Sýning framundan

Já nú ætlar mín  að skella upp einni einkasýningu hér í Shigaraki þann 2. maí...og ykkur er öllum boðið !

Ekki var nú þessi ákvörðun mín til að létta á stressinu og þeir sem mig þekkja vita það mætavel að nú verður ekki mikið sofið!! ....og svo borgar maður fyrir þrældóminn ! ...því meira sem ég vinn, því meira  borga ég ..eitthvað öfugsnúið við þetta ? Drulluöfunda belgísku konuna sem hefur sinn mann með sem assistant , ...hnoðar leir og ýmislegt fleira, geri ég ráð fyrir eftir að vinnudegi lýkur.  Hún brosir allavegna mikið á morgnana, hlær jafnvel ....! Ég brosi nú líka þó líkaminn sé allur í graut, en er svo heppin að sú belgíska er að gera ýmsa varahluti úr postulíni s.s bein, fótleggi með lökkuðum tánöglum, innyfli og jafnvel heila !!...ætlar að halda sýningu í maí og ég er að hugsa um að fjarfesta í einum slíkum ..til að gefa á jólunum. 

Var að koma úr afmælisveislu í eldhúsinu, með blöðrum, mat og alvöru surpriseafmælistertu sem borin var á borð í myrkri með hvellettum og söng...alveg eins og í amerískum bíómyndum ! Einn gæinn var meira að segja með skammbyssu (hvellettu)og skaut með látum á allt kvikt. Ég var útkeyrð fyrir og kvaddi því kl 23 ( til að skrifa blogg) en mikið var suðað í mér að dansa fyrir liðið...( hlýt að vera helv. góð )...slíkt geri ég samt  einungis gegn gjaldi og því var ekki til að dreifa nú.

Hér kom ansi góður majorkadagur í gær með þvílíkri blíðu ...og mín fór í stuttbuxurnar og skrópaði í vinnunni í 3 klst um morguninn ..til að njóta sólar...hefndist fyrir og brann í skinninu, eins og leirinn minn í ofninum. Hélt að nú væri vorið loksins komið, en...þá fór hann aftur að rigna  og mun gera það áfram.. (shit)..minnir mig á haustið heima !

Hingað koma margir gestir til að skoða svæðið (The Ceramic cultural park))..og artistana við vinnu. Ca 200 stk af skólakrökkum í uniformum komu einmitt í dag með elskulegum kennurum sínum og maður er vinsamlega beðin um að segja eitthvað gáfulegt sem er svo transleitað yfir á japanise ...að ég held. Starfsmaður hér sem fylgir hópnum byrjar á að kynna ; ..Helgasan ..Iceland...og brosir breitt..og ég þá auðvitað líka.  Allslags hópar koma oft  í viku og maður er eins og dýr í sirkus ... þarf að sýna listir sínar   ...en fær ekkert borgað. Heppilegt að ég hef vott af athyglissýki svo þetta pirrar mig ekki hið minnsta (: ..fæ jafnvel kikk !

 

Oyasumi nasaii...úr austrinu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha sniiiilld mamma

Tara litla (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:57

2 identicon

Ég er ánægð að heyra að sólin lætur sjá sig í henni Shigaraki... og að þú látir freistast. Þú átt alveg örugglega inni fyrir því. Já, get alveg ímyndað mér stressið sem er í gangi hjá manneskjunni. Njóttu þess að undirbúa sýninguna og hafðu bara gaman að. Ég sé ekki betur en þú sért að gera alveg klikkaða hluti - fyrirgefðu orðbragðið. Hlakka til að fá meira blog og fleiri myndir. Vertu slök. Þarna ætlaði ég að gera broskall - en kann það ekki.

Lóló - sem ætlar út að hjóla.

o.bjork (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:11

3 identicon

Hæ Helga min gott að heyra hvað er nog að gera hja þer þu ert ekki su sem situr bara og biður ,bloggið þitt er frabært og er eins og þu sert her bara i næsta husi. eg fer til Barcelona a manudaginn og vonandi fæ eg sma sól i kroppinn annars er vorið alveg að detta inn herna. farðu vel með þig og njottu dvalarinnar hlakka til að heyra meir fra þer knussssssssss  Hanna

Hanna Helgadottir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Elsku Hanna...góða ferð og njóttu Barcelóna , verst að taskan þín kemst ekki með ):

Lóló mín kæra...bara minna á að dreypa aldrei á rauðvíni áður en stigið er á pedalann. 

Helga Birgisdóttir, 19.4.2008 kl. 14:33

5 identicon

Hæ aftur. Vil hvetja vini Helgu að láta í sér heyra á þessum vettvangi. Veit að það er mikils virði þegar maður er langtíburtistan. Konan er greinilega alveg eldspúandi með reykinn þvílíkt út úr eyrunum við að undirbúa þessa sýningu og gefur sér engan tíma til að blogga. Stuðningskveðjur frá litla skerinu sem er kannski ekki miðpunktur alheimsins þó okkur sé svo gjarnt að halda það. Það er bara allt í lagi og svolítið krúttlegt.

Helga! Er í lagi að hjóla þegar maður er búinn að drekka te?? Ég ætla alla vega að prófa það núna.

Var í high tea á Nordica - mæli með því.

Kveðja frá Dardanella,

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:30

6 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Hæ Heidí..fæ verulegt samviskubit að heyra hvað þú ert ofvirk ...ekki þó að það komi mér á óvart. Vildi að ég hefði svona gaman af líkamlegu púli... kannski i næsta lífi. Vona bara að þú njótir alls í botn, sem ég veit þú gerir ...og vinnir keppnina í súludansinum ! Ég er væntanleg á klakann þann 19 maí ef guð lofar....og svei mér þá ef mér er ekki bara farið að hlakka til !!!

´

Helga Birgisdóttir, 23.4.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Lóló mín ...mundi fara varlega í hjólreiðarnar eftir tedrykkju, ...nema þú sért vön hvoru tveggja ! Já um mig standa logarnir ..var að slökkva eitt bálið..og mun kveikja annað early in the morning !

Helga Birgisdóttir, 23.4.2008 kl. 15:07

8 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Var að kíkja á forsíðuna og sé þá að nýjasta bloggfærslan mín er ekki þar ...ekki í fyrsta, en vonandi í síðasta sinn sem það skeður .. Gremjulegt að eyða miklu púðri í skriftir sem svo bara þurrkast út ! 

Geri fljótlega aðra tilraun

Helga Birgisdóttir, 24.4.2008 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband