Bænir virka !

Jæja þá er það sagan af hárgreiðsludömunni og mér (: - Lagði af stað árla morguns á hjólinu mínu.. á fund sem myndi skipta sköpum fyrir skap mitt næsta mánuðinn. Túlkurinn mætti á sama tíma enda eins gott !! Það fór dágóð stund í fyrirmæli og þýðingar ...og til öryggis þá rissaði ég upp óskir mínar og kom þá teikninámið sér sérlega vel. Þegar allir höfðu kinkað nægjanlega oft og vel kolli þá yfirgaf túlkurinnn svæðið og skildi mig eftir ALEINA með japönsku hárgreiðslukonunni sem talaði alls enga ensku ..hugsa sér !
Hún lagði mig í "tannlæknastól" og hallaði mér vel aftur, setti tusku yfir andlitið og sprautaði með þvílíkum krafti að ég mátti þakka fyrir að halda höfuðleðrinu !! ..en guð hvað þetta var þægilegt nudd og síðan setti hún HEITT á axlirnar og NUDDAÐI þær ...draumur (: ....mætti kenna minni heima þetta. En svo kom að því hræðilega, hún tók upp skærin ...og ég fór með bænirnar mínar ...lokaði augunum og þuldi KEEP TRUSTING ..keep on trusting ..og þorði ekki að kikja út fyrr en ég neyddist til. Ég hafði að vísu tekið með mér lesefni, bók um Japan sem ég hafði ekki gefið mér mikinn tíma að kíkja í fyrr ( engin Séð og heyrt blöð þarna á skiljanlegu máli )...en, nei aldeilis ekki sem ég mátti lesa ,.. ég varð að vera stillt og sitja kyrr með hendur undir slá svo ekki félli hár á hendi ...til þess var nú sláin gerð!! Svo til að halda hugarró þá var best að hafa augun lokuð.
Eftir að hafa litað mig með "einhverju" sem vonandi myndi ekki eyðileggja líf mitt þá pakkaði hún mér inní SELLÓFAN ...ég þakkaði fyrir að enginn kunnugur var nærri. Hef tekið eftir því hve öllu er ofpakkað inn hjá þessari þjóð..einn ostur í þremur pakkningum- hver yfir annarri...og þarna var ég orðin jafn óumhverfisvæn og hann !
Jæja en þegar ég loks leit á úrslitin þá sá ég að vantaði ekkert nema kimoinn og hvítt hveiti til að verða hin fullkomna geisa,...bara spurning hvort ég vil verða "geiko" sem eru "alvöru" geisur, mikið menntaðar í alls kyns listum, s.s. dansi, spjalli við kalla, og að spila á þriggja strengja "gítar"....eða " onson" geisha ...sem er að öllum líkindum styttra nám- með áherslu á erótík (: .....sef á því.

Sjá má úrslitin á selvportretti sem fylgir

Oyasumi nasai
Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýja Helga er flott!!

Klippingin og einhver mildi yfir konunni.

Frá Dardanella,

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:49

2 identicon

Mamma, mér lýst bara vel á nýju klippinguna!! 
ég sé breytingu hér á sem er bara mjög töff samt!!
Þú ert alltaf jafn svöl  já....
... og orðin örlítið japanskri í lúkki

Tara litla (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:34

3 identicon

Hæ, hæ alltaf jafn erfitt að komast í gegnum ruslpóstvörnina, ÚFF. Eins gott að vera sleip í stærðfræðinni. Til hvers er þetta, til að aðilar með ákveðna greindarvísitölu geti skotið inn orði?  Bara svona pælingar.

Hafði einmitt áhyggjur að þú kæmir með sítt hár heim með sveigjan topp skiptan í miðju eins og á síðustu öld. En þetta er bara fínt, betra en þú þorðir að vona örugglega. Það er nóg að gera hjá þér, ART IS PAIN ekki bara beauty. Það verður tómur lúxus þegar þú ferð að setja inn ofninn þinn heima. Nú er páskafríið búið, fékk samt engan ís, skil þetta ekki. Kann ekki alveg að vera heima um páska, mamma, amma og afi komu samt í mat og við borðuðum sama og um áramót ásamt bombu, ég vissi að það vantaði eitthvað. Kannski maður fari bara í vesturbæinn og kaupi einn slíkan eins og sumir gera reglulega!

Gangi þér með með nýja lúkkið og allt hitt, kv. Matta

Matthildur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:32

4 identicon

Matta mín svo ég svari spurningu þinni um ruslpóstvörnina, þá er ég sammála því að þetta sé mjög svo skemmtileg pæling hjá þér, þetta er held ég gert í þeim tilgangi að það séu ekki óprúttnir aðillar að senda einhvern fjöldavírus í gegnum síðuna.

Tara (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Matta þú ert nú KENNARI og því mikilvægt að þú haldir lélegri stærðfræðikunnáttu þinni leyndri. Ég þótti góð ef ég náði tveimur í stærðfræðinni í den ! ..get sem betur fer sem "eigandi Bloggsins" sloppið við flókna reikningsdæmið og skrifað beint. Gott að allir höfðu það gott um páskana (:

Kv. Helga

Helga Birgisdóttir, 29.3.2008 kl. 15:08

6 identicon

Fyrir mig er frábært að sjá hvað japanska töfrakonan konan hefur staðið sig vel í þínu hári...sem er sko ekki allra.

Þegar ég sé myndina af þér, kemur þessi sigurgleði verðlaunanna sem ég fæ alltaf þegar ég stíg inn í óttan..Hár eða annað mikilvægt, skiptir ekki máli, heldur þetta litla og látlausa orð..traust.. sem er sterkara en allt annað í praktis.

Þú ert frábær og englarnir fylgja þér greinilega hvert fótmál

knús og faðmlag til þín, sem nær að sjálfsögðu yfir allan heimin

Habba

Hrafnhildur Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Elsku Habba...manstu þegar ein góð kona sagði við þig að þú værir "predikari" og því væri hlustað er þú talaðir....nú ég "þjónninn" hlustaði ...og framkvæmdi svo að sjálfsögðu (:

Knús á móti ...Helga

Helga Birgisdóttir, 1.4.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband