15.3.2008 | 14:43
What a dinner !!
Fór út eftir sóletur - í fyrsta sinn í kvöld ...hugsið ykkur ! Ég og nokkrir aðrir skemmtilegir ætluðum á "alvöru fínan ( ferð úr skónum) sushi stað",...en þar var allt uppbókað svo við tókum frá table á morgun.
Röltum þá í leit að æti annarssataðar og duttum inn á þennan líka geðveikislega skrýtna stað þar sem "þrjár kynslóðir innan hele familien" stendur og kokkar ofan í gesti ( 10 manns - en bara 8 ef feitir ) ..þennan líka frábæra mat , m.a. risa aspas með einhverju delicious djúpsteiktu á endanum. Margir réttir, mikið spjall og öllu skolað niður með grænu te. Ég mundaði pinnana af miklu öryggi - tókst samt að sulla niður á borðið ...og var þá réttur gaffall og skeið - sem mér datt ekki í hug að nota ! Öllu góðgætinu síðan skolað niður með grænu te, ...annars máttu líka drekka bjór eða saki með matnum - oj - ég kaus teið.
Restaurantinn líktist helst sæmilega stóru íslensku unglingaherbergi þar sem ægir saman alls kyns drasli, sjónvarpi, græjum og fötum á við og dreif - allt mjög heimilislegt, og ættarhöfðinginn kveikti sér í sígarettu og horfði á japanska sápuóperu meðan við borðuðum. Sem sagt "everything very special and great" ... þar á meðal verðið sem var 800 ísl kr. á mann ,..og innfalið var skutl heim að dyrum af sjálfum ættarhöfðingjanum.
Pottþétt sem ég fer þarna aftur.
P.s
Langar að vera hérna lengi, lengi - allt svo æðislegt ...nema þá helst kaffi latteið hér í bæ,...þeir ( japanarnir) hella sjóðandi mjólk út í kaffið - saup á stórri mjólkurskán - náði að stoppa gubbuna af, ...og engin froða !! ):
...þeir sem mig þekkja vita hvað ég þjáist.
Heyrumst
Geisan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.