7.5.2008 | 14:58
Skúringakallar og skógarferð
Já ég hef nú mikið dáðst að the japanise males ...eru meira en fullkomnir hér á bæ svo ekki sé nú meira sagt. Kl 8 hvern morgun eru þeir pungsveittir og hamast við að SKÚRA stéttina mína ÚTI !!..áður en ég stíg á hana fæti..hugsa sér !! þjóna mér þó ekki til borðs og sængur enda holan mín læst allar nætur ...öryggið á oddinn sagði nunnan í den og er ég henni sammála.
Mín ákvað í dag að hjóla út í skóg... grandalaus eins og Rauðhetta forðum...Langaði að taka myndir af Temple einu merkilegu sem tileinkað er börnum er látist hafa í móðurkviði . Sá það í gær er einn sjeffinn hér ók mér þangað fyrirvaralaust, vitandi það að ég er ljósmóðir og ekki nóg með það , hef verið að framleiða einhverskonar leg hér og fylgihluti í 2 mánuði ! Bölvaði mikið í gær því ég var ekki með kameruna. Á leiðinni bauð hann mér heim á bæinn sinn í tesopa, en ekki hvað !. Gasalega huggulegt og skemmtilegt ... stirður að bögglast á kodda á gólfinu í diningroominu, og upplifa sig amk. 74 en vera bara 47. Reyndi þó að sýnast afslöppuð er ég renndi Shigaraki teinu niður með ægilega fínum súkkulaðimola sem frúin hans uppfartaði á tannstöngli. Var siðan leist út með gjöf ... og skulda ég þeim því eina .. regla nr 1 í landi litla fólksins ; æ skal gjalda gjöf fyrir gjöf ! Jæja alla vegna fannst mér ég þurfa að ná myndum af þessu temple sem var yfirfullt af styttubörnum klæddum í fjölbreytilegar svuntur ...og með rellur eins og íslensku börnin á sautjándanum! Sýndi geysilegan kjark að leggja út í skóginn því sögur hafði ég heyrt af ákveðnum kvikindum sem kallast sn...segi ekki meir sem sóluðu sig á stéttunum við stytturnar. En eins og hjá Rauðhettu þá var hættan ekki augljós ..sá enga sn. ....nema á einum krúttlegum male sem var að renna upp klaufinni eftir losun og hélt að enginn sæi til. En litli vinurinn virtist bara sætur og meinlaus og ég varð ekkert hrædd !
Oyasumi nasaii
Athugasemdir
Elsku Helga mín!
Hlakka orðið mikið til að fá þig heim. Merkilegt þetta með styttubörnin. Já og þetta með karmennina með skrúbbinn.
Ég verð nú samt að segja að draumaprinsinn minn á að gera eitthvað allt annað í morgunsárið en að skrúbba gólf :-) Hann ætti frekar að vera að þjóna mér á annan hátt, hm hm ég meina auðvitað að koma með kaffi í rúmið og svoleiðis.....
knús frá einni á draumaprinsins síns.
Ólöf
Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:01
Takk fyrir fallega kortið sem beið mín í póstkassann í dag. Köben að skella á. Vonandi gengur vel að pakka. Þetta verða þjóðflutningarnir miklu ef að líkum lætur. Takk fyrir skreytna pistla um japanska riddara ríðandi á kústskafti, reykjandi og hlægjandi á innsoginu. Eiríkur Fjalar hvað - hvítir hestar hvað.
Dardanella hvað.
Lóló
o.bjork (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:51
Leiðrétting: póstkassanum!!
o.bjork (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:52
Það er nú aldeilis búið að vera lifnaður á þér þarna síðustu daga og ekki laust við að fólkið hér heima haldi að þú komir ekkert aftur nema gift og með barn,en það er barnalegt að halda það þegar það veit að ég no2 er hérna að bíða heimkomu þinnar.það er gott hjá þér að hafa fengð þér viðhald sem minkar aðeins það álag sem á mér er í nærveru þinni og hlakka ég til að bera hann augum í þinni nærveru ásamt viðheingi hanns,og hver veit nema að við förum saman í nýa sturtu...ég meina sko þú og ég,þegar þú ert komin heim.Farðu svo varlega á heimleiðini og komdu heil heim.....Hafðu það svo gott í Köben með Lóló..
No 2 (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:12
Jæja Helga mín, vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða.. allavega fyrir okkur sem elska þig svona andlega, veit ekki hvernig líkamlega manninum líður...
Var að koma heima úr ferðalagi umhverfis Ísland á 6 dögum.. er með vott af herða og eyrna bólgu, sú fyrrnefnda af keyrslu sú síðarnefnda af....
Ég á eftir að sakna bloggsins þíns og ítreka snilldar hugmyndina mína um grein í Moggann! Hafðu góða daga í Tokyo elsku vinkona og yndislega í Köben með Lóló þinni, góða skemmtun báðar tvær. Þín bíður annars harðfiskur í Stigahlíðinni, þessi sem fór aldrei í póst. Heyrumst og SJÁUMST, þín vinkona B.
Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.