Á jörðu sem og himni

Hvað er fullkomnara en að sitja með vel skreyttan "kaffi latte" á Kaffitári í Kringlunni ?....Alls ekkert !...nema þá að sitja á 53 hæð og skoða útsýnið yfir Tokyobæ !...sem ég gerði í gær, og er full ástæða til að öfundast út í það.  Fór sem sagt til "himnaríkis" og það lifandi og án þess að vera "þæg"... borgaði bara 1500 yen!... allt orðið falt fyrir peninga í dag Halo Já nú er mín  komin til byggða og búin að þvælast um Tokyo í 2 daga í roki og rigningu ...allir hausar hér með regnhlífar á lofti..jafnt jakkaklæddir menn (sem eru hér í massavís  ) sem og mestu töffarar ..hrædd um að sumir heima myndu nú telja það pempíulegt. Byrjaði fyrsta daginn á að heimsækja okkar íslenska sendiráð ..og sé ekki eftir því. Þar var ég trakteruð með kaffi og þessari líka fínu súkkulaðiköku ... Benedikt ... einn af staffinu, átti afmæli !! ....Loksins gat tungan mín tekið til starfa á ný og kroppurinn hvílt sig enda orðinn mikið þreyttur á túlkunarjobbinu og farin að láta á sjá !  Benedikt er búin að vera hér í 5 ár (að mig minnir) og smellpassar hér inn. Þjónustulundin og greiðasemin yndisleg...fylgdi mér út í strætó og næstum því búin að borga strætómiðann til himnaríkis !! ...sannur engill ! Mæli með Tokyo fyrir matarfíkla...hér úir og grúir af ofsagirnilegum "tilbúnum mat" upp  um allar götur.. svo slefan lekur. Restaurantar stilla matnum út í gluggana, svo þeir sem kunna ekki táknmál litla fólksins benda bara á flottasta diskinn. Og ekki nóg með það ...í basementum (enn að sletta) stórmagasína eru "foodgarden"...sem gera hvern fíkil vitstola..langar að pota og smakka á öllu (nema oktabusinum ljóta) ..tilbúnir heitir réttir í löngum bunum , svo ekki sé minnst á flotta lúkkið á sætakökum og súkkulaði Tounge Fínu verslanirnar hér í Ginsa hverfinu mínu ...(dýrasta hverfið)...eru líka dásamlega bilaðar. Við dyrnar standa jakkaklæddir menn með hvíta hanska , bugta sig ...hleypa þér brosandi inn...og út aftur....brosandi..  þó þú hafir ekki keypt neitt. Gat nefnilega ekkert verslað þar sem hvert sæti var skipað í töskunni. Sá þó eina lyklakippu á 35.000 yen ...næstum því búin að versla ... en nægjusemin ( og góð bæn ) sem ég lærði í sveitinni forðaði mér frá freistni. Tær hafa sín takmörk eins og annað lifandi og er þær voru farnir að kjökra með illa lyktandi tárum ..var mér skyndilega kippt inn af götunni ..inn í annan heim !!...lögð þar til í "leysiboy" ...einn af mörgum í langri röð með úrvinda tásum af götunni. Þarna fékk ég fótanudd í 25 mín á 2600 yen og hálsnudd í 5 min á 1500 yen....í rökkri með litlum ljúfum manni ..brosandi að gæla við sig...ALSÆLA !! Svona götunuddstofur í japanise style eru algengari en  sjoppur á Íslandi. ...og þó ?

Skrýtin tilfinning að vera að yfirgefa land litla fólksins. Tek þó með mér "matcha"...græna púðrið og það sem til þarf til tegerðar s.s. kimóna, teebowl (ansi stóra), bambusteskeið og bambuspísk...allt dásamleg falleg hönnun. Mun píska upp á púðrinu fyrir gesti og gangandi í Sipasundinu mína góða ...sem mig hlakkar ægilega mikið til að kúra í eftir langa en skemmtilega útilegu (:

Verð í Köben í 4 nætur og kem til "hins ylhýra" 19 maí. Aldrei að vita nema ég sendi áfram skemmtilegar myndir frá landi litla fólksins.

Oyasumi nasaii

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh hvað ég öfunda þig, en er um leið glöð yfir að við skulum nú eiga Japan saman.. verð ekki ein með lofræður og örsögur sem enginn vill heyra.. skemmtu þér vel Helga mín, þú kannski borðar svo sem einn hrísgrjónaþríhyrning fyrir mig.. svona með túnfisk!

Sayonara í bili,

þín Berglind

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 14:40

2 identicon

Ég öfunda þig af fótanuddinu og ég öfunda þig líka að fá að hitta mig fljótlega:-) Ég er 5.5 kílóum léttari en þegar þú fórst svo þú sérð ekki eins mikið af mér núna en ég bæti það upp með stærra hjarta (vonandi) eftir alla hugleiðsluna eða kannski var það egóið sem stækkaði?

Að öllu gríni slepptu þá hlakka ég svakalega til að sjá þig og hitta í kaffi eða yfir grænu tei í kínamó og berjamó....Hætti að rugla í bili.

Knús

Ólöf

Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:10

3 identicon

fjórir dagar í heimkomu þína

Tara litla (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:54

4 identicon

Hæ og velkomin til stóra fólksins en þangað ertu komin þegar þú lest þetta. Þú hefur nú örugglega notið þín að vera frekar hávaxin um tíma er það ekki?

Nú er bara að fara á hælana, þú hefur vonandi keypt klossa við dressið, kínamóinn eða þannig.

 Hlakka til að sjá þig og fleiri myndir af ferðinni í leiðinni.

kv.Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband