Helgasan !

Hef fengið nýtt nafn ...Hellllgasan,...eins og það er borið fram á japönsku. Hér eru allir nefndir "san"...bæði synir og dætur, en þetta san er skyldukurteisi og ALLTAF bætt aftan við,...ég kjáninn fattaði það ekki fyrr en eftir nokkrar vikur en fékk samt að vera. Svo er nafnið mitt ekki beint þægilegt fyrir blessað litla fólkið , því "l" er vægast sagt ekki til á þeirra tungu...nota "r" í staðin,..segja t.d. Rondon í stað London, tore i stað toilet og kafe-o-re í stað kaffi-o-le ( eins gott ég lærði það ) ...
Fyrir þá sem öfunda mig (: (sem eru vonandi margir því annað væri óheilbrigt) ...get ég huggað þá með því að hér er skítakuldi og allt of mikil rigning ): ...sá fréttir að norðan ( í Japan ) í sjónvarpinu um daginn ....brjálaður snjóbylur og allt á kafi, ..aldrei skal ég búa fyrir "norðan" - sama hvert landið væri ! En samt sem áður er full ástæða til að öfunda mig því hér er dásamlegt að vera ....sérstaklega eftir að ég uppgötvaði kaffi-o-re !! staðina (: ..fékk mér þessa líka fínu súkkulaðiköku með kaffinu hér hinum megin við götuna í dag, ... var í "heaven" á meðan ég sötraði úr bollanum...stödd í miðu galleríi-umvafin dásamlega fallegu keramiki í massavís ..og ætlaði ekkert að kaupa ..en eins og sannur alki staddur í miðju "ríkinu" myndi segja ... "bara einn í viðbót" ... og mín gekk út með enn einn beutiful keramikbollann. Engir timburmenn fyrr en ég fer að pakka ...langt, langt þangað til (:

Strangur dagur á morgun ....vakna kl 7 og byrja fyrstu "sjálfstæðu" gasbrennsluna ...svo hjálpi mér guð !!!
Svo þarf ég líka að vera hress er ég heilsa upp á þrjá nýkomna artista ...og einn talar ensku (:

Sayonara kæru vinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga mín,

Ég öfunda þig sko svo sannarlega, engar vöfflur á því! Hér reyndar skín sól í dag, vissulega fylgir kuldi en þvílík dýrðarinnar dásemd að sjá þessa gulu.. Tara kom í mat í gær ásamt Jóni Skúla, við örkuðum síðan öll á fund í leynifélaginu þar sem Hanna beið með útbreiddan hlýjan arminn.. Yndislegt. Ekki má ég gleyma aðal fréttunum því hún Sunna mín kemur heim í kvöld til að vera í 4 - 5 mánuði!!! Dásamlegt!!! Annars allt gott, Rikki fer í safaríferð á laugardaginn og kemur heim annan sunnudag (vonandi, þetta er þvílík svaðilför..), það verður s.s. stöðugt partý hér næstu 9 dagana.. :)

En heyrðu Helga mín, hvernig gengur að leira? Mikið væri gaman að sjá myndir..

Knús frá Íslandi til fyrirheitna landsins,

þín B.

berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:14

2 identicon

Jæja Helgasan.

Hér er kuldi eins og síðasti ræðumaður sagði. Ég hangi hér í kringlunni yfir Sögubílnum en hann verður að vera hér og ég að líta til með honum í 3 tíma en ann er hluti af einhverjum ratleik og svo EF skyldu koma börn í hópum. Hann er samt fyrir utan Kaffi París og engin börn virðast leggja leið sína þarna um. Fyrsta kvöldið í öðru leiklistarnámskeiðinu í kvöld. Hef nógan tíma að undirbúa semsagt.

Dottin í sukk og súkkulaði en ég ætla samt að passa að kílóin hrannist ekki upp aftur. Var svo að missa þessi 5 sem fóru í Puerto Rico.

Kær kveðja

olofsan

Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:14

3 identicon

Sæl systir, mikið er ég fegin að þú ert farin að fá gott kaffi, annars hefði geðheilsan verið í hættu. Það er svo skrítið að mig langar svo í fallega framborið kaffi þegar ég les bloggið þitt, svona með mynstri ofan á, mmmmmmm.... Það væri gaman að fá að sjá fleiri myndir þó svo að þú lýsir öllu svo skemmtilega. Við bíðum eftir vorinu á Íslandi líka, þó að það sé full mikil bjartsýni að það komi strax, það var hvítt í morgun en sú gula bræddi það burt. Við vonum að það verði a.m.k. snjólétt vor og sumar. Héðan er allt gott að frétta, pabbi allur að koma til enda hraustur maður þar á ferð. Ráð mtt í dag : Njóttu augnabliksins.

kv.Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:12

4 identicon

  Ekki þarf að nota svona búnað hér í svei elskan,en þó geri ég það við og við til að konurnar í sveitini þyrpist ekki að mér,vegna minnar fegurðar.... Bara smá grín..he.he...Afsaplega er nú gott að geta sent þér línur loksins héðan úr sveitini elskan og sagt þér frá því sem er að gerast hér. Eg er búin að standa í skurðaðgerðum,moka,sturta,moka,sturta,moka,sturta og er ekki komin með leið á því enn.Svo les ég bloggið þitt á kvóldin og fer að sofa snemma til að eiga kraft í næsta dag.Svona er þetta hjá mér og ekki annað hægt að segja enn að þetta sé einfalt líf og áhyggju laust...Þakka fyrir kveðjuna til Lenu og bið þig að gera aðeins eitt..... Að njóta þess að ver þarna og landinu til sóma elskan,þá getð þið Bjorg..san drukkið kaffi saman í ókomini framtíð og dielt reinslu ykkar saman um japan og þeirra hefðir... Sá sætasti 1000 kossar.  

Svaka gamansan... (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:55

5 identicon

...Segir svo að ég sé kaupóð! :) nei mamma mín ég held það sé bara ekki til jafn sparsamt ungmenni á mínum aldri! hehe..
Þessi kaffiblogg eru farin að verða komin uppí 2 stafa tölu!  enda mikill kaffifíkill sem þú ert  
Ég er rosalega ánægð að hafa búið til aðgangsorð fyrir þig að svona bloggsíðu, ég er orðin háð bloggunum þínum ég man ég sagði í einhverri leti ,, þetta eru nú bara tveir og hálfur mánuður" þarft ekkert blogg en mér finnst þetta ótrulega lengi að líða enda bestasta mamman ekki hjá mér
Haltu áfram að gera frábæra hluti þarna úti.

Ástarkveðjur, Tara.

Tara litla (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:52

6 identicon

Svakasan held ég að Helgasan þegar hún vaknarsan og kíkir á blogsan.

Þvílík örtröð í þessum athugasemdasan. Maður kemst varla aðsan. Mætti halda að það væru vörubílstjórasan og teppa umferðasan rétt eins og í Reykjavíksan.

Góða nótt úr Dardanellasan.

Lólósan

o.bjork (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:20

7 identicon

Leiðrétting:

....Helgasan verði glöð þegar hún...

o.bjork (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Dásamlegt að heyra í ykkur kæru íslendingar.

Berglind mín,... æðislegt að fá Sunnu sól svona lengi (: ....gætuð skroppið til mín !

Ólöf mín ...engin almennileg mannvera getur lifað án súkkulaðis lengur en smástund !

Matta mín ...ekkert mynstur hér ): ..( loka bara augunum )...en kanilbragð... mmmmmm (:

Elsku Sverrir minn sæti ! . Gleður mitt hjarta hve þú nýtur sveitasælunnar.. og lifir einföldu lífi ...alveg í stíl við mig (: .... Hlakka til að sjá allar holurnar !

Elsku bestasta Taran mín ...já ég er þér óendanlega þakklát fyrir bloggið..gerir gæfumun fyrir geðheilsu mína...en veldur því miður því að ég fer allt of seint í háttinn !!

Lóló mín ...þú ert ekki lengi að læra japönskuna ! ...ekki spyr ég að því,... klára kona (:

Kóreisk vinkona mín hér vill fá mig til að halda samsýningu í flottu galleríi í Kyoto 27. maí...hefði verið frábært..en tíminn kannski ekki sá besti ( þó get ég verið hér til maíloka ) og kostnaður mikill....shit ! ...veit ekki hvort ég á að pæla í þessu !!

Dauð úr þreytu ...skrifa blogg tomorrow ...og sendi etv. myndir,.. fyrst þið eruð svona forvitin kæru vinir (:

Góða nótt...Helga

Helga Birgisdóttir, 4.4.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband