Allt tekur enda

Á morgun líkur dvöl minni hér ..Tveir og hálfur mánuður að baki á The Shigaraki Center Cultural Park...mæli með staðnum. Var leist út með plaggi sem ég ramma inn hið fyrsta. Næstum því orðin fræg... fréttablað eitt mætti um daginn og myndaði mig við skítuga vinnuborðið mitt ásamt kollegum mínum. Ekki hugmynd þó hvort það hefur verið birtingarhæft .  Hef hvorki orðið mér né þjóð minni til skammar að ég held. Amk. virist áhugi mikill að heimsækja landið okkur ylhýra eftir kynningu mína  sem ég hélt um daginn fyrir nærri 100 manns ! Sýndi að sjálfsögðu myndir af fossum,  jöklum og norðurljósum. Taldi upp það sem við eigum sameiginlegt með Japan s.s. kúluskitinn (í Mývatni) eldfjöll, jarðskjálfta og hot springs !!Einnig tókst mér að snara fram  mynd af nokkrum bleikum blómum í hrjóstugum jarðvegi á Snæfellsnesi...okkar "cherryblossoms" ...gerði góða lukku og margir á leið í heimsókn!

Sama dag var opnun á ansi forvitnilegri líffærasýningu sem Trees frá Belgíu átti heiðurinn að með dyggri aðstoð síns ástkæra eiginmanns. Ég fékk að gjöf nýjar tær ..bara þrjár og ansi gráar að vísu, en gætu komið sér vel er ég fer að þramma um í Tokyo næstu daga. Að kveldi sýningardagsins fórum við á djammið með japanise style !! ...mikið fjör ..mikið gaman (: 

Kveð að sinni

Oyasumi nasaii

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ frabæra Helga þu ert aldeilis buin að gera flotta hluti þarna eg trui þvi varla að þu sert buin að vera allan þennan tima þetta liður svo fljott. heðan er allt flott að fretta eg var a Eyrabakka miðvikudag og fimmtudag i húsinu henna Auðar i frabæru veðri .Eg vona að þu njotir þin i Tokyo og hlakka mikið til að sja þig og frabæru hlutina sem þu ert buinn að vera að gera goða ferð og njottu afram i botn knussss kv,Hanna

Hanna Helgadottir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:45

2 identicon

..... og annað tekur við. Hlakka til að sjá þig. Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:15

3 identicon

Frábært að það skuli hafa heppnast svona vel ferðalagið þitt!

Ég skal skila vel af mér hér eftir yndislega dvöl sem hefur markað agerlega nýja stefnu í mínu lífi......  Eins og þú verð ég að vissu leiti glöð að komast í mitt aftur, hefði þó ekki viljað sleppa þessum tíma í Skipasundinu yndislega!

Er orðin fimmtánföld "amma" (hunda) þar sem erfðaprinsinn varð tólffaldur pabbi á hvítasunnudag! Plús svo þessir þrír sem eru hér undir koddanum mínum ;o)

Góða ferð heim Helga mín, við sjáumst hressar og kátar! Endilega hafðu í huga að nammið allt sem var hér um alla íbúð er komið í hina og þessa maga..... Svo fríhöfnin *hint*

Leigjandinn (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:10

4 identicon

Sæl Helga mín.

Ég vildi bara óska þér góðrar heimferðar með viðkomu í Kaupmannahöfn.  Hafið þið það gott þið tvær og ég hlakka til að sjá þig aftur. 

 Kveðja  Arna

Arna Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband