Svör til kennarans o.fl.

Hér kemur raforkan meira en 50% frá kjarnorku og restin úr kolum og vatnsorku. Hiti hér er um frostmark og jafnvel undir, snjóaði í dag!!! sem gerist aldrei á þessu svæði segja heimamenn.......hefði aldrei átt að gefa lopapeysuna mína í rauðakrossinn áður en ég lagði í hann. Er svo lítill ferðalangur að ég held alltaf að það sé sumar í "útlöndum".
Nú held ég mig innandyra og vinn út í eitt á studióinu .....til 22 á kvöldin ..enda er þar einna hlýjast þó þar byrji að kólna eftir kl 20 því þá taka þeir hitann af. Hér er heldur ekki mikið bæjarstuð eins og í Reykjavík, .... hef ekki fengið kaffi latte síðan í Kyoto á sunnudag ...nokkuð viss um að ég verði að lifa á þeim draumi næstu tvo mánuði.
Yfir vetrartímann er margt lokað hér t.d. galleríin.

Það eru ekki margir listamenn hér eins og stendur..miklu fleiri í staffinu enda er þetta gríðarstórt svæði með ruglingslegum byggingum og 100 hurðum svo ég prófa oft um 80 áður en ég ramba um þá réttu....rétt næ eldhúsið áður en sulturinn drepur mig. (setti inn mynd af svæðinu)
Hér eru aðallega japanir og kóreubúar, þó er ein finnsk og ein amerísk (þær tala ensku guði sé lof). Staffið talar aðallega japönsku og dálítið í bodylanguage sem ég er dugleg að kenna. ALLAR upplýsingar ALLSTAÐAR um allan bæ eru á táknmáli (þó ekki heyrnarlausra) meira að segja á kortinu sem sem við "útlendingarnir fengum af svæðinu " !!

Nágranni minn í studíóinu er japanskur karlmaður á miðjum aldri...örugglega ríkur og örugglega mjög frægur því hann er með tvo aðstoðarmenn, og fær 4x meira vinnupláss en við hin. Hann byggir úr leir nokkurra metra háar furðuskepnur og spurði mig er hann sá verkin mín hvort ég væri að gera model af fyrirhuguðum verkum....ég hef nú ekki alltaf kunnað mér svona hóf (: ....bara ef flutningskostnaðurinn væri ekki svona dj.hár !
Maðurinn talar enga ensku en færir mér af og til súkkulaðimola með brosi sem nær til augnanna. Í dag kom hann sem oftar með einn dökkan, staldraði nú við sem var nýtt og hrósaði verkunum mínum , sagði "exellent" og "very interesting ! "....ég náði þessum þremur orðum - varð náttúrulega rosa ánægð og á morgun gef ég honum Tópas.

Jæja þá er kominn tími að halla sér á grjónakubbinn ): ææ ....þyrfti að fara í bæjarferð og kaupa alvöru kodda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga min gaman að heyra hvað gengur vel og ekki verra að hafa nog af starfsliði Heðan er allt flott rigndi helling i gær svo snjorin er svo til farinn .Eg væri sko til i að vera komin til þin og tala sma bodylanguage væri eg ekki finn hjalpasveinn eins og gæinn er með farðu vel með þig og vonandi færðu nyjan kodda sem fyrst ... kyrjum fyrir þer  knussssssssssssssssssssss Hanna

Hanna Helgadottir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:35

2 identicon

Hæ systir, þú hefðir nú alveg getað sagt þér, miðað við fyrri reynslu, að það kæmi eitthvað tilbrigði af veðri sem ekki væri svo venjulegt.  Sæll!  En þú heldur bara áfram að leita að peysu eða pelsi. Ertu ekki búin að finna gott tehús eða fá þér gott sakhi (ekki viss hvernig það er skrifað)? Það ætti nú að ylja þér í kroppnum. Ertu með msn, ef svo, hvað er það þá? Hafðu það gott, ég vona að það fari að hlýna þín vegna, það er kominn mars það hlýtur bara að vera.

kv. Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:34

3 identicon

Góðan daginn skvís og velkomin á fætur.

Svo þú ert að upplifa harðasta vetur í manna minnum þarna hinu megin á hnettinum. Þú upplifir örugglega yndislegasta vor í kjölfar hans. Vel á minnst - latte- mig langaði í kaffihúsakaffi í kvöld og hugsaði: Hringi í Helgu en mundi svo....manneskjan er bara ekki á staðnum. Svona getur maður tekið hluti sem sjálfsagða. Það er eins og þegar blessað rafmagnið fer og maður hugsar sér að nýta tímann til að strauja.

Gaman að fá að fylgjast með þér í þessu framandi umhverfi.

Gnótt,

Lóló

o.Bjork (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Matta ég er ekki með msn, finnst nógu ótrúlegt að ég sé með blogg og skype ! ....fyrr skildi ég dauð liggja hugsaði ég fyrir stuttu. Er meira að segja að reyna við Powerpoint - lofa samt engu um árangurinn.

Lóló , já mikið væri ég til í einn Latte - fáum okkur á Starbuck í Kyotó- hann var hreinn draumur sem lifir í minningunni lengi, lengi, lengi ...nú renna saknaðartár ): ... annars er ótrúlegt hvað maður getur samt brosað án kaffibaranna.

Hanna þú værir frábær hjálparsveinn, væri líka gott að fá nudd á bakið meðan ég bogra við vinnuna. Tek þig með þegar ég verð orðin trilli eins og nágranni minn (:

Helga Birgisdóttir, 6.3.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband