnumgangandi hér á moggabloggunum að þeir sem mótmæla séu bara auðnuleysingjar sem ættu að finna sér vinnu og gera með því eitthvað gagn?

 Hvenær stóðuð þið seinast upp gegn einhverju sem þið voruð ósammála? Varla fylgið þið slefandi öllu því sem ríkisstjórnin segir og gerir? Nei, ég hugsa að þið hafið bara pirrað ykkur yfir því í hljóði eða í mesta lagi skrifað reiðiblogg um það og gleymt því síðan daginn eftir. Jafnvel æst ykkur smá á kaffistofunni en haldið síðan áfram að vinna eins og þægir þjónar sem vita sinn stað og trúa því að þeir séu að gera gagn með því að þegja og vinna.

 Það er alltaf þægilegra að finna ástæður fyrir því afhverju fólk er ekki trúanlegt og því ekki svaravert frekar en að þurfa að rökstyðja mál sitt og taka skoðanir annarra til greina. Þetta eru bara skítug samtök ofdekraðra auðnuleysingja sem geta ekki horfst í augu við "raunveruleikann", og mótmæla þar á ofan því rebellar eru sexý. Það er aldeilis. Ætli þið beitið sömu sleggju á ykkur sjálfa og þið beitið á fólk sem þið þekkið ekki neitt?

Úlfur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:06

6 identicon

Nei Pétur, ég sný ekki alltaf út úr. Yfirleitt svara ég með rökum.  Þá sjaldan að ég sný út úr er það vegna þess að vitleysan er of mikil til að teljast svara verð. Reyndar kemur einnig fyrir að vitleysan er ekki einu sinni þess virði að svara henni með útúrsnúningum. Það á t.d. við um restina af þessu ómerkilega kommenti þínu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:23

7 identicon

Svör mín við skoðunum:

Guðmundur: hvað ertu að spá? hvernig veistu að þetta fólk eða "skítapakk" komi úr ríkum fjölskyldum? ertu að fylgjast með því? og mega ríkt fólk ekki mótmæla? eru eitthver lög sem segja að maður verði að vera fátækur til að mótmæla?

Ragnar: ja millivegur segiru? ég sé nú bara að það sé enginn millivegur á málinu. Kannski vil sumt af þessu fólki milliveg en það er ekkert hlustað á þau útaf það er alltaf að koma fleiri virkjanir. Þetta meikaði ekkert sens hjá þér

Viðar: það er kúl að vera rebel segiru? meðan ég er að skíta yfir skoðanir ykkar hlít ég að vera rebel svo ég hlít að vera kúl

Pétur: ef þú værir í svona miklu roki og viðbjóði í tjaldi myndir þú öruglega pakka öllu saman og fara. ég þekki þig nú ekki neitt en ég held að flestir myndu gera það.

Mín Skoðun:
virkjanir afla peninga, peningar gera græðgi, engir peningar og vandinn er leystur

og til að gera ekki rifrildi úr skoðun þessarar góðu konu ættu allir hér að hætta að skíta yfir skoðanir þessara góðu konu og fara út og gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig og móðir náttúru

ægir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:43

8 identicon

Afsakaðu að ég skyldi fara rangt með nafn þitt. Þú værir kannski til í að svara spurningunni sem ég bar fram áður, hvaða fólk eru þessir ræflar sem eiga ríka foreldra eða lifa á sósíalnum? Eða varstu kannski ekki að tala af þekkingu heldur fordómum?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:21

9 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Verð að segja að ég er alveg bit á orðalaginu hér hjá mönnum og gott að muna að kurteisi kostar ekkert. Varðandi baráttuaðferðirnar sem Guðmundur gagnrýnir svo " grimmdarlega" verð ég að minna á að alloft þegar ekki er hlustað á rök ákveðins " baráttuhóps " þá er gripið til "eftirtektarverðari" aðgerða en orðanna tómra, ...s.s verkfalla og uppsagna heilu starfsstéttanna og þá er því miður ekki hjá því komist að það bitni illa á " saklausum " s.s nemendum er kennaraverkföll standa yfir og sjúklingum er hópuppsagnir heilbrigðisstétta skella á. Einnig "tapa" saklaus flugfélög og farþegar þeirra er t.d flugumferðastjórar "mótmæla". Dáist enn og aftur að þeim sem gefast ekki upp þó uppnefndir séu ( Móður Náttúru til blessunar og þar með mannkyni öllu) , en hlúa ekki bara að eigin skinni....skil þó vel að þeir skýli skinninu í skjóli fyrir slagviðrum, ...ber vott um skynsemi.

Helga Birgisdóttir, 16.7.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband