Geishuskólinn

Lagði inn umsókn í Geishuskólann í Kyoto...sem er nú enginn venjulegur skóli. Langar að verða maiko ..þ.e. lærlingur sem tekur aðeins fimm ár. Ansi erfið þó er mér sagt - byrja 6 á morgnana að læra traditional söng (sem er nú frekar leiðingjarn), dans - án þess að detta - á mjög svo sérkennilegum fótabúnaði,  spilun á þriggjastrengja "gítar" ...að ógleymdri teserimóniu - þar er ég sterkust á svellinu. Á kvöldin eru það svo "partíin" þar sem  maður þjálfast í samræðusnilli við einmana kalla. þvílíkur  skemmtikraftur sem ég gæti orðið og eftirsótt..Laddi myndi blikna í samanburðinum. Verst er að þetta er púl frá kl 06 til miðnættis alla daga  og einungis einn frídagur á 3 mán. fresti !....fegin að hafa þjálfað þrælslundina  á þessum tveimur mán. hér á ceramiccentrinu í Shigaraki!! Heppin  líka að vera fit og í góðu formi  þar sem dressið sem ég þarf að bera  samanstendur af amk. þremur kimónóum og tveimur obium (stóru slaufunni á bakinu ) - vigtar um 7 kg ! Verst er að eftirspurnin er að minnka, menn virðast fremur  kjósa karokískemmtun sem er mjög "in" í dag eða bara fara á barinn til að spjalla...ekki skrýtið þar sem kostar um 80.000 yen á mann að fá alvöru geishu  með dinnernum , þ.e geiko ( child of the arts) en ekki  einhverja onsen mellu!   Geishufjöldinn í japan hefur hrunið úr 80.000 stk.  frá 1928 niður í 1000 í dag...hættuleg þróun !... Verð að hugsa málið betur.

Annað er líka að ég er sólarfíkill og samræmist það illa geishulúkkinu þar sem "föla facið" þykir mjög smart ! ...enda ganga japanskar konur með "regnhlífar" ...eða réttara sagt sólhlífar um leið og sú gula glennir sig. Hugsa sér ...annað hvort með regnhlíf eða sólhlíf...aldrei hægt að slaka á arminum. Sólhlífarnar eru vita skuld mjög krúttlegar með blúndum og freistandi að fjárfesta í einni slíkri ef sólin skildi nú skína á sautjándanum í sumar.  

 

Oyasumi nasai 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín.

Neiiiiiiii láttu  þér ekki detta  það í hug að gerast geisa, því að það er ábygilega hundleiðilegt,á ekki við þig það er miklu meira gagn af myndlistinni og leirgerðinni þinni það er töff.

Kveðja Haddý.

Haddý (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:11

2 identicon

sæl skvís.....

gangi þér vel með sýninguna....hvar verður hún haldin??

ég er að hugsa um að skella mér ;-)

bið að heilsa Minori, Trees og Marnix og öllum  sem

ég þekki á staðnum....

Bk. Kristín S. Garðarsdóttir

kristín s garðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:34

3 identicon

Sæl Helga mín,

Gaman að lesa, hvað þú ert að upplifa í þessu framandi landi. Hlakka til að sjá listrænu útkommuna, þegar þú kemur heim. Kannski giftistu bara Japana eftir allt! Margt vitlausara.

Með bestu kveðju,

Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

 Myndaalbúmið loksins  komið í lag !! Endilega kíkið ( undir efni) og smellið á myndirnar í því,.. stórar og skýrar !!

Gaman að heyra í ykkur skvísur..enginn biðlað til mín  Sólveig , enda lít ég ekki vel út ...alltaf í skítagallanum !! 

Kristín ..ég skilaði kveðju frá þér ...þau glöddust mikið og skila kveðju á móti ! Fórum saman á Miomuseum í dag í 27 stiga hita og sól! Trees opnar sýningu 8. maí hér uppi í museuminu. Mín er í gluggagalleriinu við studióin...og kemur bara nokkuð vel út þar. ..næstum búin að halda  sýningu með vinkonu minni frá Kóreu  í Gallerí Maruni 27 maí en tíminn hentaði mér illa !

Helga Birgisdóttir, 3.5.2008 kl. 13:53

5 identicon

Helga mín þú ert ekkert verri í skídagallanum,þeir þarna herramennirnir í japan vita bara sem svo að þei geta ekki kept við alla þessa fegurð sem þú hefur til staðar hér heima á íslandi og vita að það er vonlaust að keppa við hana eftir að þei sáu myndina af mér  Sumir geta EKKI fengið það sem þá dreymir um  og  þannig virkar ekki leindarmálið,það er málið Svo er ekki biðlað í japan nema heimamundurinn sé þúsund sinnum þess sem biðlað er til.. Nú er ég að pakka saman í sveitini og kem kanski aftur í eina nótt til að taka á móti Geggu koti,svo við getum kúrt hér saman í sólini í sumar og tínt ber í haust.....ég meina ekki að við verðum ber heldur að við tökum berinn sem eru að vaxa á lóðini  Kaupum svo skyr og rjóma sem ég  veit að  þig dreymir um.. Láttu drauma þína verða að veruleika áfram og gangi þér sem best áfram.. NO...2

Strákurinn í sveitini... (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband