Rafmagn í skömmtum

Gleður mitt hjarta hvað fólk er duglegt að svara, samskipti hér eru að mestu á bodylanguage a.m.k. við japanina og Kóreubúana. Þó eru tveir hér á bæ sem tala ensku og bjargar það félagsþörf minni frá skrælnun.
Fór í verslunarleiðangur með einum starfsmanna í dag að versla leir og aðrar nauðsynjar fyrir drullumallið - kom sér vel að vera góð í bodylanguage og gott að fá að æfa sig í þolinmæði - það sama á væntanlega við um hann (:

Nú sit ég við tölvuna í stað þess að leira því þeir ( þ.e. japanarnir, samkv. ferðahandbókinni minni eru það alltaf "þeir og hinir" fyrir þeim- líkt og vestmannaeyingar greina sig oft á tíðum frá öllum öðrum ) taka rafmagnið af studióunum á kvöldin - spara þessa gersemi sem við spreðum í allar áttir ! Sá samt að sumir gátu krækt sér í aukalampa og ég ætla að reyna slíkt hið sama á morgun þar sem ég er soddan (sorry málfarið ) workaholic. Ég er líka orðin úthvíld eftir að hafa sofið 14 klst. í einum dúr fyrstu nóttina hér á Shigaraki - þvílíkt sem ég var hissa - hélt lengi að úrið sneri öfugt og ég hefði farið á fætur kl 04 að nóttu - háttaði mig því aftur en sem betur fer fór sellan uppi í gang og upp ég reis um síðir. Þá dreif ég mig í þennan fína göngutúr áður en myrkrið skall á og sá hvað svæðið hér er meiriháttar - allt þakið listaverkum um hollt og hæðir og útsýnið dásamlegt.
Myndin sem fylgir nú er af kynjadýri Shigaraki sem kallast Tanuki og líkist brosandi birni en þó í ýmsum sérkennilegum útgáfum. Honum fylgir mikil gæfa og velgengni sem ég nýt nú til fulls (:

Berglind mín. Verð að leiðrétta þig með maskana. Allir japanir sem ég hef spurt og eru þeir margir segja skýringuna vera frjóofnæmi....sennilega er það orðið mun algengara nú en í den.
Annars verð ég að segja að hér er allt morandi af þér - af báðum kynjum. Fólk sem býður fram aðstoð sína brosandi - svo langt út fyrir allar væntingar (: Spurning hvort þú kenndir þeim eða þeir þér á sínum tíma ..en það skiptir ekki máli meðan við hin njótum góðs af (:

Hér er sem sagt allt frábært nema ansk. kuldinn. Ég hugsa mikið til allra hlýju peysanna sem ég skildi eftir ):
Er að reyna að kría út peysu hjá einhverjum góðviljuðum, en peysurnar eru eins og rafmagnið - ekki í boði.
Bless í bili....H


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn Helga mín,

Æ hvað það er gaman og gott að lesa textann þinn, að þessar elskur séu að hugsa vel um þig.. og ekki er verra að þér virðist líða vel og sért sátt. Ég verð að játa mig sigraða með grímurnar... og líklega fleira sem ég hef verið að bulla með, maður er svo viss og svo..:) Annars er mígandi rigning og ískalt á fróninu, eini munurinn er líklega sá að í Japan eru húsin ekki eins vel kynt og rakinn meiri svo ég finn til með þér! Úff kalt kalt.. Verð að muna að þetta er opið blog en ekki prívat e-mail.. þannig að ég ætla ekkert útí persónuleg hundleiðinleg smáatvik sem gerast í mínu daglega lífi, lífi sem snýst aðallega um hvort barnið sé búið að kúka í dag og hvernig teið er á danska (enn ekkert kaffi handa mér (veit ekki hvort ég á að setja broskall eða sorgmæddan kall)!!

Mikið samgleðst ég þér að vera í sveitinni í Japan, Tokyo er æði en ekki beint róandi.. og alls ekki gleyma böðunum, þú getur meira að segja farið á "public bathhouse", það ætti að vera eitt í hverju hverfi.. ógleymanleg lífsreynsla, og svo í ONZEN, lúxus bað/hótelin manstu.

Ég er mjög ánægð hérna með nýju tölvuna mína, opna hana glöð á hverjum degi og á örugglega eftir að vera dugleg að skrifa... skrifa e-mail næst! Kemstu inná helga@gegga.is?

Bless kex,

þín B.

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:53

2 identicon

Hæ sæta.

Þú væntanlega sofandi á þínu græna eyra á grjónapunginum - ég meinti koddanum - litla, harða. Talar upp úr svefninum bodylanguage. Vildi vera fluga á vegg. Hér er kvöldið ungt og ég á leiðinni í afmæli.

Smá japönskukennsla frá þér Berglind myndi ekki saka.

Domo, arrigatao...

Onzen, donzen,

Lóló

O.Bjork (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:13

3 identicon

Jæja grjónið mitt, það er gott hvað er allt er fínt, ég hélt nú samt að þú hefðir tekið með þér peysur. Þú hlýtur að detta niður á eina vonandi. Það er alltaf gott að sjá hvað margt er gott á Fróni eins og ljósabruðlið, hituð hús og heilsukoddar. Mikið eru Japanir viðkvæmir fyrir frjókornunum, af hverju ætli það sé? Getur það verið að allur þessi fjöldi séu með þetta? Hafðu það sem allra best.

kv.Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:18

4 identicon

Mamma mín... þú ert snilli... heyrðu.. lestu endilega póstinn þinn ég þarf að ná í þig á skype inu.. ! beið og beið í allan dag og svo sofnaði ég og ÞÁ komstu inná..
ég er strax farin að fá fráhvarfseinkenni af að hringja í mömmu mús :)

kv, Tara.

Tara Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:18

5 identicon

Gott að allt gengur vel hjá þér! Ég gramsaði smá í skápnum en fann ekki bleiku peysuna, hins vegar var dökk-mintu-græn og hlý ullarpeysa sem er eflaust síð á þér þó hún væri stutt á mér. Á eftir að finna skóna en geri það þegar ég kem úr vinnunni....  Vona að nú fari að hlýna hjá þér!

Við Askur erum orðin nokkuð heimavön og líður alveg svakalega vel í kotinu, yndislegt alveg!!!

Leigjandinn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband