Enginn þjófur í Japan

Hér eru allir meira og minna workaholicar líkt og ég og þykir gott ef tekin er stutt matarpása tvisvar á sólarhring- og kannski pissað í leiðinni ef tími gefst. Eitthvað varð að gera í þessu svo ég stakk upp á dinnerpartýi á sunnudag -elda saman og hafa gaman - og auðvitað beita bodylanguage yfir borðum - gengur miklu betur þegar menn eru hreifir. Þessu var vel tekið og því varð ég að fara úr vinnugallanum loksins - (sef m.a. í hluta af honum vegna skorts á hlýjum fötum) og gera mér bæjarferð og versla. það er langur vegur í supermarkaðinn svo ég fékk lánað hjól, en þau eru til taks fyrir gesti hér. Ég brunaði af stað- bara 11 ár síðan ég hjólaði síðast en það sannaðist að; ef Helga lærir einu sinni að hjóla -kann hún alltaf að hjóla. Ég parkeraði hjólinu fyrir utan supermarkaðinn og skildi það eftir ólæst- það er svo merkilegt að hér í Japan er ENGU STOLIÐ!! Verslanir sem hafa vörur úti við, t.d. ýmsa skrautmuni og húsgögn úr leir þurfa ekki að hafa fyrir því að taka þær inn á nóttunni !! Þetta er svo dásamlegt við japani - þeir eru svo vel upp aldir; heiðarlegir, snyrtilegir -hægt að sleikja göturnar ( sá einn slá af sígarettunni i poka sem hann hélt á ) og yndislega hjálplegir - þvílíkt sem ég og fleiri getum lært af þeim.
Eins og ég hef áður nefnt eru allar merkingar á vörum hér á táknmáli (fyrir japani), og tók það mig ekki nema u.þ.b. 3 klst að finna eitthvað ætilegt sem ég var ekki hrædd við...annars er allt rosalega djúsi og freistandi (nema ormarnir í kæliborðinu, mér er sagt að þetta séu síli -en lookið er viðbjóður) og ég sem er haldin valkvíða var í mestu vandræðum því karfan á hjólinu tekur engin ósköp - var því alltaf að skipta út úr innkaupakörfunni.

Leiðin heim var upp í móti - nú hefndist mér fyrir að mæta ekki í ræktina síðustu fjóra mánuði ): ...en þetta tókst og viti menn er ég kom í hlað var þar ein lítil krúttleg gömul kella úr staffinu sem talaði og malaði japönsku eins og ég væri innfædd og yfirgaf mig ekki fyrr en hún var búin að finna hjólastæðið fyrir mig fylgja mér inn og endurraða öllu í hillunni minni í ísskápnum !!! (:

Mátaði spennt þykkar joggingbuxur í medium sem ég splæsti á mig í supermarkaðnum - hugsaði þær góðar sem vinnubuxur - gleymdi að hugsa í japönskum stærðum - þær ná upp fyrir haus og líkjast mest svefnpoka í sniðinu - engin furða að þær voru nánast gefins !!

Þá er að henda sér á grjónakubbinn
Oyasumi nasai ....sem þýðir; góða nótt
Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ systir, þetta er mikið ævintýri hjá þér og ljóst að þetta verður mikil lífsreynsla. Ef við förum einhvern tímann í Actonary þá ætla ég að vera með þér í liði þú verður svo góð í líkamlegri tjáningu. Eru orðin 11 ár síðan þú hjólaðir síðast, ekki sællar minningar? Það er gott að það gekk svona vel núna. Það er verst hvað það er kalt hjá þér, hvenær vorar þarna í sveitinni? Þú ert dugleg að skrifa og gaman að lesa línurnar frá þér, takk fyrir það.

Hafðu það gott, heitar kveðjur frá Íslandi, Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 11:14

2 identicon

Sæl kæra vinkona. Ég sé að það er fæðing í gangi. Endurfæðing. Gott að byrja á nákvæmlega á þeim punkti. Það verður gaman að fylgjast með þér. Takk fyrir að skrifa svona skemmtilega og leyfa okkur hinum að gæjast inn í líf þitt í Japan. Sérlega geðþekkir Japanir á myndinni - brosið nær til augnanna. Hlakka til að lesa um dinnerpartíið. Allt gott héðan nema ég er með hálsríg dauðans eins og einhver myndi segja. Fer vonandi að losna við kvikindið.

Kveðja úr einni gráðu, frá einni sem tilheyrir víst skuldugustu þjóð heimsins - Mogginn lýgur ekki.

Lóló

o.Bjork (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:49

3 identicon

Konban-va! (Góða kvöldið)

Já þetta land er einstakt og íbúar þess einstakir.. Skil vel að þú hafir verið haldin valkvíða í matarbúðinni, maturinn er svo "fallegur" reyndar aðeins of fallegur stundum, elin eins og úr tré, bara meira glansandi!

Í sveitinni var ótrúlega mikill snjór, sól í gær og stilla.. dásamlegt veður.. Vonandi hefur matarboðið heppnast vel, verið fjör hjá ykkur.. efasst reyndar ekki um það, japanarnir hafa verið rauðir og glaðir og enskukunnáttan hefur rokið uppúr öllu valdi.. Æ mikið er gott að þú sért svona ánægð, þessir 2 mánuðir eiga eftir að vera fljótir að líða..

knús frá Íslandi, Íslandi, Íslandi..

þín B.

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Hæ Heidí ..Það kostar mikið umstang að fá svör hér því ef þú spyrð einhvern þá nær hann í túlk sem nær svo í annan túlk - sem nær svo í annan túlk ... hvað ætlaði ég aftur að spyrja um ? Er ég spurði um raforkuna skildi enginn neitt og var á endanum hringt í yfirsjeffann á staðnum og hann mætti inn á gólf til mín eins og um líf mitt væri að tefla (: ...en hvað gerir maður ekki fyrir gamla forvitna vinkonu (:

Ég er heilum 9 klst á undan ykkur enda alltaf verið óþolinmóð með eindæmum.

Get trúað að hafi verið alveg geðveikt á skíðum í svona veðri !!!!

Gaman að þú lest bloggið mitt - mun segja frá partýinu soon.

Helga Birgisdóttir, 10.3.2008 kl. 05:07

5 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Berglind mín ..ég er búin að gera endalausar tilraunir að senda þér heilu ritgerðirnar í email á þetta "pylle"...en fæ þær alltaf í hausinn, ...hvaða annað netfang get ég prófað ??

Best er að senda mér á geggab@yahoo.com því hinn pósturinn minn leyfir mér einungis að taka við - en ekki senda frá mér.

Geisan

Helga Birgisdóttir, 10.3.2008 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband