11.4.2008 | 17:00
Samfarir í vinnunni
Þó Ég lifi hér nunnulífi og hafi hvorki knúsað lifandi sál né kropp lengi, lengi - þá gera sumir það gott ! Tilfinningar og hormónarnir flæða fölskvalaust og taka yfir alla stjórn...algjörlega óháð stund og mínum vinnustað ! ..Varð vitni að því í kvöld, óspurð og átti mér einskis ills von, síst af japönum. Ég var að brenna í gasofni í ofnaskúrnum (sem er rosastór með rosastórum ofnum, sjá mynd) og þurfti því að skjótast þangað út á 30 mín fresti í ca 30 skipti aðeins ! Er ég var á leið inn í innra rýmið sem inniheldur m.a. ofninn minn, þá var mér meinaður aðgangur.. af pari sem var í hörkuSAMFÖRUM í dyragættinni ! Ég gjörsamlega fraus og þorði ekki að anda upphátt til að trufla ekki. Þau urðu sem betur fer ekki vör við mig enda mjög upptekin í ástarleik sínum Ég beið drjúga stund en hætti að lítast á blikuna er gæinn hóf að hamast tryllingslega ..og daman hætti að hreyfast og lá sem dauð væri undir honum. Ekki skrýtið þar sem hann lamdi hausnum á sér stöðugt í höfuð hennar og háls ! Velti fyrir mér hvort þau aðhylltust BDSM ( eða eitthvað svoleiðis ..man ekki alveg skammstöfunina ) ...en það eru þeir sem VELJA sér sado-masókisma kynlíf. Var samt orðin nokkuð hrædd og ákvað að koma kynsystur minni til hjálpar. Læddist nær og er ég beygði mig yfir þau kipptust þau illilega við og tókust á loft - bókstaflega...svo hún var þá á lífi og við góða heilsu....og ég hafði eyðilagt allt ): Vona bara að hann hafi náð að fá úr....svo þau geti stofnað fjölskyldu. Þau sem eru líka búin að byggja sér þennan fína bústað upp undir lofti í ofnaskúrnum...synd að nýta hann ekki. Ég tafðist nú bara í 11 mín ( eins og bókin segir ) og enginn skaði varð af hamförunum ..hvorki fyrir mig né þau - vonandi.
Þetta er ekki í fyrsta og vonandi ekki síðasta skipti sem samfarir tefja mig frá verki...og alltaf auðvelt að fyrirgefa (:
Oyasumi nasaii
þetta er ekki í fyrst og vonandi ekki í síðasta sinn sem ég er tr
Athugasemdir
Hey hey hey, þvílíkt fjör! Þú djörf að "trufla" en hey, ef hún hefði legið þarna meðvitundalaus þá hefðirðu bjargað lífi hennar! Úla la.. íslenska hetjan, kafli 1..
Gott að það er gaman, ég vil helst að þú komir ekkert heim, það er svo gaman að lesa bloggið þitt! Ekki satt! Komdu heim sem fyrst elsku vinkona!
Hér er sól og yndislegt, litla dekurdýrið á heimilinu er í safarískíðaferð í Frakklandi í hundleiðinlegu veðri með fjórtán plástra á fótunum.. ææ.. :)
Annars slapp ég tiltölulega vel frá öllum kinky japönunum árin mín 7, það rétt glitti í eitthvað þarna í lokin, einn að sperra sig í Shibuya í Tokyo, ég hló nú bara enda hábjartur dagur..
Dagur Ingi minn er kvefaður í dag, fór nú samt í kringluna þar sem ein búðarkonana kom með ca 5 athugasemdir um aumingja hóstandi drenginn.. forræðishyggjan alveg að drepa hana..fíla mig 14 ára í dag, var kölluð stelpa af konu litlu eldri en ég og skömmuð í kringlunni!!!
Sólarknús frá Reykjavíkinni,
þín Berglind
Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 18:50
HEI,HEI.....Váááá !!! Hvað þú ert heppin að vera áhorfandi af japanskri glímu sem engin vesturlanda búi hefur séð áður.Mig hlakkar mikið til að prófa svona glímu með þér þegar kemur heim og leika það eftir,nákvæmlega eins og þaug,ef þú mannst þá eftir nákvæmlega hvernig þaug GERÐU það.Ekki kemur mér það á óvart þetta með 11 mínóturnar þegar þú átt í hlut elskan og sú tala kemur líka við upp daginn sm þú kemur heim og það segir hvað þú ert heppin þann daginn,kanski á 11 stundu....Hjá mér er bara gósen tíð,en þætti gott ef þú hjálpaðir mér í bæn að ósk mín rætist á mánudaginn eftir hádegi.þá kemur í ljós hvort ég verð hér í sveitini mun lengur enn ég ætlaði og KEMUR í ljós þá hvort þú og ég erum bænheirð.Læt þig svo kanski vita hvað það er á prjónonum sem almættið ætlar mér eða ekki..... Og þú verður að krjúpa og spenna greipar....Annars virkar þetta ekki neitt... Elska þig Hafnfj.............
Ríða hvað.....! (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:28
Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að grenja eða hlæja, ég er bara orðlaus.
Tara litla (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 01:55
Heppinn Sverrir minn að ég tek að mér að biðja fyrir fólki - gegn borgun að vísu .......en finnst alveg fullnægjandi að fá borgað í blíðu (:
Berglind mín...þú ert svo barnaleg ! ...enga hrukku að finna ...ekki furða þó fólk sé að segja þér til. ..annað en gamla ég ): Þú heppin að fara ekki í þessa misheppnuðu safariferð ! Er alltaf að bíða eftir emailadressu sem ég get sent á þig elsku vinkona!!!
Elsku Tara litla ...svona er bara lífið (:
Setti inn um daginn slatta af myndum frá Kyoto ( tók mig meira en 2 klst ) ..en þær sjást ekki segir Lóló...þarf að athuga hvernig hægt er fyrir ykkur að komast í albúmúmið mitt.... meira vesenið í þessum tölvubransa !!! ):
Helga Birgisdóttir, 12.4.2008 kl. 10:06
Jæja mar verður bara að koma hér inn í umræður, er ekkert ritskoðað hérna? Það er börn sem lesa þetta for God sake! Aðskilnaðurinn hjá einu ónefndu pari hér er farinn að segja til sín. Bendi á þetta sem VINUR. En á hinn bóginn hef ég gaman að þessu svo endilega haldið þessu áfram.
Burtséð frá þessu það er rosa gaman að lesa línurnar og ég þakka fyrir matinn hér á hverjum degi, annars eru þetta örugglega fínar megrunarbúðir, kannski væri hægt að markaðsetja Japan þannig: FARÐU TIL JAPANS FEITA FLÓN, KOMDU HEIM LÉTT EINS OG GRJÓN! Haltu áfram að vera svona dugleg að skrifa, hafðu það gott.
kv.Matta
Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 16:23
Það er kalt og rigning skv. lýsingum þínum svo ekki er að undra að blessað fólkið hafi leitað í hitann. Hef einu sinni komið komið að svona hamförum, en þá var ég bara 19 og þeir sem áttu í hlut voru tveir karlmenn. Þetta var á vinnustað og um hábjartan dag. Vissi ekki hvað ég átti að gera en steinþagði - þangað til nú. Já, spurning hvort ætti að banna þessa síðu innan 18 eða ritskoða........
Helga mín, þú leysir vandamálið með myndirnar, þú ert orðin svo klár í tæknimálum. Kannski er hægt að skoða myndirnar núna. Sá sem veit láti vita um leið til þess.
Hafðu það sem allra best og ég tek undir með þeim sem hvetja þig til skrifta. Hressandi að lesa bloggið þitt - bara svalt.
Kveðja úr Dardanella, Lóló
o.bjork (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:21
Blíðfinnur tekur vel í það að borga fyrir bænina og borgar margfalt ef óskin rætist. Haltu svo áfram að tjá þig á þessum nótum um hvernig samlífið er þarna í japan,því það virðist vera mikið tekið eftir því hér heima hvað það er öðruvísi þar enn hér á klakanum.......Sverrir..
sverrir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:39
Æjæjaja... Nú eru aldeilis fréttir að færa..Hér er er allt á kafi í snjó og ekkert hægt að gera nema að hanga inni og tikka á tölfuborðið og er það í fyrsta sinn sem ég á frí síðan þú fórst. þá get ég komið með fréttir af klakanum og sagt frá hvað það er fallegt yfir sveitini hér og ekki væri vont ef ég gæti sent þér myndir,en það verður aftur svona snjór næsta vetur og þá getur þú upplifað fegurðina með mér og kúrt í Geggu koti í sveitini.Lífið hér í sveitini hefur aðeins gengið út á það að vinna og vinna til að geta komið kotinu niður og átt síðan góðar stundir í sumar til að rægta tré og sálartetrið.Tíminn hefur liðið mjög hratt hérna og er skrítið að hugsa til þess að þú sért að koma til baka eftir rétt tæpan mánuð og þá með sumarið með þér.þá er spurning hvort við verðum í síma sambandi,tölvu sambandi eðaí góðu sambandi við hvort annað og ummheimin þarna úti og að fólk fái að bera okkur augum eins og við erum eða að fólkið fari framm á að við höldum áfram að tjá okkur hérna á blogginu því til mikillar ánæju. Hlakka til að heira meira frá þér elskan krassandi smá sögur og hvað japan hefur að geima,því það hefur verið mjög gaman að lesa pistlana þína æa kvöldin,rétt fyrir svefninn.....Sverrir snjókarl...x1007..
Snjókarlinn.... (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:20
Tara mín...ætlaði að segja ...svona er lífið búið til !....hjá bíbíunum (: Verðum greinilega að fara betur yfir fræðin um býflugurnar og blómin...einfaldast að byrja á því.
Ef einhver nennir að prenta út bloggið mitt reglulega væri ég afar þakklát því ég stefni að því að lesa það yfir sherríglasi á elliheimilinu ... eftir 100 ár,....einhverjar minningar verður maður nú að eiga ..og þeir sem mig þekkja vita hversu auðveldlega þær "delitast" úr þessum annars frábæra "breini" sem ég hef. Annars er hér ein listakona sem er að búa til "braina" í stóru upplagi og ætlar að halda sýningu á þeim í maí...kannski kaupi ég mér einn ...til vara (:
Helga Birgisdóttir, 13.4.2008 kl. 13:41
Hahahahaha gaman að lesa þetta!! :)
ég er samt orðin frekar þreytt á því að þurfa að vera alltaf að reikna hérna summuna af öllum tölum til þess að geta commentað, aldrei frí frá þessari stærðfræði!
Tara litla (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:01
Já elsku Helga...bloggið þitt er sannkallað hlaðborð kræsinga úr öllum áttum, heitu réttirnir!.. alltaf vinsælir til að smakka á, eða láta sig dreyma um... Má til með að láta það fjúka til þín... kanski hefur þú verið partur af kikkinu þeirra, þeir sem gera það "in publick"vita ekki hvort einhver kemur eða ekki ...hehe..Við sem þekkjum til þín, vitum að þú mátt ekkert aumt sjá, og alltaf tilbúin að leggja hönd á plóginn...þarna kanski komið eins og engill , til að gera gott betra
Þú ert frábær, svo einlæg og heil í að gefa okkur mola af upplifun þinni hér...en þó gaman sé að lesa þig hér...er skemtilegra að hafa þig í kallfæri.
Takk fyri bréfið til mín, það var gott fyrir mig að fá kommentið frá þér.
KNÚS!!
Habba
Hrafnhildur Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:53
Sæl Helga mín!
Sá 11 athugasemdir við samförunum og ætlaði ekki að skemma þessa reglu með ellefu mínúturnar og svo frv. Ég er með hita og magakveisu sem hefur verið að ganga hér og ég sem fór austur í gær og var að leiklesa í Skálholtskirkju kl 11 :-) í morgun var skelfingu lostin þegar það var ekkert klósett í kirkjunni og ég vissi ekkert hvernig ástandið yrði á minni en það slapp. Fór útaf tvisvar á leiðinni en það var miklu meiri snjór fyrir austan. Fyrst í Hrosshaga en Gunni bróðir dró mig upp og svo í Skálholti en einn presturinn ýtti mér á veginn aftur. Guð var svo sannarlega til reiðu og fann ég það auðvitað allan tímann.
Kom svo fárveik til Reykjavíkur en lét mig hafa það að lesa líka í Aðalsafni áður en ég skreið uppí rúm gjörsamlega búin. Er að ranka við mér og sé þetta skemmtilega blog. Mér finnst allt sem snýr að kynlífi alveg yndislegt en hef sjálf ósköp lítið verið að prufa mig áfram í þeirri deild undanfarið. Hormónarnir tóku nú samt við sér í Puerto Rico svo hver veit:-) Ætli Japanir geri það líka öðruvísi en við?
Kannski er þetta hefð að lognast útaf í miðju kafi.
Knús
Ólöf
Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:12
Hæ Helga mín,
Er búin að senda þér maila á helga@gegga.is, þú kannski kemst ekki þangað inn? Annars var tengdasonur minn í sjokki yfir vinkonu minni í Japan, það kom omg reglulega þegar ég las bloggið þitt fyrir hann! :) En addressurnar mínar eru: berglindj@simnet.is og berglind1@yahoo.com
Karlinn kominn heill á húfi frá ölpunum eftir að hafa týnt 2 settum af skíðum vegna BA á Heathrow.. Æ það er nú gott að fá hann heim aftur þessa elsku.
Annars segir maður bara: shinjirarenai desu neh..!!!
Knús frá klakanum,
þín Berglind
berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:36
Ég vil taka það fram að ég hélt að um væri að ræða manneskjur í þessum bloggi hér, en átti svo samtal við mömmu og komst þá að því að um var að ræða litla sæta fugla. Fyrirbyggja allan misskilning fyrir aðra lesendur með ljóst hár gaman að þessu!
Tara litla (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:53
Tara! Góð hún mamma þín. Greinilega ellefti í 1.apríl hjá henni .....en svo sannarlega kominn tími á nýtt blog...við bíðum eftir því.
Kveðjur frá Dardanella.
Ló
o.bjork (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:16
Hæ allir
Var að skríða inn í kytruna mína eftir langa brennslu...og er sjálf brunnin á nefi þar sem kom einn óvæntur majorkadagur í gær og mín kunni sér ekki hóf. Var þó bara í 2 klst í góða veðrinu ...rosalega erfiður dagur í gær ...keppni á milli sólarfíknar minnar og vinnufíknar..reyndi að gera ekki upp á milli. Blogga á morgun ef guð lofar.
Oyasumi nasai
Helga Birgisdóttir, 16.4.2008 kl. 15:45
Guð minn góður! Nú er það staðfest, ég hef verið ljóshærð í síðasta lífi.. eða þarsíðasta þar sem ég var japönsk í síðasta.. Ég las yfir bloggið og þar kemur aftur og aftur fram að um fiðraða perra væri að ræða.. en dirty mindinn minn sá það ekki við fyrstu sýn.. né aðra..
Og aftur fær hún mann til að hlægja, TAKK!
þín B.
P.s. Tara mín, takk fyrir að leiðrétta þennan skemmtilega misskilning!
Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.