Páskaegg með Páli pósti

Ég er svo rík af góðum vinum að það hálfa væri nóg. Ein vinkonan er þó alveg einstaklega, ótrúlega, dásamlega umhyggjusöm ...enda alin upp í Japan við góða siði (: Hún Berglind mín sem bjó hér í 7 ár fékk greinilega snilldarhugmynd. Í dag birtist einn af staffinu með þennan líka stóra PAKKA TIL MÍN inn á gólf í studíóinu !! ??...mér leið eins og 5 ára krakka á aðfangadagskvöd - fyrir matinn ... gat ekki beðið með að rífa hann upp og hentist þvi með hann á ljóshraða inn á herbergi. Viti menn.. var ekki líka þetta fína flotta PÁSKAEGG nr 5 frá Nóa Siríusi - UPPÁHALDIÐ mitt "ever" - mætt til Japans ! - búið að leggja á sig ferðalag yfir hálfan hnöttinn þetta grey, og eins og viðtakandi þess var það uppgefið og hreinlega i molum á endastöð ): ...en guð hvað því var vel tekið og verður svo sannarlega vel sinnt.
Í pakkanum var líka ofsalega flott "alvöru dökkt súkkulaði - handmade in Iceland" - líka í molum ! ... að sjálfsögðu eftir strangt ferðalag...sem betur fer, því er ég bauð uppá súkkulaðið inn í eldhúsi þá settust allir spenntir í hring við borðið, neituðu að bragða og byrjuðu að púsla - eins og í góðu fjölskylduboði hjá ömmu í den. Púslþrautin sem óbrotin hefði einungis tekið um 2 mín fyrir 5 ára - tók hátt í tvær klukkustundir með fimm fullorðnum... enda fínustu molarnir á stærð við einn fjórða af litlunögl ...og ég hafði étið einn. Þetta var hin mesta skemmtun og menn aldrei tekið sér svona langa matarpásu hér á bæ. Spurning um að ramma verkið inn og hengja á vegg !
Hlakka til á páskadag - þá verður meira púsl, er egginu góða verður tjaslað saman. Hér er ekki bannað að leika sér að matnum ...enda matur mannsins gaman í Japan.

Dauðlangar í hrökkbrauð - skildi það leggja í hnattferð ??

Þó ýmislegt sé gott hér í mat þá er alveg ótrúlega "óhollt úrval" af brauði ...einungis hvít og sætabrauð...gróft sérðu ekki ..og hrökkbrauð - hvað er nú það ?????? ......ekki skrýtið að maður sé komin með tregðu ): ...og 2 kg í ábót á skrokkinn á tveimur vikum...geri aðrir betur (:

oyasumi nasai
Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lít alltaf við hjá þér og gleðst þegar ég sé nýtt blogg.

Dagur að kveldi kominn. Stressaðir vinnudagar að baki. Páskahreingerning búin. Hreint á rúminu. Páskaeggið ekki komið. Pósturinn Páll í Japan.

Góða nótt frá Dardanella,

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Mikið öfunda ég ykkur af páskafríinu !!....hef þó egg til að hugga mig við. Hér þekkir enginn neina páska og allt staff mætir hér á sunnudag eins og venjulega ( frídagur þess er á mánudögum! )... gef þeim nú samt að smakka á egginu ( ef ég tími ) á sunnudag (:

Heidí...lætur þú bara eitt egg nægja ??

Lóló...það er rétt hjá Heidí ( enda kennari )...það eru engir páskar án eggs frá Nóa - Síríus !

Kv. helga

Helga Birgisdóttir, 21.3.2008 kl. 14:20

3 identicon

Hæ Helga mín!

komin aftur heim til íslands, frábær afmælisferð til St Barths og NYC! Gaman að fylgjast með þér á blogginu, því miður lifði ég ekki nunnulifi síðasta 3 vikur í útlöndum en næstum því! rosalega gott að koma aftur og hitta alla... en ég sakna þín! annars, hafðu það gott og gleðilega páska!

þín,

Lauren

Lauren Hauser (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband