Sexý gröfur

Mikið eru þær sætar gröfurnar hér í götunni - FJÓLUBLÁAR OG BLEIKAR (sjá mynd) .....Sverrir minn yrði alveg sjúkur ef hann sæi þær !! Já sinn er siður í landi hverju, hér eru bleikar gröfur, fólk gengur á strætum úti með maska fyrir vitum - án þess að fíla sig fábjána, ...og svo þykir virkilega dónalegt að sötra ekki duglega á núðlusúpunni sinni.
Ég er orðin nánast eins og innfædd með prjónana - gæti gripið grjón á lofti á góðum degi !!.... var nærri búin að kaupa mér ferðaprjónasett í gær ....agalega hentugt !
Ég komst í alsælu í dag er ég uppgötvaði kaffihús/restaurant hér upp á dásamlegu hæðinni fyrir ofan mig... þangað get ég skotist í vinnugallanum - setið úti og sötrað mitt kaffilatte - og horft á geðveikislega flott útsýni (:
Hér eru líka hollt og hæðir þakin listaverkum sem er hreint himnaríki fyrir mig.
Bendi ferðalöngum framtíðarinnar á að hér tekur enginn creditcard - just cash....og er ég fór í hraðbanka í dag þá gat ég einungis fengið 10.000 yen í einni úttekt sem samsvarar rúml.6000 kr í isl.- og borga 1000 yen fyrir hverja úttekt !!! Þó japanir steli aldrei þá er þetta nú ekkert nema hreinn þjófnaður !! ): ....en enginn er fullkominn.
Keypti mér ALVÖRU KODDA í dag - loksins er ég var farin að venjast grjónakubbnum. Ætla nú að vígja hann með sæmd (:

Good night/oyasumi nasai/góða nótt

Gegga geisa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá töff gröfur :):)

Tara Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:30

2 identicon

he...hm..."sexy gröfur" og þú ekki búin að vera lengur en þetta ein..verður forvitnilegt að sjá hvaða augum þú lýtur "hlutina" í restina á dvöl þinni í landinu...trúi því að Sverrir gleðjist..

Annars er frábært að sjá hvað þú ert flink í að aðlagast öllu nýju sem á vegi þínum verður, og hefur svo sannarlega sýnt að þú getur stokkið út í djúpu með blindefold með mjúkri og fallegri lendingu.

Mér er hugsað til þín á degi hverjum þegar ég horfi á meistaraverk þitt á vegg hjá mér, og myndin sogar mig víða með sér... svo djúp og falleg.

Hjartans knús....

Habba

Hrafnhildur Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Það yrði aldeilis uppi á honum Sverri mínum typpið er hann liti þessar sexý gröfur ( hans grafa líkist mest gulum páskaunga ) - ...ekki á mér, enda ekki mínir litir ...en mínir menn gröfustjórarnir ....en uss ...ekki orð um það meir !

Fatta suddenly að auðvitað hreyfir guli unginn við mínum manni -... hann er náttúrulegur eins og aðrir karlmenn - allt stækkar er sest er undir stýri (:

Helga Birgisdóttir, 12.3.2008 kl. 13:13

4 identicon

Góðan daginn Helga mín, eða kvöldið, kl er hálf 11 hjá þér.. reyndi að hringja í þig að gamni, það er s.s. enginn dáinn, ég var bara að spá í hvort þér væri ennþá kalt, hvort þú vildir flíspeysu í póstinum.. Japaninn sem ég talaði við sagði mér annars að þú værir út á djamminu eina ferðina enn, spurði mig hvort allar konur á Íslandi væru svona hressar og fagrar! Nei nei, japanskan mín er ekki alveg svona góð en það er ótrúlegt hvað skilst með fáum orðum.. hann sem sagt fann þig ekki... sagði ekkert um djamm.. Við förum til Berlínar og Austurríkis í fyrramálið, Sunna mín kemur því miður ekki, fékk vinnu í 1 mánuð í London.. Kemst nú samt í tölvu út, verð í banki Helga mín, þín B.

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:39

5 identicon

Elsku Helga!

Var í Þjóðleikhúsinu að horfa á æfingu með bekknum úr Snælandsskóla. Nei ekki á sviðinu ennþá en næst verð ég að leika þar:-) Gott að þú ert búin að finna kaffi latte stað. Ég man þessa tilfinningu þegar maður situr á ókunnum stað með kaffibollan og horfir á útsýnið. Nú fer að nálgast Puerto Rico og ég á leið niður í banka að fá yfirdrátt....

Knús og kossar. (Synd að geta ekki faðmað þessa Japani. Þú verður komin úr æfingu þegar þú kemur heim)

Ólöf

Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:06

6 identicon

Gaman að lesa hvað gengur vel! Hér er allt í blóma, er með laghentan mann í nokkuð reglulegum heimsóknum. Honum finnst ekki gott að vaska upp svona ljóslaust og planar ljós undir skápinn yfir vaskinn! Ef þú vilt ekki þannig er nú lag að láta vita! Hann er búinn að laga viftuna á baðinu og ætlar að setja nýja snúru í borðlampann með glerkúplinum, svona snúru með slökkvara..... eitthvað var hann að skoða takkana á viftunni yfir eldavélinni, veit ekki alveg hvert planið er þar. Sumsé okkur líður alveg ægilega vel hér!!!!Gangi þér áfram svona vel, njóttu virkilega! Ég samgleðst þér að lenda í þessari lífsreynslu, hún er ómetanleg!

leigjandinn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:41

7 identicon

Sæl systir,

ég er hreykin hvað þú ert klár með prjónana, þú getur þá sleppt þeim núna, var hrædd um að þú gætir ekkert gert þarna úti annað en haldið á prjónum. Elsku besta ekki venja þig á að sötra þú yrðir ekki vinsæl í matarboðum á Fróni þá. Ég og stelpurnar erum að skreppa til UK á föstudag, ætlum að kíkja til Systu og Co. fara á Mama mia og hafa það æðislega gott. Komum heim á miðvikudagskvöld, svo stutt ferð að það tekur þvi ekki að nefna það. Hafðu það sem allra best, fylgist með þér áfram.

kv.Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Helga Birgisdóttir

What a man ! - in my dreams að fá ljós í uppvaskið !! .. og takkarnir á viftunni -alltaf verið skíthrædd við þá . Allt sem hann vill gera fær hann að gera...svo verði hans vilji - Amen (:

Berglind mín... emailinn þinn vill ekki minn !! ):

Helga Birgisdóttir, 13.3.2008 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband