20.5.2008 | 11:51
Home sweet home !!!
Dásamleg tilfinning, en voða skrýtin að koma heim ...allt í einu minnkað um 10 cm! Millilenti í Köben og var þar tekið fagnandi á flugvellinum af Lóló vinkonu ....með danska fánann, í jólarauðum gúmmistígvélum og blöðrur í stíl - komin alla leið frá Íslandi að fylgja mér síðasta spölinn. ...enda ekki víst ég hefði ratað. Dvöldum í Baunalandi í 4 daga og gerðum ýmislegt skemmtilegt sem best er að þegja yfir. Ekki var verra að lenda hér ..blómvöndur og RAUÐUR DREGILL á vellinum!!!...og ÉG átti að labba eftir honum... sem bý bara í Skipasundi en ekki á Bessastöðum...aldrei fílað mig svona merkilega fyrr !! Ég verð nú að segja þó hljómi væmið ..að EKKERT er eins dýrmætt og ástvinir manns !
Ég vil þakka öllum kærlega fyrir sem hafa fylgst með mér út í Japan gegnum bloggið mitt....það er mér ómetanlegt.
...og þá er að vinda sér í næstu skemmtilegheit ... glugga í póst síðustu þrjá mánuða ...brosandi !!
See you...Helga
Athugasemdir
Ég segi bara velkomin heim og takk fyrir bloggarskrifin. Það var virkilega skemmtilegt að fræðast um heimahaga litla fólksins, þú ert sko sannarlega vel pennafær. Nú er bara að lenda og átta sig á tilverunni hér þó að fá séu nú bleiku blómin. Ég sá a.m.k. að þér fannst gott að drekka kaffitárið í gær. Njóttu.
Kv.Matta
Matta (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:09
Gaman að fylgjast með þér í Japan... .. lít öðruvísu á þig í dag !! Njóttu lífsins eins og ég!!
Kv. E.
E. (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:50
Forvitin ég ...langar að vita hver er " E " ?? ...sem sendi mér góða kveðju hér á síðunni ..og ég þakka kærlega fyrir (:
Helga Birgisdóttir, 23.5.2008 kl. 13:20
Velkomin heim í land fallega fólksins. Hvenær verður myndakvöld?
Kv.
Haukur Örn
Litli bróðir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:55
Aldrei að vita nema haldið verði myndakvöld frá landi litla fólksins fyrir myndarlegt fólk hér á landi...að sjálfsögðu yrði bróðir minn þar efstur á gestalista !!
Helga Birgisdóttir, 25.5.2008 kl. 21:33
Hægt nú að fletta á eldri færslur ( 35 sögur í heildina ) með því að klikka neðst á síðuna á "næsta síða"...vonandi helst það inni en margir hafa kvartað yfir að geta einungis lesið það sem gefið er upp á forsíðu ...skiljanlega.
Helga Birgisdóttir, 30.5.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.