Temeistari - framtíðarstarf mitt ?

Svei mér þá ef ég verð ekki orðin fræg í Japan eftir smá æfingu í viðbót ! Í gærkveldi var mér rétt það sem til þurfti til að blanda "eðal - alvöru TE" ,...og þá meina ég skærgræna púðurblöndu, undurfagran písk úr bambus, heitt vatn (ekki láta sjóða) og alvöru tebolla ( tekur hálfan líter ! ) sem einn japansgæinn rennir hér úr leir. Hann blandaði svo te fyrir mig með þessum græjum og svo átti ég að "gera eins" fyrir hann ...hm!! Mér leið eins og ætti að afmeyja mig ....en viti menn mér tókst glæsilega upp með pískinn - gerði þetta líka freyðandi græna te ..og japanarnir bara göptu - og vildu slá mig til meistara. Þykir voðaflott að vera japanskur temeistari, ....vonandi betur borgað en hjúkku- og artistastarfið.
Mér er líka orðið svo tamt að bugta mig og beygja í allar áttir, snúa skálunum á alla kanta ,...skálarnar eiga að vera óreglulegar ( ekki þó ólögulegar ) i formi og þú snýrð þinni skál með báðum höndum og 100% athygli.. þar til þú finnur þá hlið sem þér þykir sætust, þá máttu súpa á .......í algjöru algleymi ...ef algleymi er til !!!

Á morgun fer ég aftur í sturtu og í betri fötin. Tilefnið er opnum keramiksýningar þýsks manns sem hér er staddur. Sýningin verður í flotta nútímalistasafninu á hæðinni hér fyrir ofan sem hefur verið lokað til þessa.
Þarf ekki að taka hjólið - bara labba upp 300 tröppur !! :)
Hlakka mikið til að sleppa út - og skvetta úr klaufunum,.....eins og kýr að vori !!

Oyasumi nasai..sem þýðir góða nótt

Gegga geisa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel af sér vikið, temeistari. Hér er líka vor í lofti - sól og 4 stiga hiti. Einhver víbringur í loftinu sem erfitt er að lýsa. Gæti hljómað svona í fréttum morgundagsins: Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt og allar fangageymslur fullar. Segi ekki meir. Stefnum á Skypið á sunnudaginn. Eigðu góða helgi, temeistari.

Gling Gló

o.bjork (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:50

2 identicon

Hæ hæ Helga, gaman að fylgjast með þér á framandi slóðum....jiiiiii þetta hlýtur að vera dásemd, eitthvað ekta fyrir þig. Hlakka til að koma í kósý eldhúsið þitt á vormánuðum og bragða á alvöru tei a la Helga teMeistari. Njóttu esskan :)

Milla Snilla (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:14

3 identicon

Hæ hæ  gella flott blogg þú ert æðislegur penni. Gaman að fylgjast með þér. Ég er í heimsókn hjá sjúklingnum okkar. Hanna er búin að ver með flensu í viku og ég er að gera tilraun til að hressa upp á hana. Hér nálgast vorið einstaklega fallegt veður, norðanátt með stjörnubjörtum himni og norðurljósum. Segðu japönunum frá því þeim finnst norðurljós það flottasta sem til er. Höfum það mjög gott en söknum þín rosa. okkur vantar að vísu einhverja sexý hvatningu engar bleikar gröfur hér. Farðu vel með þig og komdu þér út úr leginu. Aðdáandinn þinn skilar kveðju. Knús

hanna helgadottir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:26

4 identicon

Hæ hæ  gella flott blogg þú ert æðislegur penni. Gaman að fylgjast með þér. Ég er í heimsókn hjá sjúklingnum okkar. Hanna er búin að ver með flensu í viku og ég er að gera tilraun til að hressa upp á hana. Hér nálgast vorið einstaklega fallegt veður, norðanátt með stjörnubjörtum himni og norðurljósum. Segðu japönunum frá því þeim finnst norðurljós það flottasta sem til er. Höfum það mjög gott en söknum þín rosa. okkur vantar að vísu einhverja sexý hvatningu engar bleikar gröfur hér. Farðu vel með þig og komdu þér út úr leginu. Aðdáandinn þinn skilar kveðju. KnúsRagnheiður og Hanna

hanna helgadottir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:43

5 identicon

hæ elsku dúllan mín... ég irði svakalega sætur á svona bleikri og blári gröfu í sveitini,enn bleykt og blátt er þú veist mjög vinnsælt hér heima hjá ákveðnum hóp,sem ég tilheiri ekki,nema þegar þú ert nálagt mér...he,he..ég er á leðina í mína sveit á morgun og verð þar með tröllum og vættum,sem búa þar og hlakka til að lesa meira frá þér þegar ég kem til baka og hafðu það sem allra best áfram og ég hugsa enn hlítt til þín og dauðöfunda grjónapunginn þinn....sæo nara....

sverrir sæti (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:00

6 identicon

300 tröppur... jahá...

Tara (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 01:30

7 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Ertu orðinn algjör sveitalubbi Sverrir minn ? - alltaf verið þinn draumur veit ég (:

Vona bara að tröllin tryllist ekki vegna alls rusksins sem þú kemur til með að valda.

Vil þinn pung miklu fremur en grjónann... bæði mýkri og viðráðanlegri í bóli !!

Miss you too !!!!! ..Geisan

Helga Birgisdóttir, 17.3.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband