3.3.2008 | 14:40
Dagur tvö
Hér í Japan er margt skrítið. Fólk gengur um með maska fyrir vitum á vorin eins og við íslendingar með trefla á veturna. Annar hver japani virðist vera með frjóofnæmi og þetta er óbrigðult húsráð segja þeir. Ég reyndi að festa þetta fyrirbæri á filmu án þess að móðga og vonandi sjáið þið þessa hvítu fallegu maska skýrt á myndunum, minnir mig á síðustu öld er ég vann á spítalanum.
Ég bendi vinum og vandamönnum á að Nokiasíminn minn er réttindalaus hér í Japan (var meira að segja með tvo) og ekki fékk ég leyfi fyrir að kaupa mér síma er ég hafði haft fyrir því að finna símaverslun í Tokio ... vantaði ID,...jæja þá spara ég allavegna þann kostnað (:
Ég kom til Shigaraki í gær og verð hér næstu tvo mánuði að vinna við list mína á The Shigaraki Ceramic Cultural Park þar sem listamenn af ýmsum þjóðernum dvelja um lengri eða skemmri tíma. Enginn af hinum listamönnunum þekkti Ísland en þegar ég benti á það á landakortinu í eldhúsinu þá var hrópað upp af kóreiskum gæja ..Björk ofcourse !! ....sú er fræg...verst að ég þekki hana ekki persónulega.
Það er heldur að hitna í herberginu mínu svo ég sleppi úlpunni í nótt. Ætla nú að henda mér á harðan grjónapúðann sem þeir kalla kodda, hann er lítill eins og margt annað hér á bæ ... ef heili minn væri stærri næði hann út fyrir. Sennilega er hann hannaður til að skemma ekki fínu greiðsluna mína líkt og trékubbarnir sem geisurnar sváfu á í den.
Bless í bili...H
Ég bendi vinum og vandamönnum á að Nokiasíminn minn er réttindalaus hér í Japan (var meira að segja með tvo) og ekki fékk ég leyfi fyrir að kaupa mér síma er ég hafði haft fyrir því að finna símaverslun í Tokio ... vantaði ID,...jæja þá spara ég allavegna þann kostnað (:
Ég kom til Shigaraki í gær og verð hér næstu tvo mánuði að vinna við list mína á The Shigaraki Ceramic Cultural Park þar sem listamenn af ýmsum þjóðernum dvelja um lengri eða skemmri tíma. Enginn af hinum listamönnunum þekkti Ísland en þegar ég benti á það á landakortinu í eldhúsinu þá var hrópað upp af kóreiskum gæja ..Björk ofcourse !! ....sú er fræg...verst að ég þekki hana ekki persónulega.
Það er heldur að hitna í herberginu mínu svo ég sleppi úlpunni í nótt. Ætla nú að henda mér á harðan grjónapúðann sem þeir kalla kodda, hann er lítill eins og margt annað hér á bæ ... ef heili minn væri stærri næði hann út fyrir. Sennilega er hann hannaður til að skemma ekki fínu greiðsluna mína líkt og trékubbarnir sem geisurnar sváfu á í den.
Bless í bili...H
Athugasemdir
Sæl Helga mín.
Þú ert greinilega velkomin og japönum er ekki fisjað saman í gestrisni.
Mín bara tæknivædd, komnar myndir og allt - glæsilegt.
Mínar bestu, bestu kveðjur frá Íslandinu.
Ó. Björk
O.Bjork (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:40
Hi sæta kona!
Gaman að sjá fréttirnar frá þér. Við Tara keyrðum fram hjá einum Asískum á Skólavörðustígnum með grímu eða maska. Ég hélt að honum væri kalt en Tara staðhæfði að hann væri bara hræddur við mengun. Hún og Baldur hefðu séð hópana í London með svona grímur.
Jæja en Japanir hafa haldið innreið í Ísland eftir að þú ákvaðst að fara til Japans. Svona skiptiandar eða þannig. Glöð að allt hefur gengið vel á leiðinni og vona að hitni hjá þér og grjónakoddarnir venjist vel.
Kem með frekari athugasemdir fljótlega:-)
Knús
Ólöf hin
Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:52
Hæ systir það er nú aldeilis gott að þú ert komin á áfangastað og allt gekk vonum framar. Nú er bara að njóta listarinnar og líka þess að vera frekar há í loftinu. Skil ekki þetta með símann er ekki nóg að sýna skilríki? Hafðu það sem allra, allra best,
bestu kveðjur, Matta
Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:53
Hæ aftur Helga mín,
Verð að fræða þig um mína útgáfu af grímunum góðu, hún er sú að fólk er með kvef og vill ekki smita aðra..!! Ég er að segja þér það, þetta fólk er dásamlega tillitsamt!! Bless kex, Berglind
berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.