Fló á markaði

Þetta er 3 tilraun sem ég skrifa þessa bloggfærslu...hún þurrkast alltaf út svo nú eyði ég bara örskammri stund í hana. Vildi bara segja að ég fór á  flóamarkað um daginn í Kyoto sem fékk mér til að liða eins og fló á  Risamarkaði, villtist og ætlaði aldrei að rata út aftur!  Keypti kimóna á 1000 yen slikk..sem gera 700 kall ísl !!...bestu kaup ævi minnar , ..nýbúin að kaupa einn mun ljótari "út í búð" á 10.000 yen. Neyddist til að nota toilett staðarins sem var ákveðin áskorun..  tókst með herkjum  að miða á ljóta litla gatið í gólfinu án þess að renna sjálf ofaní...en þó ég noti bara skóstærð 37 þá rúmuðust þeir varla við hlið þess ! Annað en lúxussalernin sem eru víða..taka á móti þér brosandi , opna setuna án þess að hönd á snerti og ylja rasskinnunum svo rennslið verði ljúfara. Smástressandi tilhugsun þó hvernig skola á afurðunum niður, - aðeins 15 takkar  á vegg - á TÁKNMÁLI ...tekst samt á endanum...muna að punkta það niður hjá mér næst !

Annars var þessi flóamarkaður tengdur "temple" þar sem búddamunkar gengu um, fólk kyrjaði og henti peningum í dollur villt og galið , ásamt því að hringja stórum bjölluklukkum svo eftir  væri tekið. Mín kann nú svolítið fyrir sér í kyrjun og muldraði því í barm sér svo lítið bæri á ....skrýtið að  áðurnefnt toilett ( eða toire með japönskum framburði) er mér samt  mun minnistæðara frá þessum degi !! 

Oyasumi nasaii 

Oyasumi nasai 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þú ert þarna. Smá ráð frá mér:

Skrifaðu bloggið í Word og notaðu svo copy og paste - ekkert vit í öðru.

Sumardagurinn fyrsti hérna megin. Eftir að tvær skellibjöllur yfirgáfu svæðið um hádegi var allt tekið í gegn undir dynjandi hljóðfæraslætti af geisladiskum - betra en að hafa hljómsveit. Hún hefði bara þvælst fyrir. Vildi gjarnan fá fleiri myndir af afurðum þínum. Þú sendir kannski tölvupóst.

Sumarkveðjur,

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:47

2 identicon

Sæl Helga mín!

Gleðilegt sumar. Takk fyrir yndislega kortið og hlý orð. Ég er búin að vera í hektískri vinnu á mörgum vígstöðvum en nú er að hægjast um. Þá vantar mig pening. Er búin að ákveða að ég fái endalaus aukaverkefni í sumar svo þetta reddast allt. Er meira að segja að fara að leika í sjónvarpsþætti. Átti að taka upp á lögreglustöðinni síðasta vetrardag en þá voru allar geymslur fullar af vörubílsstjórum svo að það varð að fresta tökum. Er Sverrir að mótmæla????? Talandi um flær þá er ég öll útbitin eftir einhver kvikindi og er að fara að kaupa flóafælur á kettina og svo er önnur tilraun að losa mið við þessa óværu með því að viðra og þvo og ryksuga!!!!!! Ég lét skila því til endurskoðandans að þú kæmir um 20 maí og var sagt að hann hefði samband ef það væri EKKI í lagi en það virðist vera í góðu. Fer svo til hans á mánudag...

Gott að heyra í þér hérna á blogginu og nú er sýningin sennilega farin að taka meiri tíma því færslum fækkar hjá þér. Svo er ekki langt í að þú komir heim. Hlakka rosalega til að sjá þig.

knús

Ólöf

Ólöf Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Hæ mín kæra Ólöf. Gleðilegt sumar !! Já það er unnið frá 07 á morgnana til amk 23 ...og heppin ef ég tek matarhlé,....þvílíkur þrældómur ...en þetta vel ég nú ..þarf að láta tékka á heilanum á mér..og kaupa þá nýjan af hollenska artistanum. Flærnar vita bara hve umhyggjusöm þú ert og skiljanlegt að þær vilji vera ! Takk fyrir endurskoðandatékkið. Veit það verður brjálað hjá þér í buisness í komandi tíð. Hef skrifað blogg á kvöldin (nóttunni) þó lúin sé en þau eyðast oft og birtast ekki ...þarf að nota "wordið" segir nafna þín mér.

Helga Birgisdóttir, 26.4.2008 kl. 14:18

4 identicon

Hæ kæra systir,

það er orðið nokkuð síðan ég kíkti hérna inn og gaman að sjá að allt er í lagi með þig þó þú fáir ekki flatkökur og lifrapylsu. Hvernig er eiginlega vöðvabólgan núna eftir allt þetta hnoð eða ertu kannski dugleg að fara í nudd? Skemmtilegt að sjá myndirnar, allt svo ótrúlega ólíkt, bíddu bara þú færð svona nett menningarsjokk þegar þú kemur aftur heim, svo vantar líka bleika litinn. Sverrir getur nú kannski sprautað trukkinn sinn bleikan fyrir þig, hann tæki sig nú vel út í sjónvarpinu þannig.

Takk fyrir kortið um daginn, aldrei áður fengið póskort frá Japan. Það er barasta að koma sumar hér, farið að hlýna og sól skín í heiði, a.m.k. í dag. Héðan er allt hið besta að frétta, allir hressir og kátir að skríða úr hýði eftir veturinn. Hafðu það sem allra best og gangi þér vel með sýninguna, ég kemst því miður ekki, er að vinna þennan dag, annars hefði maður svo sem kíkt örugglega.

Bestu kveðjur, Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 19:56

5 identicon

Ég get ekki beðið eftir að þú komir heim, þetta er stundum lengi að líða finnst mér... en gott að allt gengur eins og í sögu

Tara litla (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 20:55

6 identicon

Löggan tók mig fastan við Rauðavatn og setti mig bak við lás og slá,ég á í vændum margra ára fangelsisvist fyrir að standa við samfæringu mína.Sem er að fá stjórn völd til að skilja að þetta gengur ekki lengur að hlusta ekki á hjarta sitt sem slær ekki í takt með þjóðini. Mér finnst það ekki rétt að svifta mig rétti mínum fyrir að langa til að gera þig glaða og  mála bílinn minn bleikan og bláan fyrir þig,til minningar um japans dvöl þína....Bara smá DJÓK.! Hér hafa verð í gangi mótmæli að hálfu vörubílstjóra,en ég hef nú ekki verið í því elskan vegna þess að ég hef staðið í öðru og jákvæðari hlutum.Loksins er ég komin í samban aftur við umheiminn og get látið ljós mitt skýna alla leið til þín og hinna sem lesa bloggið þitt til að forvitnast um ástar játningar mínar til þín elskan.... Grænir af öfund og samleðjast í senn.. það væri ekki leiðinlegt að skreppa á sýninguna hjá þér elskan og  brúka einn smokk með þér um kvöldið,að hætti japana,enn það verður ekki að svo stöddu elskan... Við gerum það bara seinna hér heima í staðin og bjóðum kanski vinum að taka þátt í því með okkur ef það langar að kítla bragðlaukana eftir sýningu hjá þér. Bara hugmynd.... það gerast margir skemtilegir hlutir hérna í sveitini,eins og í dag þegar ég hitti Berglindi,Dag Inga og fékk dásamlega grillveislu hjá henni og Jóni Skúla frænda hennar,sem var að halda afmælisveislu í bústaðnum rétt hjá lóðini minni..En svo verð ég að segja þér að bænin var ekki að virka þarna um daginn og tel ég að sá góði ætli mér enn betri hluti í staðin og mig hlakkar mikið til að sjá hvað það verður... Farðu nú varlega í undir búninginn á sýninguni og gangi þér sem best með hana elskan....1556 kossar og knús..     

Samband komið á........ (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Sverrir minn sveitó ! ...bænin mín virkar víst !!..þú veist bara ekki hver hún var ! Þú heppinn að hitta á þessa flottu grillveislu ...hlakka til að fá svoleiðis nammimat!!! Annars fékk ég íslenskar pönnukökur í kvöldmat...uppáhaldið mitt ! Gleður mig að  sveitasælan fullnægir þér í fjarveru minni.  Sendi þér  japanise kossa úr austrinu..1557 stk !

Matta...getur þú ekki fengið frí þennan dag...þetta er nú engin venjuleg sýning ! Ekkert farið í nudd eða annan munað...en dreymir um það. Ein okkar leitaði að nuddstofu um daginn og hélt hún hefði fundið staðinn þar sem hún sá kvennaskóm raðað öðrum megin innan við innganginn og karlaskóm hinum megin ...en þetta reyndist restaurant ín japanise style!!!  

Elsku Tarastan mín ...kem heim þann 19 maí ..ef guð lofar og hlakka óskaplega til að knúsa þig !! 

Helga Birgisdóttir, 27.4.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband