"stelpó" japan

Allt óskaplega stelpulegt í japan, bleikt og krúttaralegt...sennilega áhrif af cherryblossomunum sem eru í tugum tegunda í hinum ýmsu bleiku litum. Hér telst fullkomlega normalt að hafa sætin í rútunum nærbuxnableik og eins  og ég hef áður sýnt þá eru jafnvel röff skurðgröfur bleikar og fjólubláar....hugsa sér !. Leigubílstjórarnir eru lika í krúttlegu tískunni og klæða bílsætin með hvítum blúndum í stíl við hvítu hanskana sína. Já og mín sem hefur aldrei þolað bleikt hefur smitast af þessari væmni og er farin að nota bleikan leir..undarlegur litur á leir sem er sennilega hvergi til nema í þessu undarlega landi. Og það á bókstaflega að kæfa mann í væmninni ..einn japönsku gæjanna mætti með blúndusvuntu í studioið...án þess svo mikið sem afsaka sig ! ...ja heimur batnandi fer. Hann klæddi þo hausinn á sér í tusku eins og svo margir gera hér en hlutverk hennar er margvíslegt, s.s skýla sér fyrir sól, þurrka sér um hendur og af borðum ..og svo snýta sér ef þörf krefur. Sem sagt allt lítið og krúttaralegt...enda lítið pláss til umráða fyrir hvert stk. japana og fylgihluta þeirra. Rakst á lítinn sætan bíl um daginn sem átti ekki stærra herbergi en ég...skil ekki enn hvernig hann komst inn til sín ...má ekki muna hársbreidd !! ..tók mynd af honum sofandi sem þið getið spáð í. ..Og svo bleik blóm á veröndini hans !!

Oyasumi nasaii 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ, pink lady

það væri kannski ráð að senda litlar bleikar prinsessur til þín, þær fengju kannski yfir sig af þessu bleika. Það er a.m.k. ekki hægt að segja að það sé bara grátt þarna eins og sums staðar. Hér er fallegt veður í dag en það vantar alla liti enn. Ég myndi ekki vilja bakka þessum bíl þarna inn og efast um að Varði myndi biðja mig um það eftir að ég tók grillið með mér einu sinni út úr skúrnum eða næstum því. Er kannski keyrt inn í skúrinn hinum meginn frá? Japaninn er s.s. vanur að láta fara lítið fyrir sér og læðast um, eitthvað annað en við. Hvernig er það, verður þú þarna í listamannabúðunum þar til þú kemur heim? OG FARÐU Í NUDD þú ert ekki á hverjum degi í Asíu. Ég hugsa enn til nuddsins í Indónesíu, ummmmmmmm.

Bið að heilsa og gangi þér vel, Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:53

2 identicon

okay þetta er furðulegra land en ég hélt
p.s ég reiknaði vitlaust í ruslpóstreitinum góð ávísun á stæ prófið sem ég er að fara í :)

Tara litla (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:36

3 identicon

Já þú ættir að prófa að vera með litla stúlku á þessum slóðum, það hópuðust heilu stúlknagerin í kringum hana Sunnu mína á sínum tíma og skríktu "kawai neh, kawai neh" (sæt sæt!).. ótrúlega krúttlegt..

Ofboðslega fallegar myndir af verkunum þínum sem ég var svo heppin að fá, ekki selja allt!

Bless kex,

Berglind

Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 20:51

4 identicon

 það verður bleik og blá veisla þegar þú kemur heim elskan. Flott verkin þín svona bleik. Mér voru að berast fréttir af nýfædum frænda sem ætlar að eiga heima í Njarðvíkum og láta Sirrý Ömmu og Jómba afa dekra við sig í framtíðini.það gekk allt vel og kom hann viku fyrr í heiminn enn ráð var gert fyrir.Nú fer að líða að því að ég hætti hér í sveitini í bili vegn veðurs.Hér er veðrið brjálað og gengur þá ekki upp að vinna í slíku veðri,mikið nær að njóta sólarinnar við veiði og slökun og trjá rækt og andlegar æfingar En það verður ekki svo gott að þessu sinni,því vinnan bíður eftir mér í bænum og verð ég þá aftur BORGARI sem skuldar minna á eftir í staðinn,nema verðbólgan éti það upp. Nei þetta reddast alt saman eins og landinn veit og þú kemur heim í óða veðbólguna með fult raxxxx af seðlum..jenum eftir söluna á verkonum þínum elskan!            Dækoass mjeka anorrrú tú kújakesan..Sem þíðir á japönsku...   Gangi þér sem best.

sverrir 2 (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband