6.3.2008 | 15:19
Tungumálareddingar
Já það er sko gaman í studióinu. Nú kom nágranni minn japaninn góði sem kann nærri ekkert í ensku og spurði mig um menntun. Ég sem er m.a. ljósmóðir ( hann skildi ekki orðið midwife) lék af innlifun fæðandi konu og líka þá sem tók á móti barninu ( gat sleppt barninu ) - rúllaði þar með upp tveimur hlutverkum - og hann skildi nákvæmlega.
Augu hans urðu að undirskálum er hann fékk að vita að ég hefði hjúkrunarmenntun, ljósmóðurmenntun og LÍKA myndlistarmenntun. Hann endurtók hvað eftir annað "sokko" "sokko" en ég skildi náttúrulega ekki baun svo hann kallaði þetta hátt og skýrt yfir allt, benti á mig og bað um hjálp við þýðinguna....nokkrir kóreubúar og japanir voru nú komnir við borðið mitt en enginn gat þýtt þetta sokkaorð almennilega. Þá varð hann sér úti um tölvuþýðara ( veit ekki hvað þetta apparat heitir - hef aldrei séð það fyrr- en það virkar ) pikkaði heillengi á það og þá kom það loksins ; "admire" "admire" benti á mig og bros hans náði til augnanna. Segið svo að það sé ekki gaman í vinnunni.
Já mér finnst svo sannarlega frábært og fíla alveg í botn að artistast (nýyrði ) nákvæmlega eftir mínu höfði (: - í svona góðra manna hóp.
Þessar vinnubúðir eru þó að breytast í þrælabúðir - verð að skreppa út og skoða bæinn á morgun, hef hangið - inni síðan fyrsta daginn og endurtekið rúntinn; eldhús-studíó-svefnstæði-eldhús... - í 5 daga - er ekki í lagi með mig ??
Góða nótt... Helga
Athugasemdir
HÆ Helga min eg yrði ekki hissa að þu yrðir komin með leikaragraðu þegar þu kemur heim ekki slæmt með öllum hinum titlunum .var gæinn ekki bara að minna þig a sokka gakka (SGI) er kyrjað þarna ? Heðan er bara enn flott að fretta lifið gengur sinn vanagang og þin sárt saknað . vona að þu gleimir ekki alveg að lifa fyrir þig og njotir alls i botn .hafðu frabæran dag knusssss Hanna
Hanna Helgadottir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:34
Hæjó.
Langur dagur að kvöldi kominn, var að koma inn úr dyrunum og kasta á þig kveðju. Nú skuldarðu okkur mynd af Japananum skælbrosandi. Láttu hann taka eina af þér leika ljósmóður.
Kveðjur úr slyddunni á Íslandi.
Lóló
o.Bjork (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:40
Elsku Helga!
Þið mæðgurnar eru auðsjáanlega með mikla leiklistarhæfileika en afmælisbarnið(nú er klukkan að verða 1.00 eftir miðnætti þann 7.hjá mér) sýndi mikil tilþrif á leiklistarnámskeiðinu á svipuðum tíma og þú þarna úti. Mér heyrist þú njóta þín vel að artistast þarna og átt það svo sannartlega skilið.
knús
Ólöf
ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:58
Ohiogozaimas! (Góðan daginn, gildir til kl. 6 á daginn..)
Góð! Enda má hann sko svo sannarlega dást að þér, þú ert þvílíkur snillingur, vel menntuð með hjartað á réttum stað í þokkabót..
Innilega til hamingju með Töru! Trúirðu þessu, litla hnátan orðin 18 ára! Ef þú lest þetta Tara þá TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, er ekki með gsm númerið hjá þér..
Við erum á leið í sumarbústað í dag, karlinn laus við námið næsta hálfa mánuðinn... dásamlegt.. Pabbi og Dagur Ingi eru hérna að borða, ótrúlega góðir vinir.. Jæja, japönskukennsla handa þér og Lóló: itchi, ni, san, shi (yon), go, roku nana, hatchi, kyú, jú. S.s. þetta var 1 uppí 10!
Sayonara Gegga chan, (gæluorð, oftar notað yfir börn, annars ertu Helga SAN)
Snjókveðjur frá klakanum, skrifa aftur á sun/mán,
þín Begga
Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:45
Takk kærlega Berglind fyrir kveðjuna hér ;) ! ég fyrirgef þér þá fyrir að hafa ekki sent mér sms... nei djók...... takk takk :D
mamma...hlakka til að heyra í þér næst þú verður áður en þú veist af farin að tala reiprennandi Japönsku! úff..
kv, Tara.
Tara Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.