31.3.2008 | 14:46
Full langt gengið - afturábak !
Margt er öðruvísi í Japan en Helga litla á að venjast. Þarf enn að passa mig er ég cykla um stræti og torg og eins gott að vera með "fulle femm" því allir keyra bandvitlausu megin á götunni !...eins og bretarnir. Ég er þó öll að koma til og verð að líkindum stórhættuleg í umferðinni heima... kannski betri ef ég fengi mér í aðra tána áður.
Svo fór ég á þetta líka fína kaffihús í dag og fletti þar tískublöðum og bókum...alveg hlessa á almennu klúðri prentara að hafa forsíðuna AFTAN Á ! þá var minni bent á ...the japanise people lesa allt AFTURÁBAK ! ..byrja sem sagt á bókunum aftast.. og enda fremst - eða aftast ? Síðan eru að sjálfsögðu þrjú ritmál ( táknmál ) til að flækja málið og stundum er þeim blandað í graut ! Ekki fyrir hvítan hafnfirðing að læra að lesa og skrifa munstrið á þessum bæ...!
Já öfuggangurinn er allstaðar og meira að segja í "parkinum" hér fyrir ofan. Þar koma glaðir japanir saman og leika sér líkt og í grasagarðinum heima. Er ég sat þar um daginn og sötraði núðlusúpu ( óáfenga ! ) hin rólegasta, lít ég upp og sé þá mann á gangi - AFTURÁBAK !!...hringinn í kringum allan garðinn. Skiljanlegra ef hann hefði klæðst sportfatnaði og þá væntanlega verið að æfa sig ...en maðurinn sem var um sextugt var í sínum fína frakka og í spariskóm ..enda sunnudagur. Hann gekk fumlaust afturábak skrefum eins og ekkert væri sjálfsagðara ...og enginn hló... nema ég. Hann var þó ekki með maska fyrir andlitinu eins og helmingurinn af garðgestum. Já maður þarf sko enga hafnarfjaðarbrandara hér (:
Og svo fann ég líka HIMNARÍKI í dag ...í bara fimm mínútna labbitúr sprelllifandi héðan er líka þetta geðveikislega skemmtilega litla kaffihús með "alvöru kaffivél " ...það ætlaði að líða yfir mig !! Þetta kaffihús slær út öll þau íslensku hvað stíl varðar...skemmtileg blanda af ýmsu og svo þessar frábæru "fashion" bækur og blöð að fletta ..á meðan eigandinn sem var þvílíkt sjarmerandi ( fegin að hann á voða sæta konu ) malaði kaffibaunirnar fyrir tilvonandi cappuchinoinn minn (: (: (:
Oyasumi nasaii ...Helga
P.S . Spurt var um veðrið hér.. að íslendingasið. Það er algjörlega íslenskt sem er synd því ég fer til útlanda til að fá sól á kroppinn. Rigning ca. 4 sinnum í viku og kalt !!!!
Athugasemdir
Ég er með á hreinu hvað sá sextugi var að gera. Hann var að spóla aftur á bak. Með því að gera þetta samviskusamlega alla sunnudaga endar hann með að verða þrítugur eða hvað það er sem hann stefnir að. Ekki samt fara að leika þetta eftir honum. Það gæti komið sér illa fyrir okkur hin sem heima sitjum, Ég held við yrðum send út við sundin blá ef við færum að reyna þetta hérna. Þína skál í góðu kaffi.
Afturábak frá Dardanella.
Ólól
o.bjork (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:11
Þú veist að ég er hafnfirðingur og kann að taka gríni..Enn það gera ekki allir utanbæjar fuglar elskan....Svartir og hvítir.. þinn.Sverrir
Frdómar....... (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:51
Já, Sverrir minn ...manni fer nú bara að finnast hafnfirðingar "næstum" eðlilegir ...og þó ...!
Það væri amk. gott fyrir þá að búa hér ....þar sem skrýtin hegðun þykir eðlileg ..og þeir yrðu því sennilega síður fyrir aðkasti. Bara hugmynd...ekkert persónulegt elskan (:
Helga Birgisdóttir, 1.4.2008 kl. 13:48
Það er nú gott þú fannst gott kaffi mamma mín :)
Tara (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:33
Nú er ég aftur komin í sveitina og er í 7unda himninum,þú veist.... það er himnest að vera hér og tíminn flígur hratt en það er bara betra,því þá er stitra í að þú komir heim í sveitina elskan...þinn Sverrir.
Sveitastrákurinn... (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:59
Elsku Helga!
Mér finnst þú æðisleg svona klippt. Einhver mýkt sem kemur fram og svei mér ef þú yngist ekki um 7 ár eða svo. (Ekki viss um að þú mátt við því. Verður komin undir lögaldur áður en maður veit af) Já þetta með afturábak labbið. þetta er kannski algeng líkams og hugarrækt í Japan.
Gaman að fylgjast með öllu sem gerist hjá þér í Japan. Finnst ég hálfpartinn með þér í ferðalagi.
Puerto Rico er núna að fjarlægjast og kuldakipringur að koma í andlitið í Íslenska vorveðrinu sem er mjög kaldranalegt. Fylgist með þér...
Knús
Ólöf
Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:59
farðu nú að skella inn einhverjum skondnum myndum frá Japan! =)
Tara litla (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.