...So let´s stick together !

Opnaði sýningu mína "...So let´s stick together" í gær með kampavíni og látum.  Gestafjöldinn  sló öll met enda góðar veitingar í boði...íslenskur harðfiskur, vínber og súkkulaði...útlenskt þó. Í tilefni dagsins fór mín í sparigallann ..."þykistukimóna" - íslenska hönnun í japönskum stíl ! Veðrið var þokkalegt ... eins gott því celebrationin var úti undir beru lofti þó verkin væru innandyra. Jafnvel "aðalbossinn " á staðnum mætti í sparigallanum og brosti mikið ...hvað sem það nú þýðir, en hann talar ekki stakt orð utan táknmálsins.

Hefði nú gjarna viljað hafa íslenska vini og vandamenn ... skil illa í þeim að mæta ekki...kannski næst !  Smásýnishorn læt ég fljóta hér með á blogginu fyrir forvitna í sárabætur. Um kvöldið var svo slegið upp heljarinnar dinnerpartý og aðalbossinn mætti í kitcenið og dúllaði sér við að elda þennan líka hrikalega flotta en bragðvonda fisk sem hann skar niður í w.c pappírsþunnar ræmur...hafði foodmagasin meðferðis og gerði "eins og á myndinni" ...vel meint ..og ber að virða það.

Núlíðandi vika er kölluð "golden week" og er þá margt af litla fólkinu í  fríi og mikið um ferðalög. Rigningin tók sér líka frí ... heppilegt ! ... og skall á þetta líka majorkaveður - 27 stiga hiti  og sól í dag Smile ...mín skveraði sér med det samme úr gallanum og lagðist í "notalegt" sólbað sem breyttist innan 5 mínútna í hrikalegt svitabað...þoldi ekki við, enda sólin glóandi efst á himninum, eins og tunglið á kvöldin. Ákvað í staðinn að fara í menningarreisu með vinum mínum og skoða Miomuseum ... stórt, frægt og  gasalega sérstakt ( sami arkitekt og Luvre..örugglega vitlaust skrifað.. safnið í París ) . Okkur bent á af "góðu" fólki að  auðveldast væri að taka "kogenbussinn" ...sem við biðum  bara í 2 klst eftir  !! W00t...steinhætt að gera grín að  japanise womens með  sólarumbrellur.  Er við loks komumst á áfangastað, útbrunnin og næringarlaus settumst við á restaurant til að snæða...gleymdumst af þjóninum sem bað okkur innilega afsökunar  er hann loksins mætti með grænu tetertuna.  Áttum þó heila klst. til að skoða allt heila safnagillið áður en lokað var á nebbann á okkur.  Biðum  líka dágóða stund eftir kogenbussinum er haldið var heim á leið ... okkur þá  sagt  hann kæmi ekki !...tókum þá taxa með hanskaklæddum driver og borguðum á mann sem samsvaraði einu busgjaldi !!!!...reynslan kennir manni... oftast of seint!

Sem sagt dýrðarinnar dagur ....með von um vor í sinni !

Oyasumi nasaii 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis flott hja ther!!! Er a netkaffi og leit tha audvitad vid hja ther. Vorid kom i gaer her i henni London. Hlakka til ad sja thig i henni Koben. Skipulagning i gangi.

Lots of love from London

Lolo

o.bjork (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:24

2 identicon

Til hamingju elsku Helga!

Ég sé að þú ert að endurfæðast þarna í Japan. Býð bara eftir barninu :-) Flott hjá þér. Ég er nýkomin af hugleiðsludegi í Bláfjöllum og svo er Mazzarate eða Mata komin með 3 með sér svo það er andleg vika framundan hjá mér. Ætli ég endurfæðist ekki aftur. Mér leið eins og endurfæddri eftir Puerto Rico og nú kemur dýrðin til Íslands. Ég nýbúin að leika löggu í sjónvarpsþætti sem verður í haust og heitir Svartir englar. Ég var semsagt einn svartur engill og passaði nýfætt barn glæpakvendisins.

Flærnar hafa yfirgefið mig og er ég nú ekkert hrygg yfir því skal ég segja þér.

Gott að veðrið er að batna hjá þér. Hér hefur verið Gluggaveður en stundum verið heitt í skjóli...

skrifa meira fljótt.

Knús

Ólöf

Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:49

3 identicon

Hæ Helga

Til hamingju með sýninguna, jibbí jei!!!!

Ég sé á umfanginu að þú hefur sko ekki slegið slöku við í vinnu! Það væri gaman að fá að skoða þetta í návígi því ég sé að það eru fullt af litlum smáatriðum sem sjást svo illa á myndunum. Forvitnileg t.d þessi litlu dökku verk á neðstu myndinni. Ætlarðu að vinna meira á verkstæðinu eða kannski að leggjast í lífsins lystisemdir og ferðalög? Úúúúúúú

Til hamingju aftur og góða skemmtun, gaman að fylgjast með þér á blogginu.

Góðar kveðjur, Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Takk fyrir góðar hamingjuóskir !! .  Já það tókst bara vel til með sýninguna...hef unnið mikið  og ekki helmingurinn af afrakstrinum komst með í "sjóið" svo vel færi !...og ég er enn að ! Yfirgef svæðið 12 maí og fer þá til Tokyo...ein að væflast í ævintýraferð þar til ég flýg til köben þann 15. ...kem heim 19 maí..og hlakka rosalega til að hitta alla.

Helga Birgisdóttir, 5.5.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband