Ferðasaga til næstu borgar

Nú er ég lent aftur "heima" ...og mikið glöð, eftir frábæra en átakamikla ferð til Kyoto ..með þrjár töskur, fullar af "smávegis" sem ég keypti ! Fyrsta daginn var ég í fylgd vinkonu minnar frá Franse og hennar japanska vin...þau gistu annars staðar í borginni en treystu mér ekki til að týnast ekki. Ég hlýddi og fylgdi þeim eftir .. líkt og Rómeó Töru minni ! Við byrjuðum á "alvöru" traditional restaurant þar sem allir fara úr skónum ( eitthvað sem ég geri aldrei nema í bólinu ) og setjast svo á púða í gólfinu og safna náladofa. Við hlið okkar sátu kvenkyns verur í tilkomumiklum kimónóum, eins og alvöru geisur ...enda sunnudagur ! Maturinn var æðislegur... fannst vinum mínum, en ég bara brosti, enda mátti vel við að missa einhver grömm. Fæðan samanstóð af brúnum ljótum núðlum sem dýfa átti í skál með einhverslags soyjasósu og sjúga svo upp í sig. Ekki smart, en skánaði þó er desertinn kom ..sem var (ólogið) SKOLPIÐ af núðlunum, þ.e. vatnið sem þær höfðu verið soðnar í . Sniðugur siður frá gömlu dögunum þegar fátækt var mikil og allt því vel nýtt! ...enda mesta næringin í þessum vökva og bara ansi bragðgóður. Hlakka til að bjóða gestum í mat heima, sýð kartöflur og þarf ekkert að hafa fyrir desertnum !!! Eftir þessa myndugu máltíð böðuðum við okkur í cherryblossoms ...og verð ég að segja að mín tók ANDKÖF...ótrúleg fegurð í massavís um borg og bí. Margar tegundir eru til af sérrítrjám með mismunandi bleikum blómum, en þau endast því miður einungis í fáeinar vikur. Þá þyrlast blómin af með vindinum eins og fífurnar heima og varð ég vitni að því um kvöldið er trén eru upplýst ... hrífandi fallegt sjónarspil - en "sorglegt" á einhvern hátt ...enda japanarnir miður sín lengi á eftir og þurfa mikið saki. Ég hef að vísu aldrei verið fyrir bleikt ( taki sumir eftir !) en þarna hélt ég varla vatni og því gott að hvergi var vín hægt að fá. Borgin er gríðarstór eins og alvöru stórborg á að vera og ferðuðumst við bæði í underground-metróum og overground -járnbrautarlestum.
Um kvöldið borðuðum við svo aftur á traditional restaurant ...og mér leið eins og "barni í Biafra" er ég skreið heim á hótelið mitt sem var í "japanise style "og inn í klefann minn sem var nánast "tómur" ...i laginu eins og langt box , ca. 2.5 x amk. 8 metrar ...og slökkvarinn við dyrnar ! Dýnan lá á gólfinu við hinn endann, fjærst dyrunum ...hefði verið gott að hafa vasaljós á leið í bólið...sem var helv. hart. Vaknaði um miðja nótt við skerandi sársauka í eyranu ...kramið á milli höfuðkúpunnar og "koddans" ,...harðir naglar þessir japanir, ..sofa á hörðu gólfi með harða kodda og kvarta aldrei. Var glöð er næsti dagur reis, .. hljóp við fót niður í morgunverðinn sem var included...þar var mér þjónað eins og prinsessu og ekki vantaði hve maturinn var hrikalega flottur.... en líka afspyrnu VONDUR, mallandi tofu í fondupotti og ýmislegt súrmeti skríðandi í litlum skálum....ekkert rúnstykki og ostar á þessum bæ ): Ég flýtti mér út og fann taxa sem skutlaði mér í "The Silver Temple" Tíndi slatta af silfri úr annarri buddunni minni einhverstaðar á leiðinni ):.. en nóg eftir í hinni ( er svo forsjál að skipta peningunum mínum á tvo staði á líkamanum, maga og mjöðm ) Er ég hóf göngu mína eftir moldarstígum í þessum líka fallega garði ...þá kom STEYPIREGN ..og vatnið óx og óx...allan guðslangann daginn, svo sullaði í fínu leðurskónum mínum og vinda mátti úr buxunum....þarna fékk ég í fyrsta sinn pínulitla heimþrá og hugsaði um heita baðið mitt í Skipasundinu ! En ég lét mig hafa þetta enda sannur víkingur, keypti regnhlíf, en mína hafði ég skilið eftir í hótelklefanum ( hugsandi veðurfræðingum þegjandi þörfina ..jafnvarhugaverðir og lögfræðingar ). Það er ekki þverfótað fyrir fólki á þessum túristastöðum og mætti alveg grisja fjöldann ..en ástandið varð ekki minna en stórhættulegt þegar hver einasti haus var komin með regnhlíf, held samt að ég hafi ekki augnstungið neinn og blessunarlega hélt ég mínum líka. Ég notaði ýmiss ráð til að lifa vosbúðina af ...brá mér inn í skrítna skóverslun og mátaði voðaskrítna japanska inniskó í öllum regnbogans litum ...bara til að hlýja mér á tásunum...afgreiðslukonan var með pínu gervibros þegar lak úr sokkunum mínum er ég tróð mér í skóna svo ég þorði ekki annað en kaupa þá ...bara pínu of stórir !!
Mikið er annars gaman að versla "pínulítið" í Japan ...öllu er pakkað inn með þvílíkri virðingu og natni og afgreiðslufólkið bugtar sig og beygir og þakkar þér endalaust fyrir, líkt og þú hafir verið að versla bifreið en ekki bursta sem kostar 150 kr. Þessvegna var ég alltaf að kaupa eitthvað "pínulítið" og þurfti svo að kaupa hliðartösku í millistærð á mjög góðu verði til að bera allt þetta pínulitla í.
Allan þennan dag hafði ég lifað á kaffi og tertum þar sem ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að kaupa "mat" til að leyfa. Mér hafði tekist að finna þrjú "venjuleg" kaffihús með yndislegum Cappuchinoum og venjulegum kökum ..en kökur hér smakkast annars oft eins og snakk. Er ég hafði dröslast hundblaut heim í "klefa" og skipt yfir í þurrt þá skaust ég út aftur til að snæða, ..fór FYRST með bænirnar mínar ...og fann PIZZUSTAÐ með hlaðborði af pizzum og salatbar með engum hrísgrjónum !! (: ...allt fyrir 500 kall ..já máttur bænarinnar er mikill !!
Notaði hana líka daginn eftir ...og var leidd áfram eins og í draumi ...rambaði á alla staði sem voru á prógrammi mínu án þess svo mikið sem leita eða líta á "mappið" ! ...og hér er ég að tala um óteljandi ruglingslegar götur sem eru 100x stærri en Laugavegurinn í 101 Reykjavík. Hafði t.d. ætlað mér að taka taxa í Gallerí Maruni sem ég vissi ekkert hvar var niðursett og nennti ekki einu sinni að pæla í því...en var þá bara stödd fyrir framan það, rétt si sona ! Í galleríinu hitti ég portúgalska listakonu sem býr í Kyoto, sem talaði reiprennandi ensku (þvílíkur lúxus)..og spurði ég hana því hvar ég gæti fundið hraðbanka. Hún tjáði mér að einungis einn slíkur banki væri í Kyoto sem tæki evrópsk kort !!!...og hún var einmitt á leið í hann ...þvílík slembilukka !...og við fengum okkur þetta líka yndislega cappuchino á leiðinni og franskar vöfflur með ís ...Sem sagt dásamlegur dagur, engin rigning ...og ég á leiðinni aftur heim til Shigaraki reynslunni ríkari ; ...ALDREI AFTUR 100 % "japanise style" ...allt best í blandi.

Oasumi nasaii...Helga

Því miður hafa þeir hjá mbl.blog.is breytt hjá sér tækninni við að senda myndir og það hefur ekki gengið enn í minni tölvu...en ég vinn í málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ha, ha, skemmtileg saga. Þarf að lesa hana betur, er að hoppa út. Þú veist hvert. Búin að senda þér tæknilegar upplýsingar í tölvupósti sem ég vona að þú getir notað svo við fáum að sjá myndir. Ha, ha, ég er enn að hlæja. Þú kemur okkur í gott skap.

Mínar bestu úr Dardanella þar sem vorið er að lyfta pilsfaldinum í dag.

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:47

2 identicon

Komin heim. Nú er allt orðið hvítt - ekki einu sinni fyndið.

Þetta var þá bara vorið að daðra rétt einu sinni.

Gnótt.

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:00

3 identicon

OH! Nú lætur öfundarpúkinn á sér kræla hjá mér.... Mig hefur dreymt um í mörg ár að komast að sjá kirsuberjablómgunina í japan! Fór alltaf að skoða eplablómin hjá Hamborg þegar ég bjó þar, yndislegt alveg, heilu akrarnir af blómguðum trjám! Vorið er yndislegt og þó svo snjórinn komi að kveðja okkur þá stoppar hann varla lengi í þetta sinn. NJÓTTU Helga og svo bíð ég spennt eftir myndum.

Vorkveðja frá Kollu á ástarskýjinu í Skipasundinu góða ;o)

Leigjandinn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Hæ skvísur. ÉG verð nú eiginlega bara öfundsjúk þegar ég heyri um þetta fallega vorveður og snjófölina .....annað en rigningin hérna ...endalaus ...bíð ekki í að dvelja hér á regntímanum ef "þurrkutíminn" er svona ! En kirsuberjatrén eru nú að byrja að blómgast hér í Shigaraki líka ...og ég sleppti úlpunni í dag (:

Helga Birgisdóttir, 9.4.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Komnar myndir ...loksins (: ... Sendi fleiri á morgun

Helga Birgisdóttir, 9.4.2008 kl. 16:08

6 identicon

Frábært að heyra hvað það er mikil rigning hjá þér...... djóók.

Ég sakna þín mamma og gaman að sjá nýju myndirnar :)

Tara litla (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:48

7 identicon

Frábært hvað rigningin eltir þig elskan og að hún sé þá ekki hér á meðan.....Bara smá grín ..... Mér finst eins og að þú eigir ekki neinn uppáhalds mat þarna í japan,eða eingan rétt sem þú hefur lært sem þú svo gætir boðið upp á þegar þú værir komin heim,nema þá smokkinn sem ekki er flókið að matreiða á japanska vísu hér heima á íslandi.þú finnur einhvern viðbjóð til að bjóða okkur þegar þú kemur heim elskan. Hei já, við gleimdum að gera samkomulag þegar þú varst í Kyoto og bóka það svo...enn það reddast bara seinna elskan og hafðu það barasta gott áfram....

sverrir sssssssæææææææjjjjjjjjjjjjj...... (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:31

8 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Hæ mínir kæru !! ...heitar og blautar myndir frá Kyoto !! ...og  ekkert lát á rigningunni hér á bæ ): .....eins gott að ég er ekki sólarfíkill !!

Helga Birgisdóttir, 10.4.2008 kl. 13:39

9 identicon

Hæ.. Ég er hérna staddur hjá stelpunum að skoða ferminga myndirnar og notfærði mér í leiðini tölfuna hjá þeim til að geta sagt þér hvar ég væri staddur,náturulega í bænum. Þar verð ég í vinnu nátúrulega eins við er að búast og þó,smá veisla á sunnudaginn hjá þeim gamla,sem ætlar að verða 75 ára á morgun og hnoða í nokkrar tertur og bjóða afkomendum og lausum endum ...nei bara smá grín,hann á bara okkur 5 börnin og fékk svo nokkra áhangendur með þeim.Mér þótti vænt um bréfið frá þér og það hefur bjargað bæjar vistini algjörlega og hef lesið það fyrir svefninn.Vaknað með það svo og lesið áfram til hádegis.tekið matarhlé og haldið áfram...að hugsa til þín og hvað verði næsta ævintíri hjá þér til að segja frá... Hafðu það gott þarna áfram og ég reini kanski að skæpa til þín ef tími gefst...1098 kossar ..veða að duga núna. 

Sverrir 2 (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband