5.4.2008 | 13:30
Dagur dýrðar
Þvílíkur dýrðarinnar dagur. Hiti fór yfir 5 gráður og ég gat skverað mig úr ullarnærjunum. Skrapp upp á parkið hér fyrir ofan þar sem músikin dunaði .. og fólk var samankomið að "chilla" . Þar hitti ég mína kæru ræstikonu sem tók til í ísskápnum mínum um daginn...erfitt verk þar sem "plássið" mitt er ca. 25x25 c, en magnið sem ég versla inn gæti fullnægt 4 manna ísl. fjölsk. í eina viku! ( þarf að venja mig meira á hrísgrjón , þau geymast í hita )
Slatti af nýjum skemmtilegum artistum eru mættir á svæðið ...svo núna erum við þrettán sem kúldrum notalega saman á þessum bæ... dag og nótt.
Þessa helgina er festival í bænum og keramikerar bæjarins, sem eru ansi margir ( enda bærinn þekktur fyrir það )..héldu þemadaga;..."Walk and discover" !! ...sýningar og uppákomur sem haldnar voru í dásamlegu hverfi í bænum, á vinnustofum og skemmtilegum sýningarstöðum s.s í " manngengum moldarofnum sem líkjast katakombum og baðhúsum !! ..allar í göngufæri við hver aðra. Trítluðum við kollegarnir eftir skipulögðum leiðum milli fjölda áfangastaða .. hver öðrum kræsilegri. Hér var allt á milli himins og jarðar í keramiklist og ég var algjörlega í vímu allan tímann ...gekk hring eftir hring- eftir hring ..alltaf síðust út ! ( var hugsað til mömmu í amerískum verslunum, ..eitthvað í genunum ! )
Á morgun verður svo enn meiri hátíð...mín ætlar að taka sér frí og skreppa til Kyoto, þessarar föngulegu borgar að skoða Cherry blossoms, en nú streyma " allir", bæði litla fólkið og " hinir" til borgarinnar, þar sem hún skartar um þessar mundir óteljandi fjölda útsprunginna bleikra blóma sem þekja tré borgarinnar. Þessu er líkt við "engu líkt" ...svo ég má ekki missa af. Ferðalagið tekur eina og hálfa klst. og ekki víst ég nenni aftur (: , ákvað því að splæsa á mig tveimur nóttum á hóteli ....og sofa á gólfinu - í japönskum stíl ! ....gat líka fengið "western style" hótel, en maður er nú ekki komin alla leið hingað til þess eins að njóta sama lúxusins og maður er vanur (: ..nei að kanna hið óþekkta er mitt mottó !.....þessa helgina. Varð að fá einn japanskan gæja til að bóka fyrir mig þar sem enginn á hótelinu talar annað en japanise ...er í þetta sinn með skrifað á "táknmáli" heimilisfang og nafn hótelsins ef ske kynni að ég villtist !
Læt í mér heyra eftir heimkomu
Oyasumi nasaii
Athugasemdir
Jæja, nú fer mína bara í hlýrabol og stuttbuxur bráðum eins og sannur Íslendingur, með andlitið upp í þá gulu. Ekki væri nú flott að vera í föðurlandinu að spóka sig. Gott að þú færð að njóta þessa yndislegu tilfinningu sem við mæðgurnar fáum í skemmtilegum búðum (þar sem allt er svo ódýrt að sjálfsögðu), þá veistu hvernig okkur líður. Svo ef þú kaupir eitthvað líka færðu adrenalínkikk. Góða ferð og njótu kirsuberjablómanna eða hvað þau nú heita, það er nú ekki verra ef líkjör fylgir með.
Bestu kveðjur úr björtu og fallegu veðri í Reykjavík, það er nú hlýna smám saman, Matta
Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 14:55
Skemmtu þér vel í Kyoto elsku mamma :)
Tara litla (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 18:10
Hæ sæta gaman að heyra hvað allt er frabært enda áttu bara það besta skilið heðan er allt flott að fretta hef staðið i flutningum með Bryndisi . vona að þu njotir þin i Kyoto og gerir ekkert sem eg myndi ekki gera .nyja lukkið þitt er flott .farðu vel með þig og njottu þess að vera til knusssssssss Hanna
Hanna Helgadottir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:01
Helo bebe.. Vá hvað þú ert heppin að vera í nærveru kirsuberja blómana.. þaug eru tákn ástarinnar í Japan og hér heima líka,þótt kirsuberja viðurinn vaxi eingungis í eldhús innréttingum og bað innréttingum hér heima og blómstri þannig á íslandi.Þessi ferð þín til Kyoto veður vonandi skemmtileg og flott.'Eg skrapp í bæinn eina nótt og fékk heimþrá strax á fyrsta klukkutímanum og var dauð feginn að komast í sveitina aftur.Vonandi verður það ekki svoleiðis með þig þegar þú kemur heim elskan,en það kemur í ljós og verður tekið á því með einhverjum ráðum,t.d að skreppa í japanska sendiráðið,borða grjónagraut,borða með einum prjón,og smátt og smátt að gera ekkert sem minnir þig á japan....semsagt meðferð.Hérna er bara bongó blíða og sól og smá snjór sem hefur gert mig annsi rjóðan og sætari,nema hvað að ég er eins og eldspíta þegar ég er fatalaus,en það breitir eingu,þar sem ég einn fæ að horfa á mig í speglinum,fyrir sturtu baðið og á eftir. Þessa mynd af mé sendi ég þér svo þú áttir þig á roðanum sem hefur fest sig á mitt fagra andlit elskan og þu´fáir ekki sjokk við heimkomuna...Tínokasú horo mú tí lúhúzza ako, sem þíðir á japanísku......að ég held.......Mér finnst þú æðisleg..
Sætur... (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 00:29
Hæ skvísa.
Ertu ekki á leiðinni frá Kyoto svo við fáum meira að lesa? Það verður auðvitað laaangt blogg og myndir.
Sá sæti er góður - ástarbréf fyrir opnum tjöldum - bara eins og bátabylgjan í denn.
Annars allt gott héðan úr miðborg Reykjavíkur, fyrir utan ofbeldi og veggjakrot.
Kveðja frá Dardanella, þar sem allt er með kyrrum kjörum.
Lóló
o.bjork (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.