Stigið inn í óttann

Á morgun er stór dagur. Ég neyðist til að leggjast undir skærin hjá ÓKUNNRI HÁRGREIÐSLUDÖMU SEM TALAR ENGA ENSKU. Ef þetta er ekki að "stíga inn í óttann" þá veit ég ekki hvað það er. Ég er svo háð minni hárgreiðslukonu að kalla mætti fíkn - heimsæki hana reglulega á 3-4 vikna fresti vegna gríðarlegrar grósku utan á hausnum sem og inni í honum. Til að vera nokkuð "save" þá fylgir mér TÚLKUR ...Frk Minori sem ber ábyrgð á okkur artistunum í vinnubúðunum. Hún tjáði mér að hárgreiðsludaman væri í KVÍÐAKASTI af því að hún hefur aldrei áður haft hendur í hári ..sem er útlenskt....og veit ekkert hvernig á að lita svoleiðis dót....Já þvílík lifsreynsla sem þetta verður fyrir okkur báðar ): !! Einn plús er þó í þessu , ég er að safna síðu að aftan ( geri smábreytingar á 20 ára fresti ) og það segir litla fólkið að sé "japanise style" ...svo þá er kannski minni hætta á að hún láti stertinn óvart fjúka.

Annars var ég ferlega fúl í morgun, ...gasbrennslan á hlutunum mínum heppnaðist ILLA og líst mér lítið á gripina ...eins og það er nú mikil vinna að brenna því þessir ofnar eru handstýrðir og þarf að fylgjast með þeim og stilla þá eftir gangi brennslunnar hverju sinni, á ca. 30 mín fresti í 12 klst !!! ...og þeir eru í útibyggingu. Ég ákvað að hætta við að vera keramiker og snúa mér alfarið að temeistarafaginu ...en alveg óvart var ég aftur farin að hnoða leir ...aldrei að vita nema næsti ofn verði more beatiful (:

Jæja ..þá er að reyna að blunda eitthvað fyrir stóra slaginn á morgun ...vonandi nær hárgreiðsludaman einhverjum svefni líka....set hana inn í kvöldbænirnar.

Oyasumi nasai....Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha þetta er parturinn sem mig hefur mest hlakkað til af dvöl þinni þarna úti, 
- þegar þú ferð í klippingu og litun ! eins sérvitur og þú getur verið!  það verður gaman að sjá útkomuna! ég var samt að vonast til þú kæmir heim með hárið í snúð!

Tara litla (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:56

2 identicon

Hæ Hæ kæra Helga,mikið er nú gaman að geta fylgst svona með þér í gegnum netið .Þú verður að fyrirgefa því að ég er ekki neitt klár á tölvu en er að fikra mig áfram.þú verður að senda mynd af þér þegar þú ert búin í klippingu og litun og leifa okkur að sjá hvernig til tókst  héðan er allt gott að frétta það var snætt mikið af páskaeggjum mammmmmmmi nammmmmmmi um páskana.Ég verð nú að segja þér að þú ert voðalega skemmtilegur penni,mig hlakkar alltaf til að lesa bloggið þitt það er svo markt og mikið að gerast hjá þér enda myndir þúekki fíla neitt annað þar sem þú segist vera vinnualki.læt þetta nægja í bili. kveðja frá Jenna um að þú hafir það gott. kveðja  Haddý.

Hrafnhildur Þórisdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:37

3 identicon

Hár og augabrúnir eru ótrúlega viðkvæmur hlutur hjá okkur konum. Hef skrautlega reynslu af því í útlandinu - næstum grét yfir útkomunni. Efast samt ekki að hún vandar sig þegar temeistarinn kemur með túlkinn. Leitt að heyra með brennsluna en þú ert ekki vön að gefast upp. Ekkert smá mál að vakta þennan ofn. Mér dettur í hug veðurathugunarmenn á Hveravöllum sem þurftu í denn að taka veðrið á ákveðnum fresti allan sólarhringinn. Enda völdust yfirleitt til starfans samhent hjón sem skiptu með sér vaktinni. Færðu ekki einhvern - ,,hjón,, með þér í ofninn. Gangi þér vel með hár og ofn!!

Frá Dardanella - Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:04

4 identicon

Gleðilega páska svona síðbúið... Hér í Skipasundinu þar sem öllum líður vel, er verið að upplýsa eldhúsið. Það mun koma ljós fyrir ofan vaskinn og í hornið hjá ísskápnum, ég er mjög spennt að sjá útkomuna og vaska upp í birtunni!

Móðir ljósameistarans er einmitt veðurathugunarkona á þriggja tíma fresti og ætti að vera kunnug svona veseni eins og er með þennan blessaða ofn. Ég hlakka til að sjá myndir af nýju greiðslunni og vona að þú þurfir ekki áfallahjálp eftir þann pakka! Hafðu það áfram gott og gaman Helga, ég skal passa upp á allt hér ;o

Leigjandinn (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:46

5 identicon

Hæ Helga.Þú ert  flottust... og frábært að lesa þig  og fylgjast með ævintýrum þínum í austrinu.

Ég gæfi mikið fyrir að fá að vera fluga á vegg þegar þú og hárgreiðsludaman farið í ÞITT hár  saman.

Þó ég hafi kanski ekki þekkt þig lengi, sé ég vel fyrir mér hvernig þú fylgist vandlega með hverri hreifingu handar hennar tilbúin að afstýra hugsanlegu stórslysi. Frk. Minori sveitt að túlka..og vefst sjálfsagt tunga um tönn þegar/ef þú bregður fyrir þig íslenskunni í hita leiksins, ef skærin sýndu tilþrif í of frjálslega dýfu.

Habba

Hrafnhildur Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Elsku Habba mín. Túlkurinn gaf fyrirmæli í byrjun...eftir mínum skipunum (: ...en yfirgaf svo svæðið. Ég átti því ekki annarra kosta völ en lýsa yfir vanmætii mínum ...sleppa tökunum ...lokaði því augunum ALLAN TÍMANN (alveg satt !! ) ...og þuldi í hljóði ...KEEP TRUSTING, keep on trusting Habba !!!... minnug þess sem þú kenndir mér "BÓKSTAFLEGA" ...og hún virkaði ..útkoman ekki léleg (: ..sýni á mynd later.

Kæri frú leigjandi ...mikið ertu frábær (: ....og allt liðið í kringum þig..Ég mun vilja vaska upp aftur og aftur og endalaust.!!..þú mátt jafnvel koma með uppvaskið að heiman frá þér svo ég hafi ástæðu að dvelja sem mest undir ljósgjafanum góða (:

Kæra Haddý..Takk fyrir góða kveðju ...gaman að heyra að þú fylgist með nýju geisunni (:...mun skrifa um klippinguna og senda mynd um leið og ég slepp frá ofninum...bið sömuleiðis að heilsa bóndanum (:

Helga Birgisdóttir, 27.3.2008 kl. 13:15

7 identicon

Helga, get ekki sent á þig beint svo ég skelli þessu hér. Það er póstur hér sem þarf að ganga frá, sendu á mig netfangið þitt!

Leigjandinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:27

8 identicon

Netfangið mitt er kolbrun@remax.is

Leigjandinn aftur! (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband