Sullað í saki

Merkilegt hvað menn eru hrifnir af þessu ( líka ógeðslega ) saki. Í gær var aftur dinner partý ..15 manns mættu og borðuðu mikið , og töluðu líka mikið .... eftir því sem sakisoparnir urðu fleiri. Þeir kátustu voru í marineringu fram undir morgun !!...þar á meðal finnsku hjónin sem áttu flug heim um hádegið....blessuð sé þeirra minning !
Smokkí mætti aftur með "skrímslið " sitt (sjá eldri mynd af því) og bauð mér ...og ég lokaði enn og aftur augunum og beit í ):
Af veðri er það að frétta að smá vindur var og sólskin í dag ... og ég, sem var orðin eins og hrísgrjón á litinn stóðst ekki freistinguna og fór í smá sólbað upp undir húsvegg í hádegishléinu. Mikið var starað á mig af gömlum krúttlegum vinnumönnum sem áttu leið hjá ....fundist ég eitthvað verri ! - samt var ég í nærbrókinni ! - djók..ég var hreinlega klædd eins og nunna (glitti bara í andlitið) ..enda það í samræmi við líf mitt þennan mánuðinn ...vinna- sofa- borða.
Annars kann ég vel við nunnulífið ...allt svo einfalt; fara á fætur, fara með bænirnar (svo allt haldi nú áfram að ganga vel), vinna ötullega, borða saman og deila matnum, bjóða góða nótt og rölta síðan í litla herbergið sitt og kannski í litla baðkarið og hreinsa litla kroppinn, þvo þvott í litla baðvaskinum og hengja á litlu þvottagrindina sem ég hef inni hjá mér - þá kvöldbænirnar og leggjast síðan á lítinn harðan grjónapung - karlmannslaus!!..... Einfalt og yndislegt (:
Ég er meira að segja hætt að setja á mig andlitð á morgnana ... ég sem fór ekki út með ruslið án varalitsins !
Já batnandi Helgu er betra að lifa (:

P.s
Langar að þakka öllum þeim sem lesa bloggið mitt og þá sérstaklega þeim sem nenna að svara einhverju....ég væri kannski ekki alveg svona ánægð í litla herberginu mínu með litlu tölvunni minni - án ykkar (:

oyasumi nasai ...Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga min ekki leiðinlegt hja þer.gott að heyra hvað allt gengur vel vona að þu njotir alls matar og þessa lika luxus aðstöðu sem þu hefur .. her eru vist paskar að ganga i garð en eg litið vor við það enn bara ja svona veik en er alveg hætt að nenna þvi er að migla her heima og er eins og Palli einn i heiminum .en eg hef bloggið þitt það heldur mer gangandi farð'u vel með þig misssssssssssss uu Hanna

hanna helgadottir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 15:49

2 identicon

Takk fyrir að vera góður penni segi ég nú bara :)

Tara litla (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:36

3 identicon

Hæ stóra systir,

þetta er nú meira lífsreynslan hjá þér þarna úti, mikið spennandi að smakka og drekka. Við mæðgurnar skemmtun okkur vel í Englandi hjá Systu og Co. Kíktum í leikhús Mama mia og fleira. Nú hugsaði ég aðeins (til tilbreytingar) áður en ég  lagði í ferðina, minnug þinnar reynslu, það er ekki endilega hlýtt í útlöndum. Við fórum því í úlpum og sáum ekki eftir því, það var bara kalt.  Góð ferð enda gott fólk sem við vorum að heimsækja (Systa getur lesið þetta eins gott að vera kurteis). Við verðum bara heima um páskana og úðum í okkur góðan mat og páskaeggjum. Hér biðja allir að heilsa, ég auglýsi bloggsíðuna þína þeim sem vilja heyra.

 Páskakveðjur, Matta og Co.

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Elsku Hanna ..láttu nú pestina rjúka úr þér áður en myglan gleypir þig alveg - kann að meta kontaktinn við þig meðan á japansdvöl minni stendur. ...Vakna snemma á páskadag , ...þarf að byrja að brenna í 2 ofnum og fylgjast með þeim á 30 mín fresti í 12 klst.!!...var einhver að tala um páskafrí !! ): ...Annars var ég að dansa við "The Beatles" í eldhúsinu áðan og stakk upp á að við héldum dancingpartý soon ...því var nú aldeilis vel tekið (:

Elsku Heidi...hér er alltaf sjónvarpið á í eldhúsinu, og hátt stillt!! ...ekki mitt uppáhald ): endalausar japanskar sápuóperur og auglýsingar þar sem japanarnir" nota ben" eru gerðir mjög vestrænir í útliti ..með litað hár o.þ.h. !....en ég reyni að vera jákvæð og LÆRA af öllu sem fyrir augu ber (: ....Saki er misvont ..margar teg. til.

Elsku Tara mín ..þú ert nú tíu þúsund sinnum betri penni en ég .....og ég hlakka virkilega til að njóta þess um ókomna framtíð !! (:

Elsku Matta og co. Gott að ferðin var góð enda Systa frábær gestgjafi er ég viss um ! (:

Hér eru engir páskar og mundi ég sennilega hafa gleymt þeim ef Berglind vinkona hefði ekki sent mér PÁSKAEGGIÐ ÆÐISLEGA !!!

Já, það er ekki alltaf heitt í "útlöndum"..og getur líka rignt fjandi mikið!!

Helga Birgisdóttir, 22.3.2008 kl. 15:19

5 identicon

GLEÐILEGA PÁSKA elsku Helga mín 

kveðjapáska

LANA

Lana (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:07

6 identicon

Heyrðu mig nú, þetta er farið að vera í meira lagi undarlegt, 2 dagar síðan síðasta færsla lýsti ferð á hárgreiðslustofu.. ætli þú liggir undir sæng í þunglyndi, lítandi út eins og japanskur mafíósi (með permanett í mjög stuttu hári.. ekki smart)..

Hlakka til að lesa meira um ævintýrin þín Helga mín,

þín B.

P.s. Veit ekki hvort þú færð leshringjapóst en hún Lóló vinkona þín er sko ekki síðri penni en þú, ég hló eins og brjáluð kona áðan..

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband