17.4.2008 | 14:47
Sýning framundan
Já nú ætlar mín að skella upp einni einkasýningu hér í Shigaraki þann 2. maí...og ykkur er öllum boðið !
Ekki var nú þessi ákvörðun mín til að létta á stressinu og þeir sem mig þekkja vita það mætavel að nú verður ekki mikið sofið!! ....og svo borgar maður fyrir þrældóminn ! ...því meira sem ég vinn, því meira borga ég ..eitthvað öfugsnúið við þetta ? Drulluöfunda belgísku konuna sem hefur sinn mann með sem assistant , ...hnoðar leir og ýmislegt fleira, geri ég ráð fyrir eftir að vinnudegi lýkur. Hún brosir allavegna mikið á morgnana, hlær jafnvel ....! Ég brosi nú líka þó líkaminn sé allur í graut, en er svo heppin að sú belgíska er að gera ýmsa varahluti úr postulíni s.s bein, fótleggi með lökkuðum tánöglum, innyfli og jafnvel heila !!...ætlar að halda sýningu í maí og ég er að hugsa um að fjarfesta í einum slíkum ..til að gefa á jólunum.
Var að koma úr afmælisveislu í eldhúsinu, með blöðrum, mat og alvöru surpriseafmælistertu sem borin var á borð í myrkri með hvellettum og söng...alveg eins og í amerískum bíómyndum ! Einn gæinn var meira að segja með skammbyssu (hvellettu)og skaut með látum á allt kvikt. Ég var útkeyrð fyrir og kvaddi því kl 23 ( til að skrifa blogg) en mikið var suðað í mér að dansa fyrir liðið...( hlýt að vera helv. góð )...slíkt geri ég samt einungis gegn gjaldi og því var ekki til að dreifa nú.
Hér kom ansi góður majorkadagur í gær með þvílíkri blíðu ...og mín fór í stuttbuxurnar og skrópaði í vinnunni í 3 klst um morguninn ..til að njóta sólar...hefndist fyrir og brann í skinninu, eins og leirinn minn í ofninum. Hélt að nú væri vorið loksins komið, en...þá fór hann aftur að rigna og mun gera það áfram.. (shit)..minnir mig á haustið heima !
Hingað koma margir gestir til að skoða svæðið (The Ceramic cultural park))..og artistana við vinnu. Ca 200 stk af skólakrökkum í uniformum komu einmitt í dag með elskulegum kennurum sínum og maður er vinsamlega beðin um að segja eitthvað gáfulegt sem er svo transleitað yfir á japanise ...að ég held. Starfsmaður hér sem fylgir hópnum byrjar á að kynna ; ..Helgasan ..Iceland...og brosir breitt..og ég þá auðvitað líka. Allslags hópar koma oft í viku og maður er eins og dýr í sirkus ... þarf að sýna listir sínar ...en fær ekkert borgað. Heppilegt að ég hef vott af athyglissýki svo þetta pirrar mig ekki hið minnsta (: ..fæ jafnvel kikk !
Oyasumi nasaii...úr austrinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.4.2008 | 17:00
Samfarir í vinnunni
Þó Ég lifi hér nunnulífi og hafi hvorki knúsað lifandi sál né kropp lengi, lengi - þá gera sumir það gott ! Tilfinningar og hormónarnir flæða fölskvalaust og taka yfir alla stjórn...algjörlega óháð stund og mínum vinnustað ! ..Varð vitni að því í kvöld, óspurð og átti mér einskis ills von, síst af japönum. Ég var að brenna í gasofni í ofnaskúrnum (sem er rosastór með rosastórum ofnum, sjá mynd) og þurfti því að skjótast þangað út á 30 mín fresti í ca 30 skipti aðeins ! Er ég var á leið inn í innra rýmið sem inniheldur m.a. ofninn minn, þá var mér meinaður aðgangur.. af pari sem var í hörkuSAMFÖRUM í dyragættinni ! Ég gjörsamlega fraus og þorði ekki að anda upphátt til að trufla ekki. Þau urðu sem betur fer ekki vör við mig enda mjög upptekin í ástarleik sínum Ég beið drjúga stund en hætti að lítast á blikuna er gæinn hóf að hamast tryllingslega ..og daman hætti að hreyfast og lá sem dauð væri undir honum. Ekki skrýtið þar sem hann lamdi hausnum á sér stöðugt í höfuð hennar og háls ! Velti fyrir mér hvort þau aðhylltust BDSM ( eða eitthvað svoleiðis ..man ekki alveg skammstöfunina ) ...en það eru þeir sem VELJA sér sado-masókisma kynlíf. Var samt orðin nokkuð hrædd og ákvað að koma kynsystur minni til hjálpar. Læddist nær og er ég beygði mig yfir þau kipptust þau illilega við og tókust á loft - bókstaflega...svo hún var þá á lífi og við góða heilsu....og ég hafði eyðilagt allt ): Vona bara að hann hafi náð að fá úr....svo þau geti stofnað fjölskyldu. Þau sem eru líka búin að byggja sér þennan fína bústað upp undir lofti í ofnaskúrnum...synd að nýta hann ekki. Ég tafðist nú bara í 11 mín ( eins og bókin segir ) og enginn skaði varð af hamförunum ..hvorki fyrir mig né þau - vonandi.
Þetta er ekki í fyrsta og vonandi ekki síðasta skipti sem samfarir tefja mig frá verki...og alltaf auðvelt að fyrirgefa (:
Oyasumi nasaii
þetta er ekki í fyrst og vonandi ekki í síðasta sinn sem ég er tr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.4.2008 | 16:14
Ferðasaga til næstu borgar
Nú er ég lent aftur "heima" ...og mikið glöð, eftir frábæra en átakamikla ferð til Kyoto ..með þrjár töskur, fullar af "smávegis" sem ég keypti ! Fyrsta daginn var ég í fylgd vinkonu minnar frá Franse og hennar japanska vin...þau gistu annars staðar í borginni en treystu mér ekki til að týnast ekki. Ég hlýddi og fylgdi þeim eftir .. líkt og Rómeó Töru minni ! Við byrjuðum á "alvöru" traditional restaurant þar sem allir fara úr skónum ( eitthvað sem ég geri aldrei nema í bólinu ) og setjast svo á púða í gólfinu og safna náladofa. Við hlið okkar sátu kvenkyns verur í tilkomumiklum kimónóum, eins og alvöru geisur ...enda sunnudagur ! Maturinn var æðislegur... fannst vinum mínum, en ég bara brosti, enda mátti vel við að missa einhver grömm. Fæðan samanstóð af brúnum ljótum núðlum sem dýfa átti í skál með einhverslags soyjasósu og sjúga svo upp í sig. Ekki smart, en skánaði þó er desertinn kom ..sem var (ólogið) SKOLPIÐ af núðlunum, þ.e. vatnið sem þær höfðu verið soðnar í . Sniðugur siður frá gömlu dögunum þegar fátækt var mikil og allt því vel nýtt! ...enda mesta næringin í þessum vökva og bara ansi bragðgóður. Hlakka til að bjóða gestum í mat heima, sýð kartöflur og þarf ekkert að hafa fyrir desertnum !!! Eftir þessa myndugu máltíð böðuðum við okkur í cherryblossoms ...og verð ég að segja að mín tók ANDKÖF...ótrúleg fegurð í massavís um borg og bí. Margar tegundir eru til af sérrítrjám með mismunandi bleikum blómum, en þau endast því miður einungis í fáeinar vikur. Þá þyrlast blómin af með vindinum eins og fífurnar heima og varð ég vitni að því um kvöldið er trén eru upplýst ... hrífandi fallegt sjónarspil - en "sorglegt" á einhvern hátt ...enda japanarnir miður sín lengi á eftir og þurfa mikið saki. Ég hef að vísu aldrei verið fyrir bleikt ( taki sumir eftir !) en þarna hélt ég varla vatni og því gott að hvergi var vín hægt að fá. Borgin er gríðarstór eins og alvöru stórborg á að vera og ferðuðumst við bæði í underground-metróum og overground -járnbrautarlestum.
Um kvöldið borðuðum við svo aftur á traditional restaurant ...og mér leið eins og "barni í Biafra" er ég skreið heim á hótelið mitt sem var í "japanise style "og inn í klefann minn sem var nánast "tómur" ...i laginu eins og langt box , ca. 2.5 x amk. 8 metrar ...og slökkvarinn við dyrnar ! Dýnan lá á gólfinu við hinn endann, fjærst dyrunum ...hefði verið gott að hafa vasaljós á leið í bólið...sem var helv. hart. Vaknaði um miðja nótt við skerandi sársauka í eyranu ...kramið á milli höfuðkúpunnar og "koddans" ,...harðir naglar þessir japanir, ..sofa á hörðu gólfi með harða kodda og kvarta aldrei. Var glöð er næsti dagur reis, .. hljóp við fót niður í morgunverðinn sem var included...þar var mér þjónað eins og prinsessu og ekki vantaði hve maturinn var hrikalega flottur.... en líka afspyrnu VONDUR, mallandi tofu í fondupotti og ýmislegt súrmeti skríðandi í litlum skálum....ekkert rúnstykki og ostar á þessum bæ ): Ég flýtti mér út og fann taxa sem skutlaði mér í "The Silver Temple" Tíndi slatta af silfri úr annarri buddunni minni einhverstaðar á leiðinni ):.. en nóg eftir í hinni ( er svo forsjál að skipta peningunum mínum á tvo staði á líkamanum, maga og mjöðm ) Er ég hóf göngu mína eftir moldarstígum í þessum líka fallega garði ...þá kom STEYPIREGN ..og vatnið óx og óx...allan guðslangann daginn, svo sullaði í fínu leðurskónum mínum og vinda mátti úr buxunum....þarna fékk ég í fyrsta sinn pínulitla heimþrá og hugsaði um heita baðið mitt í Skipasundinu ! En ég lét mig hafa þetta enda sannur víkingur, keypti regnhlíf, en mína hafði ég skilið eftir í hótelklefanum ( hugsandi veðurfræðingum þegjandi þörfina ..jafnvarhugaverðir og lögfræðingar ). Það er ekki þverfótað fyrir fólki á þessum túristastöðum og mætti alveg grisja fjöldann ..en ástandið varð ekki minna en stórhættulegt þegar hver einasti haus var komin með regnhlíf, held samt að ég hafi ekki augnstungið neinn og blessunarlega hélt ég mínum líka. Ég notaði ýmiss ráð til að lifa vosbúðina af ...brá mér inn í skrítna skóverslun og mátaði voðaskrítna japanska inniskó í öllum regnbogans litum ...bara til að hlýja mér á tásunum...afgreiðslukonan var með pínu gervibros þegar lak úr sokkunum mínum er ég tróð mér í skóna svo ég þorði ekki annað en kaupa þá ...bara pínu of stórir !!
Mikið er annars gaman að versla "pínulítið" í Japan ...öllu er pakkað inn með þvílíkri virðingu og natni og afgreiðslufólkið bugtar sig og beygir og þakkar þér endalaust fyrir, líkt og þú hafir verið að versla bifreið en ekki bursta sem kostar 150 kr. Þessvegna var ég alltaf að kaupa eitthvað "pínulítið" og þurfti svo að kaupa hliðartösku í millistærð á mjög góðu verði til að bera allt þetta pínulitla í.
Allan þennan dag hafði ég lifað á kaffi og tertum þar sem ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að kaupa "mat" til að leyfa. Mér hafði tekist að finna þrjú "venjuleg" kaffihús með yndislegum Cappuchinoum og venjulegum kökum ..en kökur hér smakkast annars oft eins og snakk. Er ég hafði dröslast hundblaut heim í "klefa" og skipt yfir í þurrt þá skaust ég út aftur til að snæða, ..fór FYRST með bænirnar mínar ...og fann PIZZUSTAÐ með hlaðborði af pizzum og salatbar með engum hrísgrjónum !! (: ...allt fyrir 500 kall ..já máttur bænarinnar er mikill !!
Notaði hana líka daginn eftir ...og var leidd áfram eins og í draumi ...rambaði á alla staði sem voru á prógrammi mínu án þess svo mikið sem leita eða líta á "mappið" ! ...og hér er ég að tala um óteljandi ruglingslegar götur sem eru 100x stærri en Laugavegurinn í 101 Reykjavík. Hafði t.d. ætlað mér að taka taxa í Gallerí Maruni sem ég vissi ekkert hvar var niðursett og nennti ekki einu sinni að pæla í því...en var þá bara stödd fyrir framan það, rétt si sona ! Í galleríinu hitti ég portúgalska listakonu sem býr í Kyoto, sem talaði reiprennandi ensku (þvílíkur lúxus)..og spurði ég hana því hvar ég gæti fundið hraðbanka. Hún tjáði mér að einungis einn slíkur banki væri í Kyoto sem tæki evrópsk kort !!!...og hún var einmitt á leið í hann ...þvílík slembilukka !...og við fengum okkur þetta líka yndislega cappuchino á leiðinni og franskar vöfflur með ís ...Sem sagt dásamlegur dagur, engin rigning ...og ég á leiðinni aftur heim til Shigaraki reynslunni ríkari ; ...ALDREI AFTUR 100 % "japanise style" ...allt best í blandi.
Oasumi nasaii...Helga
Því miður hafa þeir hjá mbl.blog.is breytt hjá sér tækninni við að senda myndir og það hefur ekki gengið enn í minni tölvu...en ég vinn í málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.4.2008 | 13:30
Dagur dýrðar
Þvílíkur dýrðarinnar dagur. Hiti fór yfir 5 gráður og ég gat skverað mig úr ullarnærjunum. Skrapp upp á parkið hér fyrir ofan þar sem músikin dunaði .. og fólk var samankomið að "chilla" . Þar hitti ég mína kæru ræstikonu sem tók til í ísskápnum mínum um daginn...erfitt verk þar sem "plássið" mitt er ca. 25x25 c, en magnið sem ég versla inn gæti fullnægt 4 manna ísl. fjölsk. í eina viku! ( þarf að venja mig meira á hrísgrjón , þau geymast í hita )
Slatti af nýjum skemmtilegum artistum eru mættir á svæðið ...svo núna erum við þrettán sem kúldrum notalega saman á þessum bæ... dag og nótt.
Þessa helgina er festival í bænum og keramikerar bæjarins, sem eru ansi margir ( enda bærinn þekktur fyrir það )..héldu þemadaga;..."Walk and discover" !! ...sýningar og uppákomur sem haldnar voru í dásamlegu hverfi í bænum, á vinnustofum og skemmtilegum sýningarstöðum s.s í " manngengum moldarofnum sem líkjast katakombum og baðhúsum !! ..allar í göngufæri við hver aðra. Trítluðum við kollegarnir eftir skipulögðum leiðum milli fjölda áfangastaða .. hver öðrum kræsilegri. Hér var allt á milli himins og jarðar í keramiklist og ég var algjörlega í vímu allan tímann ...gekk hring eftir hring- eftir hring ..alltaf síðust út ! ( var hugsað til mömmu í amerískum verslunum, ..eitthvað í genunum ! )
Á morgun verður svo enn meiri hátíð...mín ætlar að taka sér frí og skreppa til Kyoto, þessarar föngulegu borgar að skoða Cherry blossoms, en nú streyma " allir", bæði litla fólkið og " hinir" til borgarinnar, þar sem hún skartar um þessar mundir óteljandi fjölda útsprunginna bleikra blóma sem þekja tré borgarinnar. Þessu er líkt við "engu líkt" ...svo ég má ekki missa af. Ferðalagið tekur eina og hálfa klst. og ekki víst ég nenni aftur (: , ákvað því að splæsa á mig tveimur nóttum á hóteli ....og sofa á gólfinu - í japönskum stíl ! ....gat líka fengið "western style" hótel, en maður er nú ekki komin alla leið hingað til þess eins að njóta sama lúxusins og maður er vanur (: ..nei að kanna hið óþekkta er mitt mottó !.....þessa helgina. Varð að fá einn japanskan gæja til að bóka fyrir mig þar sem enginn á hótelinu talar annað en japanise ...er í þetta sinn með skrifað á "táknmáli" heimilisfang og nafn hótelsins ef ske kynni að ég villtist !
Læt í mér heyra eftir heimkomu
Oyasumi nasaii
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2008 | 13:10
Helgasan !
Hef fengið nýtt nafn ...Hellllgasan,...eins og það er borið fram á japönsku. Hér eru allir nefndir "san"...bæði synir og dætur, en þetta san er skyldukurteisi og ALLTAF bætt aftan við,...ég kjáninn fattaði það ekki fyrr en eftir nokkrar vikur en fékk samt að vera. Svo er nafnið mitt ekki beint þægilegt fyrir blessað litla fólkið , því "l" er vægast sagt ekki til á þeirra tungu...nota "r" í staðin,..segja t.d. Rondon í stað London, tore i stað toilet og kafe-o-re í stað kaffi-o-le ( eins gott ég lærði það ) ...
Fyrir þá sem öfunda mig (: (sem eru vonandi margir því annað væri óheilbrigt) ...get ég huggað þá með því að hér er skítakuldi og allt of mikil rigning ): ...sá fréttir að norðan ( í Japan ) í sjónvarpinu um daginn ....brjálaður snjóbylur og allt á kafi, ..aldrei skal ég búa fyrir "norðan" - sama hvert landið væri ! En samt sem áður er full ástæða til að öfunda mig því hér er dásamlegt að vera ....sérstaklega eftir að ég uppgötvaði kaffi-o-re !! staðina (: ..fékk mér þessa líka fínu súkkulaðiköku með kaffinu hér hinum megin við götuna í dag, ... var í "heaven" á meðan ég sötraði úr bollanum...stödd í miðu galleríi-umvafin dásamlega fallegu keramiki í massavís ..og ætlaði ekkert að kaupa ..en eins og sannur alki staddur í miðju "ríkinu" myndi segja ... "bara einn í viðbót" ... og mín gekk út með enn einn beutiful keramikbollann. Engir timburmenn fyrr en ég fer að pakka ...langt, langt þangað til (:
Strangur dagur á morgun ....vakna kl 7 og byrja fyrstu "sjálfstæðu" gasbrennsluna ...svo hjálpi mér guð !!!
Svo þarf ég líka að vera hress er ég heilsa upp á þrjá nýkomna artista ...og einn talar ensku (:
Sayonara kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.3.2008 | 14:46
Full langt gengið - afturábak !
Margt er öðruvísi í Japan en Helga litla á að venjast. Þarf enn að passa mig er ég cykla um stræti og torg og eins gott að vera með "fulle femm" því allir keyra bandvitlausu megin á götunni !...eins og bretarnir. Ég er þó öll að koma til og verð að líkindum stórhættuleg í umferðinni heima... kannski betri ef ég fengi mér í aðra tána áður.
Svo fór ég á þetta líka fína kaffihús í dag og fletti þar tískublöðum og bókum...alveg hlessa á almennu klúðri prentara að hafa forsíðuna AFTAN Á ! þá var minni bent á ...the japanise people lesa allt AFTURÁBAK ! ..byrja sem sagt á bókunum aftast.. og enda fremst - eða aftast ? Síðan eru að sjálfsögðu þrjú ritmál ( táknmál ) til að flækja málið og stundum er þeim blandað í graut ! Ekki fyrir hvítan hafnfirðing að læra að lesa og skrifa munstrið á þessum bæ...!
Já öfuggangurinn er allstaðar og meira að segja í "parkinum" hér fyrir ofan. Þar koma glaðir japanir saman og leika sér líkt og í grasagarðinum heima. Er ég sat þar um daginn og sötraði núðlusúpu ( óáfenga ! ) hin rólegasta, lít ég upp og sé þá mann á gangi - AFTURÁBAK !!...hringinn í kringum allan garðinn. Skiljanlegra ef hann hefði klæðst sportfatnaði og þá væntanlega verið að æfa sig ...en maðurinn sem var um sextugt var í sínum fína frakka og í spariskóm ..enda sunnudagur. Hann gekk fumlaust afturábak skrefum eins og ekkert væri sjálfsagðara ...og enginn hló... nema ég. Hann var þó ekki með maska fyrir andlitinu eins og helmingurinn af garðgestum. Já maður þarf sko enga hafnarfjaðarbrandara hér (:
Og svo fann ég líka HIMNARÍKI í dag ...í bara fimm mínútna labbitúr sprelllifandi héðan er líka þetta geðveikislega skemmtilega litla kaffihús með "alvöru kaffivél " ...það ætlaði að líða yfir mig !! Þetta kaffihús slær út öll þau íslensku hvað stíl varðar...skemmtileg blanda af ýmsu og svo þessar frábæru "fashion" bækur og blöð að fletta ..á meðan eigandinn sem var þvílíkt sjarmerandi ( fegin að hann á voða sæta konu ) malaði kaffibaunirnar fyrir tilvonandi cappuchinoinn minn (: (: (:
Oyasumi nasaii ...Helga
P.S . Spurt var um veðrið hér.. að íslendingasið. Það er algjörlega íslenskt sem er synd því ég fer til útlanda til að fá sól á kroppinn. Rigning ca. 4 sinnum í viku og kalt !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.3.2008 | 16:20
Bænir virka !
Jæja þá er það sagan af hárgreiðsludömunni og mér (: - Lagði af stað árla morguns á hjólinu mínu.. á fund sem myndi skipta sköpum fyrir skap mitt næsta mánuðinn. Túlkurinn mætti á sama tíma enda eins gott !! Það fór dágóð stund í fyrirmæli og þýðingar ...og til öryggis þá rissaði ég upp óskir mínar og kom þá teikninámið sér sérlega vel. Þegar allir höfðu kinkað nægjanlega oft og vel kolli þá yfirgaf túlkurinnn svæðið og skildi mig eftir ALEINA með japönsku hárgreiðslukonunni sem talaði alls enga ensku ..hugsa sér !
Hún lagði mig í "tannlæknastól" og hallaði mér vel aftur, setti tusku yfir andlitið og sprautaði með þvílíkum krafti að ég mátti þakka fyrir að halda höfuðleðrinu !! ..en guð hvað þetta var þægilegt nudd og síðan setti hún HEITT á axlirnar og NUDDAÐI þær ...draumur (: ....mætti kenna minni heima þetta. En svo kom að því hræðilega, hún tók upp skærin ...og ég fór með bænirnar mínar ...lokaði augunum og þuldi KEEP TRUSTING ..keep on trusting ..og þorði ekki að kikja út fyrr en ég neyddist til. Ég hafði að vísu tekið með mér lesefni, bók um Japan sem ég hafði ekki gefið mér mikinn tíma að kíkja í fyrr ( engin Séð og heyrt blöð þarna á skiljanlegu máli )...en, nei aldeilis ekki sem ég mátti lesa ,.. ég varð að vera stillt og sitja kyrr með hendur undir slá svo ekki félli hár á hendi ...til þess var nú sláin gerð!! Svo til að halda hugarró þá var best að hafa augun lokuð.
Eftir að hafa litað mig með "einhverju" sem vonandi myndi ekki eyðileggja líf mitt þá pakkaði hún mér inní SELLÓFAN ...ég þakkaði fyrir að enginn kunnugur var nærri. Hef tekið eftir því hve öllu er ofpakkað inn hjá þessari þjóð..einn ostur í þremur pakkningum- hver yfir annarri...og þarna var ég orðin jafn óumhverfisvæn og hann !
Jæja en þegar ég loks leit á úrslitin þá sá ég að vantaði ekkert nema kimoinn og hvítt hveiti til að verða hin fullkomna geisa,...bara spurning hvort ég vil verða "geiko" sem eru "alvöru" geisur, mikið menntaðar í alls kyns listum, s.s. dansi, spjalli við kalla, og að spila á þriggja strengja "gítar"....eða " onson" geisha ...sem er að öllum líkindum styttra nám- með áherslu á erótík (: .....sef á því.
Sjá má úrslitin á selvportretti sem fylgir
Oyasumi nasai
Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2008 | 14:53
Stigið inn í óttann
Á morgun er stór dagur. Ég neyðist til að leggjast undir skærin hjá ÓKUNNRI HÁRGREIÐSLUDÖMU SEM TALAR ENGA ENSKU. Ef þetta er ekki að "stíga inn í óttann" þá veit ég ekki hvað það er. Ég er svo háð minni hárgreiðslukonu að kalla mætti fíkn - heimsæki hana reglulega á 3-4 vikna fresti vegna gríðarlegrar grósku utan á hausnum sem og inni í honum. Til að vera nokkuð "save" þá fylgir mér TÚLKUR ...Frk Minori sem ber ábyrgð á okkur artistunum í vinnubúðunum. Hún tjáði mér að hárgreiðsludaman væri í KVÍÐAKASTI af því að hún hefur aldrei áður haft hendur í hári ..sem er útlenskt....og veit ekkert hvernig á að lita svoleiðis dót....Já þvílík lifsreynsla sem þetta verður fyrir okkur báðar ): !! Einn plús er þó í þessu , ég er að safna síðu að aftan ( geri smábreytingar á 20 ára fresti ) og það segir litla fólkið að sé "japanise style" ...svo þá er kannski minni hætta á að hún láti stertinn óvart fjúka.
Annars var ég ferlega fúl í morgun, ...gasbrennslan á hlutunum mínum heppnaðist ILLA og líst mér lítið á gripina ...eins og það er nú mikil vinna að brenna því þessir ofnar eru handstýrðir og þarf að fylgjast með þeim og stilla þá eftir gangi brennslunnar hverju sinni, á ca. 30 mín fresti í 12 klst !!! ...og þeir eru í útibyggingu. Ég ákvað að hætta við að vera keramiker og snúa mér alfarið að temeistarafaginu ...en alveg óvart var ég aftur farin að hnoða leir ...aldrei að vita nema næsti ofn verði more beatiful (:
Jæja ..þá er að reyna að blunda eitthvað fyrir stóra slaginn á morgun ...vonandi nær hárgreiðsludaman einhverjum svefni líka....set hana inn í kvöldbænirnar.
Oyasumi nasai....Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.3.2008 | 16:19
Enginn verður óbarinn biskup
...Stóð í páskaegginu mínu sem ég opnaði við mikinn fögnuð litla fólksins....þ.e. japanana og kóreufólksins. Þau höfðu beðið spennt frá því í morgun því ég hafði lýst egginu á mjög svo mystískan hátt. Erfitt reyndist að þýða málsháttinn ...noone becomes unbeated bischop!! ....nennti ekki út í náið bodylanguage enda örþreytt - nýkomin úr studíóinu kl 22....ekkert páskafrí á þessum bæ ): ....síðan var ég á vaktinni yfir gasofninum sem geymdur er úti í skemmu og þarf að staulast þangað á 30 mín fresti fram á nótt í kolsvarta myrkri, kulda og mýgandi rigningu ...það sem maður leggur ekki á sig fyrir listina ! ...og svo kallar fólk þetta "hobbý" !!
Jæja nú hætti ég þessu voli (: ... Við vorum öll í skýjunum yfir egginu og nú vantaði bara vanilluísinn sem ég var vön að búa til fyrir páska ( og Jól notabene ) Viti menn - dregur ekki the japanise guy fram VANILLUÍS úr frysti - sá sem gerði hann hefur stolið uppskriftinni minni ...sem fengin er frá mömmu minni sem fengin er frá mömmu hennar sem ...
Gaman að tónlistarsmekk japönsku gæjanna hér (um þrítugt ! ) - hlusta á The Beatles í tíma og ótíma ...og í gærkveldi gat mín ekki setið á sér og steig trylltan dans á eldhúsgólfinu við dúndrandi tónlistina- she loves you yeh yeh yeh...söng liðið með einkennilegum hreim ...varð að fækka fötum í hita leiksins og hætta á að vera rekin heim ...en menn höfðu bara gaman að "sjóinu " og trítluðu á endanum um gólfið mér til samlætis (:
Jæja, læt ekki beddann biða lengur....og segi bara - GLEÐILEGA PÁSKA kæru íslendingar (:
kv. Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2008 | 14:08
Sullað í saki
Merkilegt hvað menn eru hrifnir af þessu ( líka ógeðslega ) saki. Í gær var aftur dinner partý ..15 manns mættu og borðuðu mikið , og töluðu líka mikið .... eftir því sem sakisoparnir urðu fleiri. Þeir kátustu voru í marineringu fram undir morgun !!...þar á meðal finnsku hjónin sem áttu flug heim um hádegið....blessuð sé þeirra minning !
Smokkí mætti aftur með "skrímslið " sitt (sjá eldri mynd af því) og bauð mér ...og ég lokaði enn og aftur augunum og beit í ):
Af veðri er það að frétta að smá vindur var og sólskin í dag ... og ég, sem var orðin eins og hrísgrjón á litinn stóðst ekki freistinguna og fór í smá sólbað upp undir húsvegg í hádegishléinu. Mikið var starað á mig af gömlum krúttlegum vinnumönnum sem áttu leið hjá ....fundist ég eitthvað verri ! - samt var ég í nærbrókinni ! - djók..ég var hreinlega klædd eins og nunna (glitti bara í andlitið) ..enda það í samræmi við líf mitt þennan mánuðinn ...vinna- sofa- borða.
Annars kann ég vel við nunnulífið ...allt svo einfalt; fara á fætur, fara með bænirnar (svo allt haldi nú áfram að ganga vel), vinna ötullega, borða saman og deila matnum, bjóða góða nótt og rölta síðan í litla herbergið sitt og kannski í litla baðkarið og hreinsa litla kroppinn, þvo þvott í litla baðvaskinum og hengja á litlu þvottagrindina sem ég hef inni hjá mér - þá kvöldbænirnar og leggjast síðan á lítinn harðan grjónapung - karlmannslaus!!..... Einfalt og yndislegt (:
Ég er meira að segja hætt að setja á mig andlitð á morgnana ... ég sem fór ekki út með ruslið án varalitsins !
Já batnandi Helgu er betra að lifa (:
P.s
Langar að þakka öllum þeim sem lesa bloggið mitt og þá sérstaklega þeim sem nenna að svara einhverju....ég væri kannski ekki alveg svona ánægð í litla herberginu mínu með litlu tölvunni minni - án ykkar (:
oyasumi nasai ...Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)