Enginn verður óbarinn biskup

...Stóð í páskaegginu mínu sem ég opnaði við mikinn fögnuð litla fólksins....þ.e. japanana og kóreufólksins. Þau höfðu beðið spennt frá því í morgun því ég hafði lýst egginu á mjög svo mystískan hátt. Erfitt reyndist að þýða málsháttinn ...noone becomes unbeated bischop!! ....nennti ekki út í náið bodylanguage enda örþreytt - nýkomin úr studíóinu kl 22....ekkert páskafrí á þessum bæ ): ....síðan var ég á vaktinni yfir gasofninum sem geymdur er úti í skemmu og þarf að staulast þangað á 30 mín fresti fram á nótt í kolsvarta myrkri, kulda og mýgandi rigningu ...það sem maður leggur ekki á sig fyrir listina ! ...og svo kallar fólk þetta "hobbý" !!
Jæja nú hætti ég þessu voli (: ... Við vorum öll í skýjunum yfir egginu og nú vantaði bara vanilluísinn sem ég var vön að búa til fyrir páska ( og Jól notabene ) Viti menn - dregur ekki the japanise guy fram VANILLUÍS úr frysti - sá sem gerði hann hefur stolið uppskriftinni minni ...sem fengin er frá mömmu minni sem fengin er frá mömmu hennar sem ...

Gaman að tónlistarsmekk japönsku gæjanna hér (um þrítugt ! ) - hlusta á The Beatles í tíma og ótíma ...og í gærkveldi gat mín ekki setið á sér og steig trylltan dans á eldhúsgólfinu við dúndrandi tónlistina- she loves you yeh yeh yeh...söng liðið með einkennilegum hreim ...varð að fækka fötum í hita leiksins og hætta á að vera rekin heim ...en menn höfðu bara gaman að "sjóinu " og trítluðu á endanum um gólfið mér til samlætis (:

Jæja, læt ekki beddann biða lengur....og segi bara - GLEÐILEGA PÁSKA kæru íslendingar (:

kv. Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Helga mín,

GLEÐILEGA PÁSKA

kiss

Lana

Lana (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:57

2 identicon

Gleðilega páska, kæra vinkona.

Svolítið öðru vísi þarna hinum megin á hnettinum. Gott samt, yeah, yeah, yeah. Farðu vel með þig. Hér er steikin í ofninum og krakkarnir að koma. Pósturinn Páll vonandi á leiðinni með málshátt.

Kærlig hilsen frá Dardanella.

Lóló

o.bjork (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:32

3 identicon

Hæ Helga min og gleðilega páska málshátturinn virðist passa vel við þig þarna þvi mer heyrist þu þurfa að leggja ímislegt a þig fyrir list þina .Eg var i páskalærinu hja krökkunum i kvöld voða fint og gott enda orðin langsvöng eftir alvoru mat,er öll að koma til og er með prinnsessuna sofandi inni .se þig i anda dansa a eldhusgolfinu ef þu færð ekki smafolkið með a golfið þa hver??????? farðu vel með þig knusssssss Hanna

hanna helgadottir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:38

4 identicon

Sæl og blessuð Helga min og gleðilega páska!!

Við komum heim frá Austurríki á laugardaginn.. öll með kvef og frekar föl vegna sólarleysis en örlítið feitari en fyrr vegna allra vínarsnitselanna.. Oh, ég öfunda þig af tempuranu og gohaninu (hrísgrjón), en endilega prófaðu að skilja opinn brauðpoka eftir á borðinu.. hann verður ennþá í fínu lagi eftir mánuð eða svo.. Gott að páskaeggið skilaði sér.. reyndar var því ekki pakkað nógu vel hjá mér, Rikki rændi bílnum með kössunum til þín og Sunnu og gleymdi að fylla uppí með frauðplasti þegar hann neyddist til að fara í pósthúsið fyrir mig..Annars ætti ég að sendi þér harðfisk.. það er sko eitthvað sem þeim líkar í Japan.. fer vel með kolkröbbum og saki! Frábært að lesa bloggið þitt Helga mín, hrein afþreying.. þú ættir að skrifa fyrir þá í Hollywood eða bara okkur hér á klakanum..

Allir biðja að heilsa þér, knús og kossar til þín,

Bestu kveðjur,

þín Berglind

berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Helga Birgisdóttir

Elsku besta Berglindin mín, sendu mér nú endilega emailadressu sem ég get sent á til þín, ekki þessa nýju dónalegu - hún virkar ekki í Japan - þú ættir nú að vita hversu siðavönd þessi þjóð er (: Gott að þið eruð öll heil heima á ný - kvefið rýkur úr fljótlega með hækkandi sól (:

Heidí mín kæra , það er ekki að spyrja að nammigræðginni í þér ! ....öfunda þig - ég neyddist til að gefa af mínu ... tók virkilega á ):

Elsku Hanna velkomin á lappirnar, gott að lystin er komin á lag. Gleymdi að segja þér að taskan þín hefur það virkilega gott hér fyrir austan ... og hefur ekkert látið á sjá ..enn!

Lóló mín ...mikið hlakka ég til að fá STEIK á Íslandi...hér eru það grjón , núðlur og sjávarskrýmsli miður falleg sem í boði eru. Má ég þá miklu frekar biðja um krúttlegt lamb !

Ástarkveðja til allra...Helga

Helga Birgisdóttir, 25.3.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband