Aftur "viðbjóður" í dinner !

Fór aftur út að borða í kvöld, enda sunnudagur , ...og nú á staðinn þar sem gestir fara úr skónum. Sem betur fer vissi ég það og var vel undirbúin - fór í nýju ullarsokkana mína sem ég fékk senda frá Íslandi. Aftur var allt great nema hvað kolkrabbinn á disknum hefði mátt vera heima hjá sér,.. og ýmislegt annað fremur skrýtið, s.s brosandi síli sem ég vissi ekki hvort voru á lífi eða uppstoppuð - hefði betur gleymt gleraugunum heima. Félagar mínir borðuðu skammtinn minn með bestu lyst, og fegin var ég þegar kolkrabbakvikindið hvarf úr augsýn minni - var nærri því stærri en japaninn sem gleypti það !! Ég varð bara að vera svöng, því í forrétt hafði verið boðið upp á ungana hans. Venjulega eru "ungar" alltaf svo krúttlegir ...... en þetta voru sennilega unglingar enda bólugrafnir og hæðin um 5 cm !
Kokkurinn sem er keramiker í frístundum sýndi okkur þesssar líku fínu skálar sem hann hafði skapað með eigin hendi og brennt í viðarbrennsluofni ...sem þykir hin mesta virðing fyrir leirinn og gefur mjög svo sérstaka áferð - eins og í eld-eldgamla daga ! Ég vildi kaupa eina skálina - en nei það kom ekki til greina -"present for you" - sagði hann og brosti með gjafmildu hjarta sínu. Þeir eru alveg svakalega örlátir japanarnir.... en gott fyrir mann að vita að maður geldur gjöf með gjöf .....og þeirri gjöf verður svo svarað með gjöf ...og svo koll af kolli... þannig að við verðum væntanlega í gjafaskiptum þar til dvöl minni lýkur.
Venjulega eru það forvitnir túristar sem taka myndir af heimamönnum í þeirra juniformum ...en viti menn ein þjónustu"geisan" kom upp að mér - vanga við vanga - rétti vinkonu sinni símann sinn og bað hana að smella einni photo af okkur - ég skil ekki hvað var svona skrýtið við mig ( kannski af því að ég vildi ekki krabbakvikindin) ..en brosti og tók að sjálfsögðu líka photo af "skrýtnu henni" !
Draugalegt en gaman ( fyrst ég var ekki ein ) var að labba heim enda stór hluti leiðarinnar alveg óupplýstur ( alltaf verið að spara ) - nema af tunglinu sem er beint fyrir ofan hausinn á manni (:

Er að leka niður.. enda klukkan orðin 02 og ég vaknaði 06 í morgun,. ...held alltaf að ég verði bara 30 mín í tölvunni....en guð hvað hún bjargar mér blessunin , þar sem enginn er síminn !! (:

Góða nótt.
Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af fréttavef RÚV:

Mikill erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt. Fangageymslur fylltust og vegna þrengsla greip lögreglan til þess ráðs að vista menn í Hafnarfirði. Alls gistu 15 manns fangageymslur.

Já, spádómurinn rættist, bara einni nóttu seinna. Hvað við þolum góða veðrið eitthvað illa en gestrisnir eru Hafnfirðingar.

Fylgist spennt með ævintýrum Helgu og smávöxnu sjávardýranna í Japan. Takk fyrir spjallið á Skypinu í dag. Haltu áfram í þessum stíl, vinkona.

Mínar bestu frá Dardanella,

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:47

2 identicon

Ég er svo glöð að vita að þú skemmtir þér svona vel þarna úti elsku mamma :)
en í guðanna bænum ekki fara að ganga um með svona hveitipúður!  hehe..
Draumurinn sem mig dreymdi í nótt var kannski einhver fyrirboði fyrir því að þú ætlaðir að fara að mála þig litríkt í andlitinu...  mig dreymdi  í nótt að þú varst með græna málningu um allt andlitið á þér ! ég get nú verið berdreymin stundum en ekki veit ég af hverju mig dreymdi það, það boðar eitthvað gott, allt er vænt sem vel er grænt!!
Þín, Tara.

Tara (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:21

3 identicon

hello Helga! konnichiwa? Watashiwa Lana sensei san. How is going? I see you are in the same kitchen as me 1995?!My lovely Shigaraki! Did you meet Mr. Michio Sugiyama,my chief? Ruriko? Does somebody remember me?

I see you like Jap.food, ha?!

Hey kiss everybody in Shigaraki from me.

Have a nice time dear!

kiss

sayonara

Lana Matsushia san

Svetlana (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:31

4 identicon

Hæ Helga min ekki leiðinlegt hja þer hlakka til að koma i mat til þin þegar þu kemur heim .það verður spennandi.Eg er með lungnabolgu og buin að liggja i viku ekki alveg að nenna þvi en get litð annað Ragnheiðður kom og færði mer að borða og lif hun er algjör engill farðu vel með þig og njottu  hlakka alltaf til að lesa bloggið þitt færir þig nær  knussssssssss Hanna

hanna helgadottir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:09

5 identicon

Hæ aftur, enn og aftur og velkomin á fætur.

Svetlana mætt á svæðið eins og hressilegur norðanvindur. Myndin sem þú baðst mig um kemur von bráðar. Einhver fullkomnunarárátta i gangi. Ég hlakka til að fara i páskafrí. Eru páskar í Japan? Gríptu daginn.

Sajonara,

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:34

6 identicon

Hey Helga,

Are you in studio or somewhere with sake? What artistes are with you, from which countries? say something about it...come on...

Dont boiling milk in kitchen be couse japanese throuing up of this smell!

kiss

lana san

Lana san (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Hello my dear Lana. Saki is desgusting !!..never drink that - always working ): Need you here to take me out and have crasy nights. Mostly people from Japan and Korea.. everybody very nice but I need someone crasy as you were in Praque (: ...could you maby visit me ??

Elsku Hanna ...HÆTTU AÐ REYKJA (: ...kannski batnar allt þá. Já það er dýrlegt að eiga góðar vinkonur sem hjúkra manni á sjúkrabeði. Sakna ykkar og finnst ÓMETANLEGT að hafa bloggið og heyra frá góðum vinum !!

Lóló ....engir páskar hér og því ekkert frí fyrir mig ):

Helga Birgisdóttir, 18.3.2008 kl. 13:17

8 identicon

My dearest Helgy !!! You can´t imagine  how much I sorry why I am not with you there!!!! First bcoz it will be the our time together and ever...with aaa loot of crazy funy ,humor times....Second, bcoz I know veeery very good Shigaraki CCPark and sourounding where I saw by bike, beautiful places which I would like to show you, shinto shrines, rice fields....a little stores in Shigaraki, Kyoto...night life in Kyoto...haha..haa....and maaaany ádislegt places...What a pitty..What a pitty!! I really terrible sorry why I am not with you. But ! I am coooommmminiiiing,....!!!!

love you

kiss...

Lana san

Lana san (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband