Lent í Japan

Ótrúlegt en satt, ég er lent í Japan ósködduð eftir langt svefnlaust ferðalag. Japanir eru þvílíkir englar upp til hópa og gera bókstaflega allt til að hjálpa náunganum. Í fluginu frá Íslandi sat ég við hlið japanskrar konu sem bauð mér í heimsókn til heimaborgar sinnar í tvo daga!! Á Naredavelli í Tokio bauð kurteis japanskur maður mér bílfar inn í borgina, bauð upp á lunch á sushirestaurant, verslaði með mér hárþurrku og skutlaði mér síðan brosandi á lestarstöðina þar sem ég var á leið til Kyoto. Þar vantaði mig adressuna á hótelinu mínu. Ég leitaði aðstoðar hjá japanskri ungfrú sem talaði ekki stakt orð í ensku en samt fann hún leigubíl fyrir mig, fór MEÐ MÉR í honum þrátt fyrir hávær mótmæli mín , leitaði að hótelinu (ásamt úrillum leigubílstjóra) og fylgdi mér alla leið upp á HÓTELHERBERGI...brosandi og auðmjúk án þess að þiggja krónu fyrir !!! geri aðrir betur. Það margborgaði sig greinilega fyrir mig að biðja bænirnar mínar (:
Ferðin byrjar alveg dásamlega og lofar góðu um framhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aldeilis gaman hjá þér. Kveðja.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 14:51

2 identicon

Mikið er gott að þetta byrjar svona vel hjá þér, ég vissi það svo sem. Þetta verður fullkomin ferð fyrst hún byrjar svona vel. Hafðu það sem allra, allra best.

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:09

3 identicon

Var ég ekki búin að segja þér þetta? Með opnum hug kemst maður langt og með opin augu hittir maður englana sína

Við Askur erum orðin ansi heimavön og litla skottan mín marg-búin að moka snjóinn af öllum tröppum og pöllum á lóðinni! Okkur líður rosalega vel í slotinu og ég er hálfnuð með fyrstu bókina. Gangi þér áfram vel

Laigjandinn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:32

4 identicon

Gott að ekki fór meiri orka en þetta í ferðalagið. Þú getur þá nýtt hana á vinnustofunni. Gangi þér vel í framhaldinu.

Sigga (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:13

5 identicon

Oh Helga, ég ljóma öll, þetta er sko mitt fólk, yndislegt upp til hópa, hjálpsamt á við engla.. Mér líður eins og þú sért að hrósa börnunum mínum, ég er svo mikil japanselskandi. Ég er óskaplega fegin að ferðin gekk svona vel, ég brjálaðist úr hlátri að lesa um karlinn sem skutlaði þér og bauð í lunch!!! Ekki einu sinni ég á 7 ár varð fyrir þvílíku láni!!! Englarnir eru sko allir með þér Helga mín, þetta á eftir að vera yndislegt ferðalag. Skrifa meira seinna, takk fyrir mailinn, þín Beggamas (nú skilurðu beggamas... japönsk ending.. Aftur: GAMBATE KUDASI!

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:17

6 identicon

Ég er svo ánægð að heyra að þú ert komin á leiðarenda elsku mamma :)

Og ég sé að þú ert bara strax farin að finna þig þarna..... guði sé lof :)

Tara Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:05

7 identicon

Hæ Helga.

Ég var alveg sannfærð um að ferðalagið þitt yrði eitthvað á þessa leið... þú veist að þú ert ein af dekurrófunum og færð það sem þú þarfnast hverju sinni.Mér hlýnaði allri við að lesa ferðasöguna þína.

Ég hugsa til þín, og fylgist með ævintýri þínu hér.

Hjartans knús

Habba

Hrafnhildur Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband