5.5.2008 | 13:12
Á deiti með japanise guy
Já það var þá aldrei að einhver færi ekki að gera hosur sínar grænar ...enda allt hér í stíl við græna teið . Ónefndur japanskur gaur kíkti á "sjóið" mitt og var svo hrifinn að hann bauð mér í sightseen í dag til næsta bæjar... að skoða meira potteri !!... og ég gjörsamlega að drukkna í því hér í bæ !...Þáði þó boðið vegna leiða og vonaði bara að maðurinn héldi sér á mottunni ...sem var ansi skítug í bíldruslunni hans. Fengum okkur kaffi á leiðinni ...úr sjálfsala - ekki rómantískt og eins gott. Svo kveikti hann í rettu og mín fékk hóstakast á sama augnabliki þar sem kaffið skolaðist eitthvað öfugt niður ...greyið misskildi og fleygði rettunni með hraði út um gluggann . Gaurinn bara voða kurteis og kunni einstaka orð í ensku svo við gátum brosað til skiptis og stundum jafnvel saman. Útlitið "virtist" alveg þokkalegt en ég gætti þess að geyma gleraugun í veskinu allan tímann !....en hláturinn - eins og í Eiríki Fjalar eftir lélegan brandara !!!...snörlandi á innsoginu "með látum" ...ég bað til guðs um að ég gæti leynt óþoli mínu ( vill ekki segja ímugust) svo vel færi og gefið manninum gleðilegan dag í anda kærleika og umburðalyndis....tók virkilega á enda lélegur leikari á ferð. Leið verr er hann fór að kaupa gjafir handa mér í "potteríunum"... fór í kleinu og brosið fraus Síðan vildi hann bjóða mér í "food" sem ég var nú ekkert sérlega æst í og bað því guð um að redda mér !!..sem hann og gerði , því við reyndum 4 restauranta - allir lokaðir !!- miracles can happen !
Eftir þessa frásögn kann ég ekki við að senda mynd af þessum annars yndislega manni ..ef einhver ykkar skildi þekkja hann.
Athugasemdir
Ég var nú liggur við bara orðin öfundsjúk fyrir hönd Sverris!!
en svo sá ég textann sem stóð undir myndinni ,,að hann reyndi ekki einu sinni við þig"
....svo ég er róleg :) og örugglega líka Sverrir!
Tara litla (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:37
Elsku Helga!
Það var nú eins gott að maðurinn hló á innsoginu og reykti í þokkabót og átti skítugan bíl. Gæti ekki hugsað mér að þú færir að setjast að í Japan þó ég myndi örugglega nota tækifærið og koma í heimsókn.
Já Sverri er örugglega létt líka.
Var að koma úr kaffihúsadeiti með Kraftaverkaliðinu og yndislegustu konu veraldar. Mata er svo skemmtileg og með svo stórt hjarta. Fólk fellur í stafi þegar hún er nálægt.
Knús!
Ólöf
Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:27
Hæ, ég er viðhengi leigjandans, verð bara að senda þér kveðju a.m.k. einu sinni. Ég hef litla stjórn á mér, og fikta í allskonar hlutum heima hjá þér. T.d. lampanum í svefnherberginu, sem Kolla gat aldrei kveikt eða slökkt almennilega á. Ég sá strax að hann var með breskri kló. og hélt að þetta tjalladót væri eitthvað að klikka. Svo fannst mér grunsamlegt að það væri enginn rofi á lampanum. Fór auðvitað í Húsasmiðjuna og keypti lampasnúru með rofa, og skipti um í snarhasti. En ekki vildi lampinn virka þrátt fyrir það, svo mér féll allur ketill í eld, og sá fram á að þurfa að að rífa fatninguna upp úr lampanum og skipta um allt heila galleríið. Þá rak ég augun í miða neðan á lampanum, sem stóð á "TOUCH LAMP" Ég trúði þessu náttúrulega ekki, en prófaði samt, og viti menn. Þetta er galdralampi, sem hægt er að stilla birtumagnið, og kveikja og slökkva með því að snerta hann. Ég hef aldrei séð svona áður. Þetta er líklega bannað á Íslandi, vegna þess hvernig þetta virkar, þ.e. jarðsambandið sem fæst við snertinguna, er notað til þess að kveikja færsluna. Svoleiðis samþykkja ekki reglugerðarsnatar hins opinbera í öryggis og fyrirhyggjuríkinu. Ég sit núna fram á nótt, með lampann, uppi í rúmi, að kveikja og slökkva, og þakka forsjoninni fyrir að ég skyldi ekki tæta hann í sundur. Ja, þvílík hamingja... bestu kveðjur til Japan, úr Skipasundinu.
Sayonara, geingi deska, arrive dersi.....o.s.frv.
Viðhengið (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:15
Hæ systir, það er aldeilis að það gerast hlutirnir hjá þér, eins gott að það styttist í heimkomu hjá þér. Takk fyrir kortið, rosa flott, til hamingju með sýninguna, efast ekki um að hún sé flott. Allt gott að frétta hér þegar sumarið er að kíkja undan vetri, það lifnar allt við, þó ekki séu hlutirnir bleikir hér, hjá hamingjusömustu þjóð í heimi, eins og í landi litla fólksins. Þetta eru svo flott og skemmtileg skrif hjá þér að þú gætir kannski gefið út ferðabók, þú leynir á þér. En njóttu alls meðan þú ert þarna, festu sem mest í minni eða kannski öruggara á setja sem mest á stafrænt.
Bestu kveðjur, Matta
Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:24
Sælt viðhengi og takk fyrir skemmtilega kveðju. Gott að þú ert ekki viðhald ..þótt þú sjáir um það í slotinu mínu heyri ég... ekkert gleður mig eins mikið, og spurning hvort þú fáir nokkuð að fara ! ...Betra er að vera stjórnlaus en rafmagnslaus !..og endilega haltu þig þar...vantar td. sturtuaðstöðu í baðið ( smágrín með alvörutón þó) Hafið það sem mest huggó áfram . Bestu kveðjur...geisan
Helga Birgisdóttir, 6.5.2008 kl. 13:31
Hæ Helga mín,
Takk fyrir kire kortið.. verð að fara að senda kortin 2 og harðfiskinn góða sem húkir í skottinu hjá mér.. Já Japanir sem eru svo snyrtilegir yfir höfuð.. þú hefur hitt á þann eina sem ekki þrífur með eyrnapinnum! ( yeah, right) Gott að það er gaman, mig grunar að þú sért komin í aðdáendaklúbbinn "I love Japan" sem ég er búin að vera meðlimur í í fjölda ára! Annars er hugmyndin um bók algjör snilld.. nú eða grein í morgunblaðið! Ég er ekkert að grínast með þetta, sunnudagsmogginn yrði því skemmtilegri lesning! knús frá Snæfellsnesfara og tilvonandi Egilsstaðafara.. Bless kex, Berglind
Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:17
heyyyy þetta er töfralampinn minn sem er frá ameríku!!!
Tara litla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:19
Hæ hæ Helga okkar, takk kærlega fyrir kortin. Æðislegt að fá svona fínt í póstkassann, tilbreytni frá gluggapóstinum ;).
Vildi að við hefðum komist á sýninguna þína, það hefði ekki verið leiðinlegt að fara til Japan á listasýningu. Flott hjá þér, svona bleikt og fínt.
Hauki leist nú ekkert á þetta deit þitt með japönskum gaur, að þú værir búin að koma þér í einhver vandræði þarna úti. EN mikill léttir að þetta var bara saga hehe.
Gaman að lesa síðuna þína, þú ert mjög skemmtilegur penni.
Kær kveðja Guðríður og Hauksi bróðir
Guðríður Magndís og Haukur Örn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.