10.3.2008 | 15:03
Þú kyssir ekki Japana !
Já það var mikill matur og mikið gaman í dinnerpartýinu hér í gær. Tilhlökkunin áður var mikil og ekkert til sparað að gera sig sæta fyrir geymið (: ...vígði sturtuna og skellti mér í betri fötin - setti á mig bæði vara- og kinnalit - breytti þrælalúkkinu í geisulúkk (almost).
Þarna var mættur mjög svo krúttlegur kall á sjötugsaldri sem er einn af yfir-yfirmönnum hér ( köllum hann til hagræðis hér Smokkí) Hann rétti öllum þetta líka viðbjóðslega kvikindi í forrétt ( sést vonandi á mynd ) sem maður átti að bíta í ásamt staupi af sérinnfluttu (af internetinu ) eðal-saki (hrísgrjónavín) sem átti að skola kvikindinu niður með ): Þar sem ég vildi ekki vera neinn aumingi - enda fulltrúi minnar þjóðar - þá beit ég í þennan smokkfisk sem var þurrkaður, hrár og eins og hart gúmmí undir tönn- lokaði augunum á meðan og hugsaði um harðfisk ....- góður guð -takk fyrir ísland!! Ég gerði einungis saklausa tilraun með táknmáli er ég vildi vita hvort fiskurinn héti smokkfiskur, mælti condom með spurnarsvip og leit niður í klof...enginn skildi neitt og ég ákvað að ganga ekki lengra í þetta sinn. ( N.B. fiskurinn var á stærð við extralarge condom í notkun )
Allt annað var bara verulega djúsí og gott en ég þakka óbragðinu á sakiínu að ég var ótimbruð daginn eftir. Annars buðu þeir líka upp á Abcent sem var ofsalega flott því það drukku alvöru listamenn í París í den.
Ég hef áður talað um hve japanarnir eru mállausir í enskunni - svo öll samskipti ganga afar hægt - tekur um 15 mín að átta sig á hvað hinn vill tala um áður en hann kemur sér svo að pointinu- sem tekur 20 mín.
Smokkí var orðinn nokkuð hreifur og brosti stanslaust á japönsku og gekk milli manna. Hollenska konan hér var líka mjög glöð ( samt edrú og yfir sextugt )...hún gerði sér lítið fyrir og faðmaði kallinn og kyssti á báðar - jarðsprengja féll - samlandar hans hrópuðu NO KISS NO KISS ...og ákkurat á sama augnabliki sté eiginkonan inn úr dyrunum að sækja Smókkí sinn !!!!
Eitt sem nauðsynlegt er fyrir okkur hina að vita er að í Japan FAÐMAST FÓLK EKKI OG ÞAÐ ER DAUÐASYND AÐ KYSSA EINHVERN nema í keleríi.
Sagan er ekki lengri nema Smokkí vildi ekki fara en eiginkonan sem var líka mikið krútt, pínulítil, bogin í baki með prjónahúfu á hausnum sem hún nánast hvarf öll undir - þvílíkt par ! .....hún lét ekki undan og tók kallinn heim frá þessu útlenska kossaflensi.
Já mikið gaman- mikið gaman (:
kv. Helga
p.s. verðið að afsaka endalausar enskuslettur - verð að nota öll moment til að æfa mig (:
Athugasemdir
Smokkí !! hahahahahahahaha. Ég hló upphátt.
Voðalega eru þeir eitthvað heftir þessir japanar í sambandi við tilfinningar!
En gaman að þú skemmtir þér vel :)
Bið að heilsa Smokkí.
Tara litla (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:05
Hvernig er það, ég verð að spyrja, varstu að VíGJA sturtuna núna fyrst? HM! Þú er búin að vera þarna hve lengi...........? Best að hugsa ekki mikið um það. Ef fólkið fer svona oft í sturtu þarna þá er ég ekki hissa á að það faðmist ekki. Þessi forréttur er vægast sagt ekki girnilegur, þar er ég sammála þér. En ég veit ekki til að neinn fiskur heiti Condom eitthvað, þú verður nú að gæta þín í þinni tjáningu ef þú verður ekki stimpluð PORNODOG í Japan. Hafðu það gott og skemmtu þér vel.
kv.Matta
Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:44
Matta mín ...til hvers að eyða dýrmætum tíma í sturtu þegar engan má faðma eða kyssa ..skvetti bara vatni á útvalda parta eins og amma.
Helga Birgisdóttir, 11.3.2008 kl. 14:25
Ég þekki þig ekki neitt, en datt óvart á vefsíðu hjá þér, þú ert frábært penni, langar mér að kíkja hér í heimsókn á vesíðu hjá þér af og til og lesa um Japana
Vinkona mín van með Japönum nokkur ár og þvílikar sögur, heheheh...
Yoi ichinichi o.kv. Renata
Renata, 11.3.2008 kl. 15:32
Sæl Renata
Vertu ávallt hjartanlega velkomin í heimsókn á bloggið mitt ...minn er heiðurinn (:
kv. Helga
Helga Birgisdóttir, 11.3.2008 kl. 15:38
hey Helga, be good girl there,ekki geisha, are you crazy??
did you heard moshi-moshi? on the phone....it is mean halo-halo??
Lana san
Lana (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:39
Do they have telephones here ?....haven´t seen one ....depending on my dear, dear,lovely computer !! (:
Helga Birgisdóttir, 18.3.2008 kl. 13:37
dear helga in my time,, this a long time ago...13 years ago ....1995...it was the main phone in gangur when you come in where is the table and chairs and plate on wall with informations. we used this phone but we needded phone card.You can ask in office stufs for phone. You did not answerte me :did you meet Mr.Michio Sugiyama and Ruriko Miyamoto?? also it was one phone in dinnig room or Tv room beside kitchen.What number of room you are? I was 102.
kiss...lana
Lana (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:33
Hei dear Lana. I´m in room 105...with the little balcoon ..which I never use because !!...but nice to have it. The phone - or connection has not been good.. I use the skype..do you have that ?? I have not yet learn the names of japanise people here unless the few I am in daily contact to...japanise names are so horrible difficult to remember !! ..so maby I have seen those guis ...who knows ??
Whish you were here..kiss you too ...Helga
Helga Birgisdóttir, 19.3.2008 kl. 12:21
Hi Helga,
come on, Japanese names are not such dificult, not less than islandic! I am wondering how you could functioning if you don´t ask stuffs for help and informations?! There must be someone in office for artistes if they need something or phone or anything else. We had a full help and comunication with stuffs,I had phone of chief for call him any time for help or explanations....iI don´t understand this situation now in Shigaraki. We had also some voluntirers people and assistens for helping and making trips touristical for showing us main cultural and historical places,museums, shops, Kyoto...etc. I see that you have not that and you will only working as a maniac without seeing souranding or other Japanese traditional treasures?! . Well, it seems to be that Shigaraki loosed reputation as before during my visit 1995. Do you have some friend ship connection with some artist or you see to each other only in kitchen sometimes?
Óyasumi nasai...
Lana san
lana (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:18
Well my dear Lana , dont worry about me ...be happy (: I have already been twice out for dinner and twice to the supermarket- on bike buying food,..and ofcourse a lot of times to the clay store ...then one of the staff drive me (:
I´m going to see much more of Japan before I go back to Iceland ..and Lolo is coming in the end of april and then we will suerly look around !!! (:
Tonight we were cooking together and we invited the staff - it was great. Two artist are leaving ....and ofcourse I gave them a present and they me and..... They are still drinking saki in the kitchen , but I have to work in the morning..and maby I´m getting older ! ):
oyasumi nasai
Helga Birgisdóttir, 20.3.2008 kl. 16:05
dear Helga, I can t belive you did not stay longer with people on party?!! What?! It´s not you..?! You must be oldier than . I stoped with this "things" few years ago and satisfaction I´m finding only with work...I had too much parties and fun in my life ,but also a lot of bad things. Probably I have been growed up and start to be not interested more.....But ,You ?.....Nei, nei ....impossible. Anyway, Lolo will come and refraishing you, if I can´t do it. Suona er lyfið. ....
Have a nice time dear.
kiss....
Lana
Lana (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.